Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 8
MICHEL HOLLARD, sem bjargaði L únum. Nöfnin, sem fezt hafa í hugum manna, eru nöfn hers- höfðingjanna. Nöfn Rommels, Montgomerys, Eisenhowers og von KeiteL. En nöfn mannanna, sem RUDDU sigurbrautina, hafa fallið í skuggann... 8 fXlkinn í desembermánuði, árið 1942, íékk hermálaráðuneytið í Lund- únum dulmálsske'yti. Njósnarar staðsettir í Sviss, gáfu skýrslu um það, að Þjóðverjar væru að útbúa leynilega áætlun um árás á Lund- únir. Það var gefið í skyn, að árásin yrði gerð úr lofti, en þar væri hvorki um að ræða venju- legar sprengjur né íkveikju- sprengjur. í þessum skeytum var tekið fram, að það væru ekki venju- legar sprengjur, sem ættu að leggja Lundúnir í eyði, heldur hræðileg leynivopn, sem ekki hefði tekizt að afla neinnar nán- ari vitneskju um. Þetta voru held- ur engir hugarórar — hin leyni- legu vopn Hitlers voru vissulega til. Churchill ráðfærði sig við ráð- gjafa sína. Hvað sem það kostaði varð að komast að því, hvers konar vopn hér væri um að ræða. Þegar í stað var öllum starfskröft- um leyniþjónustunnar einbeitt að einu og sama verkefninu: Að af- hjúpa þetta leyndarmál, leyndar- málið, sem vissulega var mjög hættuleg ógnun við Bretland. Skipunin var alls staðar hin sama: Vitneskja áður en það verður um seinan. Nokkrum mánuðum síðar, sum- arið 1943, tók að berast út orð- rómur um eldflaugavopnin, hin hræðilegu árásarvopn, sem Þjóð- verjarnir ætluðu að beita gegn Englandi, og sérstaklega Lundún- um. Menn óttuðust mjög afleið- ingarnar. Yfirherstjórn banda- manna dró enga dul á það, að leynivopn Hitlers kynni að valda því. að innrás Bandamanna gætí tafizt, ef ekki mistekist og að enda- lok stríðsins myndu dragast mjög á langinn, væri ekki unnt að gera viðeigandi ráðstafanir. Beztu njósnarar leyniþjónust- unnar voru sendir af stað. Lund- únir vildu vita allt um hinar hræðilegu eldflaugar, um fram allt var nauðsynlegt að vita, hvar þær væru staðsettar. Þar var um líf og dauða að tefla. Bretland hafði vissulega verið illa á vegi statt eftir uppgjöf Frakka árið 1940, þegar þýzk innrás var fyrir dyrum. Nú voru aftur slæmar blikur á lofti. Á þessum þýðingarmiklu og al- varlegu tímum varð ósköp venju- legur maður, hugaður og vilja- sterkur franskur maður á fimm- tugsaldri, til þess að snúa rás viðburða Bandamönnum og frelsis- unnandi þjóðum í hag. Hver kann- ast við nafnið Michel Hollard í dag, árið 1963? Mjög fáir. Nöfn úr síðari heimsstyrjöldinni, sem festst hafa í hugum manna, eru nöfn háttsettu hershöfðingjanna, þeirra sem hlotið hafa mörgu og stóru heiðursmerkin, einkennisbúnu mann- anna, sem myndir voru birtar af á for- síðum stríðstímaritanna, nöfn manna eins og Rommels, Montgomerys, Eisenhowers og von Keitels. En mennirnir, sem börðust óeinkennis- klæddir, unnu orrustuna fyrir hershöfð- ingjana og lögðu sigurbrautir þeirra. Þess- ir sömu menn hverfa í fjöldanum, myndir þeirra sjást sem óskýrar myndir í bak- grunninum. Og þessi hafa orðið örlög Michel Holl- ard, sem árum saman var ógnarvaldur „der Wehrmacht" og SS og sem ef til vill fremur öllum öðrum mönnum ætti skilið ‘"'Mnn „bjargvættur Lundúna“. Það var

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.