Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Qupperneq 36

Fálkinn - 18.11.1963, Qupperneq 36
PANDA DG TDFRAMAÐURINN MIKLI Goggi hafði treyst á, að Piútanus kæmi þeim út úr fangelsinu, svo að hann var mjög dapur yfir að frétta, að töframaðurinn væri horfinn. „Það er auðveldara að komast inn í fangelsi,“ stundi hann, „heldur en komast út aftur.“ „Við hefðum átt að hugsa um það fyrr,“ svaraði Panda reiðilega. „Hvers vegna þurftirðu endilega að draga mig hingað?“ „Vertu rólegur, litli minn, svaraði Goggi. „Ég vil komast út,“ sagði Panda, og stappaði niður fótunum. „Ég hef ekki gert neitt af mér.“ „Þögn, ungi maður,“ kallaði velþekkt rödd að ofan. „Þú truflar innri hugleiðingar mínar með hrópum þínum.“ „Herra Plútanus,“ andvarpaði Panda feginslega. Töframaðurinn hafði setið öfugur á loftinu allan tímann, en engum hafði komið til hugar að leita hans þar. Plútanus gekk niður vegginn. „Þessi náungi virðist vera gæddur miklum hæfileikum,“ tautaði Goggi við sjálfan sig. „Það ætti ekki að vera erfitt að fá hann til að framkvæma nytsamleg störf. Ég verð samt að vinna traust hans fyrst.“ „Hvers vegna eruð þið komn- ir hingað til að trufla innri hugleiðingar mínar?“ spurði gamli maðurinn. „Ég leita einveru, því að ég er Plútanus, vörður hins innri heims.“ Ég veit það, herra Plútanus," byrjaði Panda, „en Gogga langaði til...“ „Þegiðu, litli minn,“ greip Goggi fram 1 og ýtti honum til hliðar. Hann sneri sér að Plúanusi og sagði; „Ég er kominn til að fylgja yður um hinn ruglingslega ytri heim, því að ég er Goggi góðgjarni, leiðsögumaður ferðamanna. Og hann fór að standa á höfði. „Um hvað ertu að tala?“ spurði Panda. „Og hvers vegna stendurðu á höfði?“ „En Goggi,“ kallaði Panda undrandi „Hvers vegna stendurðu á höfði?“ „Þegiðu,“ sagði Goggi. „Ég hef engan tíma til að svara heimskulegum spurningum, meðan ég er að innri hugleiðingum.“ „Hann talar eins undarlega og herra Plútanus,“ tautaði Panda. Vissulega fannst Gogga óþægilegt að standa á höfði, en þetta kom áætlun hans að gagni .... „Þér virðist vera sá fyrsti frá ytra heimi með rétt viðhorf til lífs- ins,“ sagði herra Plútanus skyndilega. „Ég fellst á að ráða yður sem leiðsögumann.“ „Jæja, ég vann traust hans fljótlega,“ sagði Goggi við sjálfan sig. „Vonandi gengur hinn hluti áætlunar minnar jafn vel. Tveir verðir, sem voru að kíkja inn í klefann, hristu höfuðið. „Kannski ættum við að sækja lækni," sagði annar. „Þessir náungar virðast dálítið skrítnir.“ 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.