Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 9
SEM BJARGADI LUNDÚNUM hann, hinn óþekkti „monsieur Hollard“, sem fann staðinn fyrir norðan Rouen og Amiens, sem Þjóðverjar ætluðu að skjóta frá hinum hættulegu eldflaugum sínum til Lundúna. Það er honum að þakka, að fullkomnir uppdrættir yfir V-1 bækistöðvarnar bárust til Lundúna í ágúst 1943. Það var fyrir hans tilverknað, að RAF (Royal Air Force) flug- vélarnar gátu nokkrum dögum síðar varpað mörgum tugum tonna af sprengjum yfir hinar vel földu bækistöðvar Þjóð- verjanna, og þar með eyðilagt allar þeirra áætlanir um að buga Bretland með skyndiárás. Dulbúinn sem verkamaður læddist Michel Hollard inn fyrir gaddavírsgirðingarnar inn á bannsvæðið. Hann ók á undan sér hjólbörum með sementi. Þegar hann mætti vörðunum, heilsaði hann með hálfgildings hermannakveðju og hélt ró- legur áfram. Engan grunaði neitt og hann laumaðist meðal verkamannanna, sem þræluðu undir stjórn Þjóðverjanna. „ ... hann ók á undan sér hjólbörum, fullum af sementi...“ Þannig sá Hollard fyrstu V-1 eldflaugarnar; hann meira grun- aði en vissi, til hvers ætti að nota þær; hann sá þessa grind- palla,sem hölluðust allir í norðurátt — til Englands. Ungur verkfræðingur, André Comps, fékk seinna það verk- efni að afhjúpa til fullnustu leyndarmál Þjóðverjanna, eftir að Hollard, sem í rauninni var leiðtogi árangursríkustu njósn- arsveitar Bandamanna í Norður-Frakklandi, hafði rutt braut- ina. Það fór svona fram: Comps sótti um vinnu við skipulagn- ingu hins svonefnda Auffay-svæðis fyrir norðan Rouen, en en einmitt á því svæði var lögð öll áherzla á að fullgera bækistöðvarnar fyrir V-1 og V-2 eldflaugarnar. Hollard hafði valið Comps til þessa starfs vegna þess að hann var verk- fræðingur og var því fær um að gera uppdrætti af þessum Framhald á bls. 40. ■■■ ‘

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.