Fálkinn - 18.11.1963, Side 19
Ó! Hann leit á hana stórum augum. Ó! sagði hann aftur,
í þetta skipti heldur lægra.
— Hvað er þetta? Vissuð þér ekki að hann væri kvæntur?
— Jú, jú, sagði Bill Truslow. Jú, það vissi ég auðvitað.
Það er ábyggilega þess vegna, sem mér fannst við hafa sézt
áður, bætti hann við í flýti.
Norma Maxson hnyklaði hinar dökku augabrýr sínar dá-
lítið. Hvers vegna var hann orðinn svona þögull? Aðeins af
því að ,,bráðin“ hans hafði reynzt vera gift kona? Eða hafði
hann haldið að eiginkona Eric Maxson væri lítil og ósjáleg?
Ef til vill var það ástæðan, hugsaði Norma gröm. En hún
sagði mjög rólega: — Leit hann út fyrir að hafa það gott,
síðast þegar þér sáuð hann?
— Já, já, ágætt, sagði Bill Truslow einlæglega. Hann býr
hjá Pete og Molly Cavanagh, en það vitið þér auðvitað. Stórt
gamalt hús nálægt Sloane Square. Ég borðaði hjá þeim fyrir
nokkrum vikum. Hann hikaði. — Ætlið þér líka að búa þar?
Það var eitthvað í rödd hans, sem kom Normu til þess að
líta upp. Það var eins og eitthvað væri ekki eins og það
ætti að vera í húsinu í grennd við Sloane Square, eitthvað,
sem Truslow vissi, en hún ekki — Já, ég ætla mér það, sagði
hún snöggt. Molly hefur oft skrifað mér og boðið mér að
koma, allt síðan Eric flutti til þeirra. Hann er búinn að búa
Framh. á bls. 42.
FÁLKINN 1 )