Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 43

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 43
koma Eric að óvörum. Ég hef ekki einu sinni hringt til hans. Ég ætlaði að vera komin til ykkar og vera þar, þegar hann kæmi úr vinnunni. — Já, auðvitað! Var þetta ímyndun hennar, eða var ein- hver undarlegur, þvingaður, næstum æstur tónn í rödd Mollyar. — Taktu þér leigubíl og komdu strax! Ja — Norma, þú ætlar að búa hjá okkur, er það ekki? Ég á við, þetta er ekki bara stutt heimsókn, er það? — Jú, svo stutt, sem segja má að sé mögulegt, sagði Norma hlæjandi. Æ, ég veit vel, að Eric mun reyna að fá mig til þess að verða um kyrrt. En veiztu, — ég ætla að reyna að fá hann til þess að koma til New York með mér. Starf mitt Molly — þú veizt ekki hvað það er að verða umfangsmikið. En það útskýri ég nánar fyrir þér, þegar við hittumst. Er hún ók af stað — að því er henni fannst öfugu megin á götunni — í hinu gráa regni, minntist hún fyrstu heimsókn- ar sinnar til Lundúna. Hún og Eric höfðu komið þangað í brúðkaupsferð þeirra. Þá höfðu þau orðið að horfa í hvern ein- asta eyri. Þau bjuggu þá á hóteli í Chelsea. Það hét „Brúna akur- hænan". Þau bjuggu á fjórðu hæð, og „lyftan“ hafði alltaf verið í ólagi. En það var dá- samleg vika. Hún brosti, þegar henni varð hugsað til sjálfrar sín sem brúðar: fljótfær, feimin, með stór og glaðleg augu. Hún var háð Eric á svo mörgum svið- um. En það hafði margt breytzt síðan. Mjög margt . . . Húsið í grennd við Sloane Square var feiknastórt og eyði- legt, en elskulegheitin í mót- tökum Mollyar fóru ekki milli mála. — Ó, Norma, hrópaði hún og þrýsti henni að sér, en hvað það var dásamlegt að sjá þig. Ég var hrædd um að Eric yrði kominn á undan þér. Hann get- ur komið á hverri stundu. Ef þú vilt hafa fataskipti skaltu flýta þér. Ég læt töskurnar þínar í herbergið hans, það eru aðrar dyr til vinstri, þegar þú kemur upp stigann. Baðher- bergið er eins og þau, sem eru á söfnunum, en það er heitt vatn þar . . . Það er einkennilegt, hugsaði Norma, er hún gekk upp stig- ann, að þegar ég er komin hingað verkar þetta allt svo óraunverulegt, eins og ég og hin öll séu leikendur á leik- sviði. Hún reyndi að gera sér grein fyrir því, hvers vegna henni fannst þetta, en án ár- angurs. Ef til vill hefur þetta verið of snöggt, hugsaði hún, ef til vill er ekki hægt að þjóta heimsálfanna í milli á einni nóttu, án þess að hafa eitthvað undarlegt á tilfinning- unni. Fiamhald í næsta blaði. Hinir vængjuðu prófessorar Framhald af bls. 23. hinar fólskulegustu árásir á rósir og túlipana í görðum þar sem hann hafi ekki haft neitt að reyta nema arfa. Ég held líka að krummi hafi þarna að nokkru goldið bróð- ur síns, þess er Björn á Bakka hafði tekið, en sá krummi var svo fullkomlega búinn að eyði- leggja rykti sinnar ættar með allrahandana prakkaraskap og hnupli og ærslum að bæjar- yfirvöldin hótuðu honum líí- láti — og varð það einmitt til þess að hann var sendur suður — en um leið var öllum tömd- um hröfnum synjað um lög- heimili á Nesi. Það varð því úr, þegar haust- aði að og fækkaði þeim dögum sem Reynir gat haft krumma sinn í Melhvammi, að ég tók hann að mér. Ég hélt honum inniluktum tvo eða þrjá daga í kúahlöð- unni á hlaðinu, og það dugði til að koma honum í skilning um að nú væri hann orðinn heimilisfastur hjá okkur í Fannardal. Hann hélt sig að vísu ekki mikið heima við, því að þegar við komum á fætur var hann vanalega floginn af bita sínum í kúahlöðunni eitt- hvað út í buskann og lét ekki sjá sig allan daginn, en hann kom heim á hverju kvöldi. Og hann kom ævinlega á sama tíma, nákvæmlega klukkan 8. Þá smaug hann seskú inn um dyrnar á kúahlöðunni og sett- ist á bitann sinn. Ég gæti ekki sannara orð sagt þó að Guð sjálfur væri að spyrja mig út úr; krummi var svo harðná- kvæmur með þetta að það hefði mátt setja klukkuna eftir hon- um. Hann sló sér aldrei saman við meðbræður sína, og hafa þó margir þeir hrafnar, sem urðu á vegi hans á flakkinu um sveitina, án efa verið nánir ættingjar hans, svo að ekki var frændrækninni fyrir að fara- Ég held satt að segja að af öllum íbúum Fannardals, fleyg- um og ófleygum. hafi krumma mínum verið einna minnst um hrafnana gefið. Sigríður Zoéga segir mér að á uppvaxtarskeiði hans í Melhvammi hafi sér stundum virzt hann eitthvað taugabilaður, því að hann varð svo fátkenndur í háttum, hvim- aði í allar áttir og lúðraði að lokum undir bústaðinn, sem stendur á stultum, og kúrði þar kannski lengi dags. Og það var viss passi að þegar krummi litli hagaði sér svona, þá varð vart við hrafna einhversstað- ar á næstu grösum. Sigríður segir reyndar að ekki hafi þurft nema hrafn heyrðist krunka einhversstaðar í fjarska, þá hrökk krummi litli alltaf við. Svo að krunk hefur ekki allt- saman látið honum eins vel í eyrum hans og hans eigið krunk. Ég fékk mikið dálæti á krumma, því okkur hafði kom- ið svo dæmalaust vel saman strax fyrstu dagana meðan ég hafði hann inniluktan í kúa- hlöðunni. Þá tók ég hann oft í fangið og mælti við hann huggunarorð, en hann setti hausinn sinn svarta í hálsakot á mér. Ég hefði því gjarnan viljað vita meira af honum heima. En sennilega hef ég ver- ið ein um það. Tíkinni minni Freyju var meinilla við hann, og lágu til þess gildar ástæður, kisu sömuleiðis, svo ekki sé nú talað um fjórar hænur sem Erlendur vinur minn Stefáns- son frá Skálateigi hafði gefið mér. Þær urðu svo hræddar í hvert sinn sem krummi nálg- aðist bæinn, að þær unnu alveg bug á þyngdarlögmálinu og og flugu í Herrans nafni og fjörutíu inn í fjós eða fjárhús. Ég segi ekki að þær hafi alveg steinhætt að verpa meðan krummi hélt til hjá okkur, en víst er að hann örvaði ekki neitt tilþrif þeirra á því sviði. Annars var krummi vana- lega svo þreyttur er hann kom heim á kvöldin að hann sofn- aði án þess að skipta sér af einu né neinu. Þó kom hann stundum til mín á eldhúsglugg- ann, eftir að hafa hvílt sig um stund, hjó nefinu í glerið, krunkaði gott kvöld og spurði hvað væri að borða. Þá kast- aði ég einhverju út til hans, kjötmusli, súrvömb eða bút- ungsbita, og hann fór að narta í þetta. En ég sá brátt útundan mér að hann var farinn að blimskakka á mig augunum, og þegar hann þóttist þess fullviss að ég veitti sér ekki athygli tók hann trakteringarnar í gogginn og stakk þeim inn í grasið sem óx þarna hátt og þétt undir glugganum. Svo kom hann aftur á gluggann og sló goggn- urn í rúðuna og krunkaði eins og hann væri að segja: „Jæja, þá er ég búinn með þennan rétt, og kærar þakkir fyrir. En er ekki tvíréttað eins og venjulega?“ Og ég henti einhverju öðru út til hans, og hann fór allt að einu með það. Hann fór mjög snyrtilega að þessu og gætti þess að á grasinu sæist engin bæling né nokkur önnur þau verksummerki sem gátu valdið því að Freyja, kisa eða aðrar óviðkomandi persónur fengju grun um að þarna lægju matvæli fólgin. Hinsvegar varð ég þess aldrei vör að krummi snerti aftur sjálfur það sem hann hafði falið, og þótti mér sennilegt að þarna væri hann að fylgja þeirri eðlisávísun sinni að gott gæti verið að hafa eitthvað matarkyns upp á að hlaupa á komandi vetri. Það fékkst þó aldrei upp- klárað hvort þessi tilgáta mín var rétt, því að örlögin réðu því að það varð aldrei neinn vetur í lífi þessa hrafns. Hann' var alltaf einhvern vegin upp á kant við tilveruna og hélt áfram að stofna til vandræða þar sem hann kom. Eitt kvöldið brá hann vana sínum og flaug ekki inn í kúa- hlöðuna heldur beint inn um eldhúsgluggann og settist á öxl mér skjálfandi og nötrandi. Hann hafði bersýnilega orðið mjög hræddur við eitthvað og hætti ekki að skjálfa fyrr en ég hafði setið með hann drjúga stund og strokið honum og tal- að við hann: „Krummi litli, kjáninn þinn, komstu hingað til mín inn til að horfa á huga minn hvort þig sál mín skilur? Harm þú dylur, hvergi er sannur ylur. Á svörtu nefi sé ég tár, senn þitt líður stundarár, mun þér unna maður fár, mun þér óvild granda. Vertu hjá mér vinur smár, vá býr til stranda, vá býr út til stranda.“ En hann sinnti ekki viðvörun minni. Fáeinum kvöldum eftir þetta kom hann ekki heim, og næsta dag frétti ég að hann hefði kjánazt út á Nes og verið skotinn úti á Bakkabökkum og jarðaður þar rétt fyrir utan kirkjugarðsvegginn, blessaður litli krummi minn. Hefði ég mátt ráða, mundi hann hafa verið jarðaður fyrir innan vegginn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.