Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 6
Nú er að spyrna við fótum. Vikublaðið Fálkinn. Ég skrifa ykkur nokkrar lín- ur en verið getur að ykkur finnist ekki þær eiga heima í ykkar Pósthólfi og látið þið þær þá bara í körfuna, ef ykk- ur sýnist svo. Mér er sunnudagurinn 27. október s.l. minnisstæður fyrir tvennt. Um morguninn gat að líta í nokkrum dagblöðunum úrdrátt úr skýrslu þeirrar nefndar sem sett var á laggirn- ar til að rannsaka hið svo- nefnda Þjórsárdalshneyksli. Ljót skýrsla sem hefur að inni- halda dapran sannleika. Eftir hádegið þennan sama sunnu- dag flutti svo Dr. Björn Sigfús- son Háskólabókavörður erindi í erindaflokki útvarpsins um Árna Magnússon og talaði um manntalið 1703. Þetta vil ég þakka Dr. Birni. Mönnum kann í fljótu bragði að finnast þessi tvö mál nokkuð óskyld.manntalið og Þjórsár- dalsskýrslan. En ef til vill er svo ekki ef við gætum betur að þessu. Árið 1703 vorum við illa á vegi stödd. Eymd okkar og vol- æði var að ná hámarki. Föru- menn og niðursetningar voru ískyggilega há tala af heildar- tölu þjóðarinnar. Það var mikil vá fyrir dyrum og litlu mátti muna að þjóðin dæi út með öllu. Svo snúum við okkur að Þjórsárdalsskýrslunni 260 árum síðar á því herrans ári 1963 og hvernig er ástandið þá. Ég vona að menn kynni sér efni skýrslunnar og myndi sér skoðanir á þessum hlutum. Við höfum það efnalega mjög gott í þessu landi, nú á þessum tímum ólíkt sem var. En höf- um við það ekki gott; að sumu leyti of gott? Hefur ekki eitt- hvað orðið útundan? Dr. Björn vék að því í er- indi sínu að rannsóknir á ástandi íbúa lægju betur við í litlum löndum en stórum. Og þá mætti ef til vill leggja þá spurningu fram hvort ekki sé betra að ala upp litlar þjóðir en stórar. Ég trúi því ekki að ef við tökum öll höndum saman þá getum við ekki komið í veg fyrir að sagan úr Þjórsárdal 1963 endurtaki sig. Og ég veit ekki ef satt skal segja hvort við eigum að byrja á börnun- um eða foreldrunum. Ég set ekkert nafn undir þetta spjall mitt enda skipta nöfn litlu máli heldur hitt að vandamálin séu tekin til um- ræðu og reynt að gera þeim einhver skil. Einn úr hópnnm. Svar: Viö viljum talca undir þau orð bréfritara að fólk kynni sér efni þessarar skýrslu. Annað bréf um sama efni. Kæri Fálki. Þá er hún nú komin skýrslan sem beðið hefur verið eftir, skýrslan um þau miklu ólæti sem urðu í Þjórsárdal um hvítasunnuna. Og eins og við var að búast þá er það margt sem kemur fram í þessari skýrslu. Hvað athyglisverðast finnst mér um stúlkuna sem svaf í varðstofu lögreglunnar á Selfossi. Sautján ára var hún og var tekin úr umferð ofur- ölvi. Þegar hún hafði sofið úr sér vímuna var hringt til föður hennar en hann vildi í engu sinna henni né veita aðstoð. Þokkalegt það. Ég gat því miður ekki komið því við að vera viðstaddur þessi miklu hátíðahöld en en mikið held ég að það hljóti að hafa verið gaman. Ég er nefnilega á því að á svona sam- komu lærir maður hvernig mað- ur á ekki að hegða sér og þá er til nokkurs unnið. Það mætti kannski halda fleiri slíkar svona til kennslu í þessum efn- um. Nefndin hefur komizt að sínum niðurstöðum og hvað at- hyglisverðast finnst mér þar sem segir svo í skýrslunni; Skipuleggja þarf aukna fræðslu handa foreldrum og öðrum uppalendum um holla uppeldis- hætti og þá ábyrgð, sem á þeim hvílir gagnvart barninu. Þá höfum við það og þá er rétt að byrja. Með beztu kveðjum. Ó. M. Svar til Siggu: ÞaS getur veriO Sigga aö svariO til þín komi nokkkuö seint en við því er ekki að gera þar sem blaðið er unniö svo langt fram í tímann. Þess vegna er óvlst aö þetta svar hjálpi þér nokkuö í málinu enda takmarkaö sem viö getum hjálpaö þér. Þú segist ekki vera feimin að eölisfari og viö sjáum ekki ástœöu til aö þú sért þaö í þessu máli fremur en öörum. Þú skalt bara rœöa máliö viö strákinn og vita hvort ekki fæst botn l þetta allt saman. Og ef enginn fcest botn- inn þá er bara aö talca því. 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.