Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 40

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 40
Kvenþjóðin Framh. af bls. 34. Líningar á boðungum: Takið upp 201 1. á yztu brún vinstri boðangs. Prjónið 2 cm. brugðn- ingu, Fellt af sl. og br. Hægri líning prjónuð eins, að því und* anskildu að í 4. umf. eru búin til hnappagöt. Prjónið 6 1., fell- ið af 3 1., prjónið 28 1., fellið af 3 1. og haldið áfram, þar til hnappagötin eru 7. Endað á 6 1. í næstu umf. eru nýjar lykkjur búnar til í stað þeirra, sem felldar voru niður. Fellt af eftir 8 umf. Frágangur: Saumið peysuna saman. Varpið kringum hnappa- götin og saumið hnappana í. Pressað vandlega. Sígild peysa Framhald af bls. 35. og á bolnum. Sett á pr. nr. 3 og mynstrið prjónað, aukið út 18X1 1- í 6. hverri umf.. Aukið þvínæst út 10X1 1. í 4. hverri umf. (111 1. á). Þegar ermin er 45 cm. er endað á 2. umf. mynstursins. Fellið af 4 1. í byrjun næstu 2ja umf. Raglan- úrtakan eins og á bakinu. Síð- ustu 11 1. geymdar. Frágangur: Pressað léttilega. Hliðar- og ermasaumar saum- aðir, ermarnar settar í hand- veginn. Takið upp 63 1. með- fram vinstri hlið hálsmálsins, lykkjurnar sem geymdar voru á ermum og baki og síðan 63 1. meðfram hægri hlið hálsmáls- ins á 3 prj. nr. 2%. Prjónið brugðningu. Beggja vegna við miðlykkjuna eru í hverri umf. prjnóaður 2 1. sl. saman. Eftir 3 cm. fellt af sl. og br. Maðurinn, sem . . Framhald af bls. 9. framkvæmdum. Comps stóð sig vel. Þýzki verkfræðingurinn, sem hann vann með — „le boche“ (niðrandi heiti, sem Frakkar notuðu sín í milli yfir Þjóðverja), eins og André kall- aði hann, var eitt kvöld svo léttúðugur að fara úr jakkan- um og hengja hann á stól sinn, á meðan hann gekk til salernis. Þar með var komið hið lang- þráða tækifæri. Titrandi af ótta yfir því, að Þjóðverjinn kæmi aftur á hverri stundu, hrifsaði Comps til sín teikningarnar af svæðinu, sem „le boche“ geymdi í vasanum innan á jakkanum. f miklum flýti breiddi hann úr teikningunum 40 FÁLKINN á skrifborði sínu og byrjaði að taka teikningarnar „í gegn“. Hann var taugaóstyrkur, en samt ákveðinn, á meðan blý- antur hans þaut yfir blaðið. Síðan setti hann allt á sinn stað aftur. Andartaki síðar kom Þjóðverjinn og settist grunlaus við skrifborðið. André Comps fór með þessa frumdrætti til Parísar, og á grundvelli þeirra bjó hann til aðra fullkomnari, og kom þeim til Bandamanna. Eldflaugarn- ar, „leynivopn“ Hitlers, voru ekki lengur neinn leyndardóm- ur, svo er hinum „ónefnda" Frakka fyrir að þakka. Hinn 5. febrúar, 1944, var Michel Hollard tekinn hönd- um ásamt þremur félögum sínum, á kaffihúsi í nágrenni Gare du Nord í París. Maður- inn, sem hafði bjargað Lund- únum, og hafði 98 sinnum far- ið yfir hin vel vöktuðu þýzk- frönsku landamæri, til þess að koma sínum dýrmætu upplýs- ingum á framfæri við brezka sendiráðið í Bern í Sviss, var svikinn í tryggðum og gekk í gildru. Kvenmaður var höfuð- paurinn í því starfi SS, sem afhjúpaði meistara njósnar- anna og gerði það kleift að senda hann í hinar frægu út- rýmingarbúðir þjóðverja, sem hann sá hundruð landsmanna sinna tærast upp í. Þegar hersveitir Banda- manna nálguðust herbúðirnar og allir vissu að fáir dagar væru eftir af heimsstyrjöldinni, voru Michel Hollard og nokkr- ir aðrir „fordæmdir" settir í lest á skipi, sem var siglt út á Norðursjó. Þjóðverjarnir ætl- uðu að sökkva skipinu með sínum fátæklega farmi: nokkr- um þúsundum lifandi beina- grinda. Úti á rúmsjó varð skip- ið fyrir sprengju frá einni af flugvélum Bandamanna og sökk, og langsamlega flestir fanganna fórust. Nokkrir kom- ust þó af. Michel Hollard var einn þeirra. Englendingar sæmdu hann „Order of Merit“, æðsta heiðursmerki, sem þeir sæma erlendan mann. Nú lifir „maðurinn, sem bjargaði Lundúnum“ rólegu lífi í París, og vill helzt ekki tala um ævintýri lífs síns. Njósnar- inn, sem varð fyrstur allra til að ráða leyndardóma hinna leynilegu vopna Hitlers getur nú fræðst um ævi sína úr bók George Martellis, sem hefur nefnt verk sitt „Maðurinn, sem bjargaði Lundúnum“. Og Mar- telli þurfti að standa i ströngu til þess að fá Hollard til þess að leysa frá skjóðunni. Þegar Fred Framh. af bls. 38 nýju gröf Freds, og það ætlaði bersýnilega enginn. Enginn okkar hafði efni á því að taka áhættuna. Bæjarfélagið var enn að borga Fred, og nýi ákærand- inn var hinn orðhvassi, ungi lögfræðingur hans. Þegar við hérna í bænum hittumst, er eitt af uppáhalds- umræðuefnum okkar, hvort Molly gamla liggi í garði Freds eða ekki. Hvað ég haldi sjálfur? Ég veit það ekki. Ég held að við komumst aldrei að hinu sanna. Að minnsta kosti ekki á meðan Fred er á lífi og getur höfðað skaðabótamál. Hannes á INiúpsstað Framhald af bls. 13. húsið forna á Núpsstað, sem staðið hefur þar á sama grunni frá því langt aftur í kaþólskum sið, — já, meira að segja frá því að ísland var fullvalda ríki í hið fyrra sinn, áður en Hákoni gamla var svarið land og þegnar. Hann tók því erindi okkar ljúfmannlega, enda ekki óvanur slíku kvabbi. Ekki mun þó farið út í þá sálma að lýsa hinu aldna guðshúsi hér að sinni, en það mun verða gert síðar í blaðinu. Er við höfðum fræðzt um sögu bænahússins, gengum við suður fyrir það og hölluðum okkur upp að veggnum. Og þá var erindinu stunið upp. — Æ, nei, ég hef frá engu að segja. Svo er mér ekkert vel við það að vera að láta hafa þetta eftir mér. Ég er farinn að gleyma ýmsu, það er svo langt síðan. — Er ekki allt í lagi þó ég leggi fyrir þig nokkrar spurn- ingar? Þú getur þó alltaf sagt mér frá því, hvers vegna þú byrjaðir á þessu. — Ég byrjaði á því að fara ferðir fyrir Stefán Þorvalds- son á Kálfafelli, sem var þá póstur á leiðinni frá Prest- bakka að Hólum í Hornafirði. Það mun hafa verið veturinn 1908—1909, og fór ég öðru hverju fyrir hann og oftast síðustu árin, sem hann hafði póstferðirnar, en við þeim tók ég svo að fullu árið 1917 og hafði þær svo óslitið, þar til þær lögðust niður árið 1946, síðustu árin með Birni, syni Stefáns Þorvaldssonar, er býr nú á Kálfafelli. — Hversu langur tími fór hjá þér í póstferðirnar, Hannes? — Ætli að meðalferð hafi ekki tekið um átta daga, þegar ég byrjaði á þessu. Annars var þetta dálítið misjafnt, eins og gefur að skilja. Til dæmis gat ferðin hæglega lengzt um eina dagleið, ef Hornafjarðarfljót var vont yfirferðar og fara þurfti langt upp eftir hjá Hof- felli til þess að komast yfir það. Það fór venjulega einn dagur í það að ná í póstinn út að Prestbakka, og síðar Klaustri. Svo fór ég á næsta degi héðan og austur í Öræfi, austur að Svínafelli eða Hofi. Á þriðja degi var svo farið austur að Kvískerjum og á fjórða degi oftast austur að Kálfafellsstað á Mýrum. En eins og gefur að skilja var þetta allt breytilegt, fór eftir veðrum og vötnum. — Hvað varstu með marga hesta í þessum ferðum? — Það var nú líka mjög mis- jafnt. Pósturinn var alltaf að aukast þessi ár, eins og eðlilegt er og þá þurfti fleiri hesta. Svo fækkaði maður hestunum og geymdi þá, eftir því, sem pósturinn minnkaði á leiðinni. Til að byrja með var ég lengst af með einn og tvo hesta, þó alltaf tvo á veturna. — Hvernig var borgað fyrir þessar ferðir? Hannes kímir. — Það þætti nú víst ekki há upphæð núna. Fyrst var borgað 75 krónur fyrir ferðina og þá lagði mað- ur til tvo hesta. En fyrir hesta, sem maður þurfti að leggja til umfram þá, var borgað sérstak- lega, lengst af 15 krónur fyrir hestinn. Svo kom það oft fyrir, að maður fékk fylgdarmenn með sér kafla úr leiðinni, ef fara þurfti yfir vondar ár, eða jökul. Þá þurfti maður að borga þeim. Þeir tóku nú ekki mikið fyrir það blessaðir, enda kunn- ingjar manns allt saman, og þá ekki eins mikið hugsað um að fá allt borgað og núna. Mað- ur þurfti oftast að troða upp á þá borgun. — Og borgaðir þú það úr eigin vasa? — Já, blessaður vertu, um annað var ekki að ræða. Ég átti að sjá um að koma póst- inum þessa leið fyrir þessa borgun. — Hvaða vatnsföll voru nú verst yfirferðar á leið þirini? — Hólmsá á Mýrum gat ver- ið afleit á vetrum og þegar hún var í sínum versta ham gat hún verið eitthvert versta vatnsfallið. Þá var oft vont að fara yfir Hornafjarðarfljót, það

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.