Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 27
ara, það er ekki hægt að kalla það íbúð. Þegar ég sá hann fyrst, leit hann út eins og fugla- hræða: ógreitt hár, órakaður. Herbergið var eins og klaust- urklefi. Rúm, stóll, borð. Papp- írshrúgur. Ekkert annað. — Sagðir þú, að ég hefði sent þig? — Ég spurði, hvort hann þekkti þig — til að vera viss um, að þetta væri rétti maður- inn. Hann sagði já. Hann var hlédrægur, þegar um þig var að er faðir barnsins hennar Jane. Ég sagði ekki neitt. — Ég hef hugsað svo mikið um þig og allt, hélt hann feim- inn áfram. — Mér fannst, að ég ætti einnig að bera eitthvað af því, sem þú hefur orðið að ganga í ggnum. Ég hef alltaf haft fyrirlitningu á því, sem margir karlmenn gera, að þeir skipta kvenfólki í tvo hópa — þú veizt, hinar góðu og hinar slæmu, þær fúsu og þær ófúsu. Þú veizt ekki, hve þægilegt það létti. Hann nuddaði andlitið með annarri hendi, kækur sem ég kannaðist við. Ég velti því fyrir mér, hvort slíkur kækur gæti verið ættgengur. Ef barn okkar einhvern tíma í fram- tíðinni nuddaði svona á sér and- litið, yrði illt að hafa ekki neinn til að hlaupa til og segja: Nú gerði hann alveg eins og þú, þú veizt, eins og þú gerir, þegar þú ert feiminn. Hálftíma síðar, þegar tepp- ið hafði verið vafið saman,, gluggatjöldin tekin niður, við- kvæmir hlutir pakkaðir inn í dagblaðapappír og taska mín stóð opin á gólfinu, kom ein- hver upp stigann og barði að dyrum. Terry sagði: — Ég skal opna og hann hvarf fyrir hornið. Ég heyrði að hurðin var opn- uð og svo varð löng óskiljanleg þögn. Svo sagði Terry: — Verið svo vænir að bíða dálítið. Hann kom aftur. — Það er Coleman. Ég lokaði augunum. Ég var of þreytt. Svo setti ég fæturna á gólfið. Mig verkjaði svo í hrygginn, að ég gretti mig. — Viltu, að ég fari? spurði Terry. — Já — nei, bíddu. Ég veit ekki. Toby hrópaði ég óstyrk, Komdu inn, Toby. ræða — það var ekki mikið, sem ég fékk út úr honum. Þeg- ar ég sagði, að þú værir komin hingað aftur, virtist hann mjög undrandi — já næstum æstur. Hann sagðist hafa haldið, að þú værir hjá frænku þinni uppi í sveit. Ég sagði, að þú vildir hitta hann. — Þá — kemur hann sem sagt? — Það veit ég ekki. Það verð- ur hann að ákveða sjálfur. Hann veit, hvar þú ert, hann veit, að þú vilt hitta hann... Terry virtist hálfmóðgaður. Við sátum lengi án þess að segja meira. Bakverkurinn var horfinn. — Þakka þér fyrir að þú fannst hann, Terry, sagði ég að lokum. Terry tók það sem kveðju. Hann stóð á fætur, en fór samt ekki. — Er það eitthvað annað, sem ég get gert? — Nei, þakka þér fyrir, ég er mjög þakklát. Um hvað ertu að hugsa? — Ég er að brjóta um það heilann, hvað þessi Coleman myndi hafa gert, ef ég hefði skyndilega sagt: Það er ég, sem er, þegar maður uppgötvar að innst inni er maður nákvæm- lega eins. Eftir þessa nótt í Collioure fyrirleit ég þig. Ég hafði alls ekki ástæðu til þess, en ég var svo aumur að ég sagði að það værir þú, sem værir misheppnuð. Á vissan hátt þurrkaði ég þig út úr hugan- um, af því að ég vildi ekkert hafa að gera með þig meir. Mér datt þessi möguleiki alls ekki í hug. Skrítið að mað- ur skuli hugsa um ástaleiki eins og þeir væru eitthvað sjálf- stætt fyrirbrigði.... Það varð löng vandræðaleg þögn. Hugsanir mínar tóku við þar sem hann hafði hætt. Er maður með kalt hjarta og fullur sjálfselsku leitar ástar- innar, hugsar maður ekki um, að markið getur ef til vill verið byrjunin á einhverju. Nóttin, sem hafði komið þessu af stað stóð skyndilega ljóslifandi fyr- ir mér sem byrjun á einhverju, sem átti að verða maður eða kona, sem á sínum tíma myndi geta af sér fleiri börn. Skyndilega sagði Terry: — Þú getur vist ekki hugsað þér að giftast mér? Ég hristi höfuðið. Hann duldi, hve mikið honum Hann kom hægt inn. Þrátt fyrir lýsingu Terry hafði ég búizt við, að hann liti út eins og síðast, er við sáumst, en hann var nú orðinn gjör- breyttur, og ég var skelfingu lostin yfir því. f fyrsta lagi var hann með skegg. Það gerði hann tíu árum eldri. Skuggarn- ir í andlitinu voru enn dekkri en áður, hárið var of sítt og jakkinn — sami gamli flauels- jakkinn — var næstum gagn- sær. Hann var með bindi og í hreinni skyrtu, en jafnvel yfir þvert herbergið gat ég séð, að kraginn og ermarnar voru slitn- ar. Við horfðum hvort á ann- að. Ég veit ekki, hvernig það hefði verið, ef Terry hefði ekki horft á. Eins og nú stóð á þorð- um við ekki að segja neitt. — Hvernig líður þér? spurði Toby að lokum, hann leit ekki einu sinni á Terry. — Vel, sagði ég heimskulega. — Það lítur ekki út fyrir það. Þú lítur illa út. — Mér líður ágætlega. — Þú vildir hitta mig. — Já. Það varð aftur þögn. í þetta sinn leit Toby á Terry, hvasst og fjandsamlega. Þegar Terry hreyfði sig ekki, sagði hann: — Það hefði verið auðveldara að tala, ef við hefðum verið ein. — Viltu það, Jane? sagði Terry. — Því að ég get ekki sagt, að ég vildi láta þig vera eina með þessum þarna....... Toby sagði við mig: — Er hann einn af vinum þínum? — Já, það er ég, svaraði Terry. Hann hljómaði ertinn, og þegar Toby sneri sér að hon- um, var svipur á honum, sem var í samræmi við tón Terry. Þeir stóðu og gláptu æfir hvor á annan með augun glóandi af kaldri, karlmannlegri reiðL Óskiljanleg skelfing greip mig. Hið tilgangslausa, frumstæða bardagaeðli karlmanna.....Ég sá, að hnúar Toby urðu hvítir og fann hvað ég var hjálpar- vana. Skyndilega sagði Terry; — Ég veit, hvað þér haldið og þér hafið algjörlega á réttu að standa. Það var ég, sem gerði hana ófríska. Ég sá, að andlit Toby afmynd- aðist af reiði. Hann lamdi Terry í andlitið. Terry lyfti ekki einu sinni hendi til að verja sig. Ég hrópaði eitthvað, sem hvorugur þeirra tók eftir. Toby sló aftur og Terry veitti enn enga mótspyrnu. Hann datt aftur yfir sig og rak höfuðuð í ofninn. Augnablik ríkti grafarþögn. Toby stóð og horfði niður á Terry. Hann andaði þungt og andlitið var fölt. — Hvers vegna varði hann sig ekki, sagði hann. — Geturðu sagt mér það? Hvers vegna varði hann sig ekki? Hann lagðist á hné við hlið Terry, Doris og Charlie komu þjótandi inn. Ég heyrði Terrv stynja, svo kom bakverkurinn aftur með deyfandi krafti, og nú var það ekki Terry, það var ég sjálf, sem stundi...... Kringum mig var annríki og hendur, sem lyftu og þukluðu líkama minn. Þýðing þess, sem var í þann veginn að gerast, varð mér skyndilega ljós. — Er ég að eignast barn? — Ég vona, að það komi yður ekki algjörlega á óvart? svar- aði Maxvell læknir. Ég reyndi að muna eitthvað. — En tíminn var ekki kom- inn enn. — Nei, ekki fyrr en eftir mánuð. — Hvað gerið þér þá, fyrst það gerist núna? Hugsun mm varð skyndileega skýr. Ég minntist þess greinilega, að Framhald í næsta blaði. 27 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.