Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 28
Þegar Fred gróf . . . Framh. af bls. 15. Mér fannst ég ekki vera alveg með á nótunum og ákvað því að fara aftur í keiluspils- klúbbinn, þar sem ég ætti betra með að hugsa. En áður en ég fór lagði ég eina spurn- ingu, sem mér fannst koma fnálinu dálítið við, fyrir Fred: — Hvernig hefur Cora það faúna, Fred? — Ég hugsa að hún hafi það ágætt, lögreglustjóri, sagði hann. — Þú heldur, að hún hafi það ágætt, Fred. Veiztu það ekki? — Ekki fyrir víst, lögreglu- stjóri. Ég skal segja þér, að í gærkvöldi kom systir hennar, sem býr á vesturströndinni, og þær fóru saman í smá ferðalag. Hann sagði þetta eins kæru- leysislega og unnt var að segja það. — Það var dálítið óvænt, Fred. Hversu lengi verður hún í ferðinni? — Ég veit það ekki fyrir víst, lögreglustjóri. Það getur vel verið að hún verði lengi í burtu. — Ég hef aldrei heyrt Coru minnast á systur sína, sagði ég. Ertu viss um, að hún hafi farið burt með systur sinni? — Auðvitað, lögreglustjóri. Hættu nú að spyrja þessara asnalegu spurninga. Ég er að útbúa mig fyrir smá veiðiferð. Við sjáumst seinna. Með það fór hann og skildi mig eftir, þar sem ég horfði á gröfina. í þessu kom Jim Mosley ark- andi upp götuna, með póstinn. Mér fannst það skylda mín að safna öllum upplýsingum um þetta mál, sem mér væri unnt, og því stöðvaði ég hann. — Jim. Þetta er opinbert samtal. Ég neyðist til þess að leggja nokkrar spurningar fyr- ir þig. Jim leit út fyrir að vera gramur, eins og hann raunár gerir alltaf, og sagði: Mér datt það í hug, að þú værir í ein- hverjum opinberum erinda- gjörðum. Það hlýtur að vera mjög alvarlegt, úr því að þú ert ekki inni í keiluspilsklúbbn- um á þessum tíma dags. Sjon er sögu ríkarí 0M0 skifar Sjón er sögu rfkari-þér hafið aldrei séá hvitt Ifn jafn hvítt. Aidrei séð litina jafn skæra. Reynið sjáif og sannfærizt. OMO sþarar þvottaefnið OMO er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notið minna magn, er OMO notadrýgra. Reynið sjálf og sannfaeriztl hvitasta þvottinum! — Það, sem mig langar til að spyrja þig um, Jim, er, hvort Cora Beasly hafi stund- um fengið bréf frá systur sinni á Vesturströndinni. — Það get ég ekki sagt þér, lögreglustjóri. Póststarfsmenn mega engar upplýsingar gefa f um þann póst, er fer um hend- f ur þeirra. — Hvernig stendur þá á því, ! að ég sé þig koma hvern ein- asta dag niður að keiluspils- klúbbnum, upptekinn við að lesa póstkort? — Það er allt annað, lög- reglustjóri. Ef þú vilt fá upp- lýsingar um póst til einstakra viðtakenda, verður þú að snúa þér til yfirmanns póstþjónust- unnar í Washington. — Heyrðu nú, Jim. Ef þú vilt ekki svara opinberum spurningum, sem viðkomandi lögreglustjóri leggur fyrir þig, þá þú um það, en það er engin ástæða fyrir þig, að vera ósvíf- inn við mig. — Ég fylgi bara því, sem mér er fyrirskipað, lögreglu- stjóri. Svo gekk hann áfram niður eftir götunni, niðursokk- inn í að lesa póstkort, og ég óskaði þess, að yfirmaður póst- * þjónustunnar í Washington gæti séð hann. Er ég var aftur kominn í keiluspilsklúbbinn, lagði ég saman þær upplýsingar, sem ég hafði getað aflað mér. Er ég lagði saman tvo og tvo, var mér ljóst, að útkoman yrði tæplega fjórir. Það var ber- sýnilegt, að Fred hafði verið að grafa á lóð sinni, Cora hafði farið óvænt úr bænum, og ég var búinn að fá bæði Fred og Jim upp á móti mér. Það var ekki mikill árangur á einni dagsstund. Seinni hluta þessa sama dags náði Molly aftur í mig. Ég sá til hennar, en þá var það þegar orðið of seint að forða sér. — Jæja, lögreglustjóri, ertu búinn að setja þennan bandóða morðingja í tugthúsið? 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.