Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 13
var þá fyrst rofin, þegar síðasta skrefið í samgöngumálunum var tekið: Þegar flugvélarnar komu til sögunnar. Austan Öræfanna tekur við Breiðamerkursandur. Þar er enn eitt stórvatnsfallið óbrúað enn þá, Jökulsá á Breiðamerk- ursandi. En svo segja verkfróðir menn nú, að ekki muni hún verða varanlegur farartálmi og nú sé unnt að brúa hana, enda hafa allar aðstæður við ána breytzt mjög hin síðustu ár. Verður þess þá ekki langt að bíða, að ekki verði annars staðar skarð í vegarhringinn um ísland en milli Fljótshverfis og Öræfa. Eins og að líkum lætur eru þau vatnsföll eigi smá né frýni- leg, sem enn hamla því, að unnt sé að loka vegakerfinu um landið. Er þó mála sannast, að ekki eru Skeiðará og Núpsvötn alltaf ill yfirferðar, enda farið yfir bæði vötnin á stórum Og kraftmiklum bílum á vorin, þegar vel viðrar. En sá er hængur á þeim, að þau geta vaxið gífurlega er hlaup koma úr Vatnajökli. Þá byltast þau fram sandinn og eira engu, flæða yfir stórt svæði, bylta fram ísjökum og breyta um far- veg. Mikið hafa þessi hlaup að visu minnkað, frá því sem áður var, enda hefur jökullinn mikið dregizt saman, en enn myndu fáar brýr standast Skeiðará, þegar hún er í sínum yersta ham. En þótt svo erfiðlega gangi fyrir tækni nútímans að sigr- ®st á þessum vatnsföllum, hefur samt verið yfir þau farið ,frá ómunatíð. Fótvissu og þrautseigu íslenzku hestarnir börð- ust við þau og komust oft í krappan dans og höfðu sigur — .oftast. Nærri má geta, að það var ekki lítils virði íbúum á þessu landssvæði að eiga góða vatnahesta, enda hefur það Jöngum verið talinn betri kostur á hestum í Skaftafellssýslum að þeir væru traustir og hiklausir, en þeir gætu hlaupið smá- sprett hraðar en aðrir hestar. En fleira kom til en hestarnir. Ekki var sama, hver á þeim sat, og það sem var algerlega ófært flestum mönnum var fært einstaka manni. Og vatna- menn hafa löngum verið margir til góðir í Skaftafellssýslum, ekki síður en vatnahestar, enda var það krafa sjálfrar móður náttúru til íbúanna. En nú fer þessum gömlu ferðakempum fækkandi. Það er sjaldan lengur nauðsynlegt að kunna þá list að velja vöð á vötnum eða geta sundriðið straumþung jökulvötn. Skemmt leg list, að vísu, en lítið meira. Einstaka menn, sem kunna þessa list vel, eru þó enn þá á lífi. Á engan þeirra mun hallað, þótt fullyrt sé, að öldungurinn á Núpsstað, Hannes Jónsson póstur, sé þeirra kunnastur, og að verðleikum. Er við Runólfur ljósmyndari vorum á ferð austur í Skaftafells- sýslu í haust, datt okkur í hug að renna austur að Núpsstað og spjalla við Hannes, þótt við raunar vissum, að um fátt er honum minna gefið, en rifja upp svaðilfarir sjálfs sín og þá oft á tíðum naumu sigra, sem hann vann yfir ólmum stórfljótum. Það var bjart og fagurt veður, er við renndum í hlaðið á Núpsstað. Þverhnýptir hamrar gnæfa fyrir ofan bæinn, og úr þeim hafa mörg stór björg hrunið um dagana, og sum staðnæmzt ekki langt fyrir ofan bæjarhúsin á Núpsstað. í austri gnæfir Lómagnúpur, eitt tignarlegasta fjall á landi hér, upp af stuttum hlíðum rís standbergið nær 800 metra í loft upp. Framundan Núpum sér svo Öræfajökul, fannhvítan hið efra, hæsta fjall á íslandi. Óvíða mun að sjá fegurra bæjar- stæði á þessu landi, þótt mörg séu fögur, en slíkt er auðvitað alltaf álitamál, því hverjum þykir þar sinn fugl fagur. Við kvöddum dyra á Núpsstað. Út kom hvíthærður öld- ungur, með hvítt skegg, stakk örlítið við. Það er auðséð á honum, að erfið lífskjör og barátta við hamfarir íslenzkrar náttúru hafa sett á hann sitt mark. Þó mun ýmsum hafa farið svo, er séð hafa Hannes á Núpsstað á efri árum, að þeir bjuggust við að sjá meiri mann á velli, er þeir hittu þann mann, er um áratuga skeið barðist við verstu jökul- vötn þessa lands. Við bárum fyrst upp það erindi okkar að fá að líta á bæna- Framhald á bls. 40. Hannes á Núpsstað bendir á skarðið á Súlutindi þar sem hann fór á jökli þegar Skeiðará hljóp haustið 1934.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.