Fálkinn - 18.11.1963, Side 15
Að vísu var hann svolítið einkennilegur á
sumum sviðum. Til dæmis vildi hann held-
ur reyna að veiða en spila keiluspil við
strákana, en það er ekki næg ástæða til
þess að skíta manninn út. Svo gat hann ekki
þolað fjasið í Molly gömlu. Þegar tillit er
tekið til þess að hann átti heima í næsta húsi
við hana, gefur auga leið, að loftið hefur
oft verið lævi blandið. Svona fyrir mig að
segja, að þá hefði ég haldið, að ef Fred
dræpi einhvern tímann einhvern, þá yrði
Molly fórnarlambið.
— Molly. sagði ég. Þetta er mjög alvar-
leg ásökun, sem þú berð á Fred. Ég geri
ráð fyrir að þú getir sannað hana?
Molly leit út eins og kötturinn, sem hefur
gleypt kanarífuglinn, og sagði: — Beztu
sönnun, sem hægt er að hafa! Hann gróf
hana hægra megin í garðinum sínum, beint
fyrir utan stofugluggann minn. Betri sönnun
getur maður ekki haft!
— Sástu hann grafa hana? spurði ég.
— Ég sá ekki líkið sjálft, ef það er það,
sem þú átt við. En ég heyrði hann vera að
grafa, seint í gærkvöldi. Það hlýtur að hafa
verið eftir miðnætti. í morgun var hún þar.
Ný gröf, beint fyrir utan stofugluggann minn.
Ég neyddist til að klóra mér í hnakkanum
og um leið fékk ég augnabliks umhugsunar-
frest til þess að ígrunda, hvernig ég ætti
að snúa mér í málinu. — Jæja, en gröf er
ekki sönnun í morðmáli, Molly. Við verðum
að hafa corpus delicti. Og jafnvel þótt við
finnum lík, verðum við að sanna, að morð
hafi verið framið.
— Vertu nú ekki svona háfleygur við mig,
lögreglustjóri. Ég veit ekkert um corpus
delictusa; það eina, sem ég veit, er að Fred
Beasly hefur myrt aumingja Coru, og þú
verður að gera eitthvað í málinu.
— Ég skal segja þér eitt Molly. Strax og
ég er búinn með keiluspilið, skal ég fara
heim til Freds og tala við hann.
Af einhverjum ástæðum leit út fyrir að
Molly yrði æst út af þessum orðum mínum.
Hún hefur alltaf óþolinmóð verið. — Lög-
r
Ég Iét karlana byrja aS grafa, og við
fundum dálítíð, þegar við vorum
komnir tvö fet niður. Það var Iík,
sem þegar var byrjað að rotna. En
það var lík af.............
reglustjóri, sagði hún. Þú ættir heldur að
fara þangað strax og handtaka Fred, áður en
hann stingur af.
— Stingur af? Heldurðu ekki að þú hafir
lesið full margar leynilögreglusögur?
— Þér kemur ekkert við, hvað ég les. Ég
tala bara við þig á þann hátt, að þú ættir
að skilja, ef þú værir almennilegur lögreglu-
stjóri.
Hún var orðin talsvert æst, svo ég sá, að
það væri bezt, að ég róaði hana dálítið.
— Allt í lagi, Molly. Ég skal fara þangað
strax. Hinir eru ábyggilega búnir að reisa
keilurnar og byrjaðir á nýju spili.
Ég skildi við Molly, fullviss um að hún
myndi breiða söguna út um allan bæinn.
Fred sat á útitröppunum, þegar ég kom, og
var að gera við færi.
— Gú’dag, Fred, sagði ég.
— Gú’dag, lögreglustjóri. Ertu að elta
hættulega glæpamenn svona snemma dags?
Eða máttu vera að því að fá þér kaffibolla?
— Ég skal segja þér Fred, að ég er nú
kominn hingað í svona hálf-opinberum erinda-
gjörðum.
Fred svaraði eldsnöggt: — Ég er hvorki
opinber né hálf-opinber, lögreglustjóri. Þú
eyðir tíma þínum til einskis á mig. Hann
hefur alltaf verið snöggur upp á lagið.
að viðurkenna, að lýsing Mollyar
var hárnákvæm. Þetta leit s\ >
sannarlega út fyrir að vera grö .
Mjög álíka á stærð og meðal gröf,
og ofan á var mokað mold, svo
það myndaðist eins og smá hæð.
Ég tók einnig eftir því að Fred
hafði gróðursett nokkur blóm.
Þetta allt liktist mjög gröfum,
eins og þær líta út í kirkjugörð-
um. Það eina, sem vantaði, var
legsteinn. Kannski ætti ég heldur
að segja að það hafi verið of líkt
gröf. Ég gat varla ímyndað mér,
að maður færi að drepa konuna
sína og síðan fara að gera sér
ómak til þess að auglýsa það.
— Lítur það ekki vel út, lög-
reglustjóri? spurði Fred hreykinn.
— Hver og einn er frjáls að
því, hvernig hann vill lífga upp
á garðinn sinn.
Fred horfði einbeittur í augu
mér og sagði: — Mér fannst
þetta skemmtileg tilbreyting frá
öllu þessu grasi.
Framhald á bls. 28.
Ég gaf honum andartaks hlé til að njóta
fyndni sinnar, svo kom ég beint að efninu.
— Fred, ég hitti Molly nú rétt áðan. Hún
er bersýnilega æst yfir einhverri gröf í garð-
inum þínum. Hún er með fáránlegar hug-
myndir í sambandi við hana, og mér fannst
rétt að skreppa hingað til þín og fá botn
í málið.
Fred yppti öxlum og sagði: — Það er
engan botn að finna, lögreglustjóri. Ég var
bara að pæla smá spildu í garðinum í gær-
kvöldi. Er nokkuð athugavert við það?
— Nei, ekki ef þú gerðir ekkert annað.
— Ég gerði svo sannarlega ekkert annað,
lögreglustjóri. Garigið bara sjálfir um garð-
inn og sjáið hvort ég segi ekki satt.
Mér virtist þetta prýðileg tillaga. Ég verð