Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 25
 kið á sér og var ósinkur á fé enda varð hann mjög vinsæll í samkvæmislífinu — allt þar til hann datt á bakið á sér hið seinna sinni. Það bar til með þeim hætti að hann var með gleðskap heima hjá sér á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi. Og þegar mikið fjör er komið í partýið, fer Bogi vinur minn að sýna loftfimleika og gengur eftir svalarhandriðinu, með þeim afleið- ingum, að hann datt niður — og kemur á bakið. Samkvæmt öllum reglum hefði Bogi ekki átt að standa upp aftur en hann er ólíkur flestum mönnum. Að vísu stóð hann ekki strax upp aftur heldur var fluttur á sjúkra- hús, þar sem hann lá nokkra mán- uði. Og þar átti seinni byltingin sér stað. Hann komst í kynni við einhvern söfnuð, eða söfnuðurinn við hann, sem sagði honum að hann hefði lifað synsamlegu líferni. Og þar sem Bogi er skynsamur strák- 1 ur þá sá hann þetta strax í hendi sér. Og þegar hann stóð upp aftur af sjúkrabeðinu þá seldi hann bílasöluna og sneri sér að málefnum ? safnaðarins. Stundum hitti ég Boga á förnum vegi og alltaf heldur hann yfir mér smátölu vegna míns syndsamlega lífernis. Og þetta samþykki ég allt fúslega um leið og ég held heim — mjög gætilega til þess að detta ekki á bakið. -•^K 1..... Mér finnst nú að þú ættir að hrósa mér fvrir að koma honum heim. Ég hef enga trú á því að þú reddir þessu! Ekki svona agalega mikla þingeysku, Fiddi! A tarna er skemmtiieg o^ijun á hjónabandi... bara að endirinn verði eins. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.