Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 11
Ittt íttt tt f/n .v- UóstBopnari Hér kemur þriðji hluti getraunar FÁLKANS. Áður hefur verið skýrt frá skilmálum. Getrauninni lýkur annan desem- ber og lausnir þurfa að hafa borizt 20. desember. Við munum láta vinningshafa vita fyrir jól um vinningana. Getraun þessi verður með því sniði. að vinningar eru átta. Allt eru það heimilistæki, sem við höfum keypt hjá sama fyrirtækinu, O. Johnson & Kaaber, og öll af vönduðustu gerðum Philco, Sunbeam og Vitesse. Stærstu verðlaunin eru Philco ísskápur, sex kúbikfeta, sem kostar 10.693 krónur. Önnur verðlaun eru Philco transistor útvarpstæki, sem kostar 3349 krónur og þrjátíu aurum betur. Þriðju verðlaun eru Sunbeam hrærivél, sem kostar 2862 krónur, fjórðu verðlaun eru Vitesse hár- þurrka, sem kostar 1752 krónur, fimmtu verðlaun eru Sun- beam rafmagnspanna, sem kostar 1575 krónur, sjöttu verð- laun eru Sunbeam dósaopnari, sem kostar 1235 krónur, sjöundu verðlaun eru Sunbeam rafmagnsrakvél sem kostar 1170 krónur og áttundu verðlaun eru Sunbeam straujám, sem kostar 568 krónur og fimmtíu aura. J GETRAUNIN: III. HLUTI. 1. Hver orti þetta? (Skírnarnafn). Hann var alinn upp við slark, útilegur, skútuhark. Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark. 2. Hver hafði satt að mæla? .... En sér til angurs og skapraunar sá hann nú, að púkinn lifnaði við og varð allt í einu svo feitur og pattaralegur, að við sjálft Iá, að hann mundi hlaupa í spik. Stillti hann sig þá, fjósamaðurinn, og hætti að blóta. Sá hann nú, að................hafði haft satt að mæla, og hætti að blóta og hefur aldrei talað ljótt orð síðan, enda er sá púk- inn löngu úr sögunni, sem átti að lifa á vondum munnsöfnuði hans. 3. Hver kvað? Yfir kaldan eyðisand einn um nótt eg sveima. Nú er horfið Norðurland, nú á eg hvergi heima. .____________________j ____ ___ KLIPPIÐ HÉR SVÖRIN ERU • 1 v ) 1____ 2____ 3___ NAFN HEIMILI FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.