Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 16
RAYMOND RADIGUET er veikt komlzt af án þess að gera ein- hvers konar kröfu til Mörtu. Og eins og til að hafa þann rétt var ég reiðubúinn að elska mik- ið, jafnvel þótt ég iðraðist þess. Ég girntist Mörtu, en þetta vissi ég ekki. Þegar hún svaf svona með höfuð sitt á handlegg mínum, hallaði ég mér fram til að horfa á andlit hennar, sem bjarminn af eldinum féll á. Þetta var hættulegur leikur. Dag nokk- urn kom ég of nálægt, þó að andlit mitt snerti ekki hennar andlit, og mér fannst ég vera eins og nál, sem fer millimeter inn á bannsvæði og verður bráð segulstálsins. Er það seglustálinu eða nálinni að kenna? Þannig var það, að ég lct varir mínar á hennar varir. Augu hennar voru lokuð, en ekki eins og í sofandi mann- eskju. Ég kyssti hana, þrumu lostinn yfir eigin dirfsku, þegar það var eiginlega Marta, sem hafði dregið höfuð mitt niður að munni sínum. Hinar tvær hendur hennar héldu um háls minn, þótt hún hefði verið í sjávarháska hefði hún ekki haldið sér fastar. Og ég vissi e’cki, hvort hún vildi láta mig bjarga sér eða hvort hún vildi, að við drukknuðum saman. Svo settist hún upp, tók höf- uð mitt í kjöltu sína og gældi við hár mitt. Aftur og aftur sagði hún blíðlega við mig: „Þú verður að fara burt og koma aldrei aftur.“ Fyrir mitt leyti þorði ég ekki að segja þú við hana, og þegar ég gat ekki lengur þagað, valdi ég orð mín varlega og myndaði setnignar mínar þannig, að ég þyrfti ekki að ávarpa hana beint, ef ég gat ekki sagt þú, þá gat ég enn enn siður sagt þér. Tár mín brenndu mig. Ef eitt félli á hönd Mörtu, bjóst ég við að heyra hana gráta upphátt. Ég álasaði sjálfum mér fyrir að hafa rofið töfrana, sagði við sjálfan mig, að ég hefði verið brjálaður að þrýsta vörum mínum á hennar varir, en gleymdi, að það var hún, sem hafði kysst mig. „Þú verð- ur að fara og koma aldrei aft- ur.“ Tár reiði minnar blönduð- ust tárum sorgarinnar. Þannig meiðir hinn fangaði úlfur sig eins mikið á sínu eigin æði eins og á snörunni. Hefði ég talað, hefði það verið til að móðga Mörtu. Þögn mín olli henni á- hyggjum, hún túlkaði hana sem reiði. „Fyrst það er of seint,“ hélt ég að hún væri að hugsa (og ég hafði kannski ekki á svo röngu að standa, þegar öllu var á botninn hvolft, í óréttlæti mínu), „er ég ánægð að hann skuli þjást svolítið". Ég skalf fyrir framan eldinn, og tenn- urnar glömruðu í höfði mér. í viðbót við raunverulegar raun- ir mínar, sem spruttu af barna- skap, komu barnalegar tilfinn- ingar. Ég var áhorfandinn, sem vildi ekki fara vegna bess að honum féll ekki uppsögnin. Ég sagði við Mörtu: „Ég fer ekki. Þú hefur verið að gera grín að mér. Ég vil aldrei sjá þig framar, sjá þig.“ Ef ég vildi ekki fara heim til foreldra minna, þá vildi ég ekki heldur sjá Mörtu. Ég hefði heldur rekið hana út úr henn- ar eigin húsi. En hún snökkti: „Þú ert barn. Þú skilur ekki, ef ég bið þig að fara, þá er það af því að ég elska þig.“ Ég sagði henni fullur fyrir- litningar, að ég skildi mjög vel, að hún hefði skyldum að gegna og að eiginmaður hennar væri í stríðinu. Hún hristi höfuðuð: „Áður en ég kynntist þér, var ég hamingjusöm, ég helt, að ég elskaði unnusta minn. Ég fyrir- gaf honum það að skilja mig ekki. Það varst þú, sem sýndir mér, að ég elskaði hann ekki. Skylda mín er ekki sú, sem þú heldur. Hún er ekki sú, að ég megi ekki skrökva að eigin- manni mínum, heldur sú, að ég má ekki skrökva að þér. Farðu og haltu ekki, að ég sé gölluð kona, þú munt fljótlega gleyma mér. Ég vil ekki eyðileggja líf þitt. Ég græt, af því að ég er of gömul fyrir þig.“ Þessi ástarjátning var háleit í barnaskap sínum. Og hvaða ástríður sem fylgdu eftir, þá myndi ég aldrei verða fyrir þeirri aðdáunarverðu reynslu að sjá nítján ára stúlku gráta af því að hún væri of gömul. Bragð fyrsta kossins hafði valdið mér vonbrigðum eins og ávöxtur gerir, sem maður bragðar í fyrsta sinn. Það er ekki af hinu nýja, heldur af hinu vanalega, sem við höfum mesta ánægjuna. Eftir nokkur augnablik komst ég að því, að ég var ekki að- eins orðinn vanur munni Mörtu, heldur að ég gat ekki verið án hans. Og þá var hún að tala um að svipta mig honum að eilífu. Þetta kvöld gekk Marta með mér heim. Ég hjúfraði mig und- ir loðfeldi hennar og tók utan um mitti hennar til að vera nær henni. Hún sagði ekki lengur, að við mættum ekki hittast aftur, þvert á móti var hún hrygg yfir þeirri hugsun, að við yrðum að skilja eftir nokkur augnablik. Hún kom mér til að sverja heimskulega eiða. Þegar við komum að húsi föður míns, vildi ég ekki láta Mörtu fara eina, svo að ég gekk heim með henni. Þessi barna- legi leikur hefði getað haldið áfram í það óendanlega, því að hún vildi ganga aftur með mér. Ég samþykkti með því skilyrði, að hún gengi ekki nema hálfa leiðina. Ég kom hálftíma of seint í mat. Það var í fyrsta sinn. Ég sagði, að lestin hefði verið of sein. Faðir minn virtist taka þetta sem gott og gilt. Ég var léttur í lund núna og ég gekk eftir götunum sem í draumi. Fram að þessu hafði ég orðið að neita mér um allt, sem ég girntist, þegar ég var barn. Og á hinn bóginn, eyðilagði þakk- lætið fyrir mér öll leikföng, sem mér voru gefin. Hversu skraut- legt finnst barni ekki leikfang, sem það gefur sjálfu sér. Ég var ölvaður af ástríðu. Marta 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.