Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 30
LITL/% SAGAM EFTIR WILLY BREIIMHOLST GORILLUAPINN Þetta hafði verið áfall fyrir mig. Ég fann að ég var enn fölur, en bældi þessa tilfinn- ingu niður, þegar ég opnaði dyrnar og gekk inn í dagstof- una til að færa Marianna fregn- ina. — Hryggurinn, sagði ég rámur, hann er skakkur. Ég á við, að ég sé með hrygg- skekkju. — Hvað segirðu? — Já, hann gat alveg séð það, sagði hann. Hendumar á mér eru alltof langar ____eða réttara sagt, þá eru fæturnir á mér alltof stuttir, og þess vegna líta hendurnar á mér út fyrir að ▼era allt of langar fyrir líkam- ann. Mér hafði sjaldan fundizt ég jafn vesæll, eins og þar sem ég stóð á miðju gólfteppinu og stillti mér upp fyrir framan Marianne með hendurnar hang- andi niður með siðunum. — Finnst þér .... muldraði ég niðurbælt .... líkist ég Górilluapa? Marianne lagði frá sér viku- blaðið, og horfði rannsakandi á mig. — Sagði hann það? — Nei, ekki beinlínis. En ég fann það á honum, að hann hugsaði eitthvað í þá áttina. Segðu mér nú meiningu þína án þess að draga nokkuð undan; Líkist ég górilluapa? — Ég hef nú aldrei hugsað almennilega út í það, en það getur svo sem verið, þegar mað- ur horfir almennilega á þig, að .... þú getir verið gamall hrumur górilluapi, þó að þú sért nú ekki mikið fyrir að prila í trjánum eða þess konar. — En ég verð að segja, að stundum hagar þú þér, eins og þú værir ekki mennskur maður. — Takk fyrir! Hún þagði, ég reyndi að lyfta öxlunum örlítið upp á við og ýta jakkaermunum niður, til þess að hendurnar á mér virt- ust eins stuttar og mögulegt væri. — Þarna sem þú stendur, er það staðreynd, að þú líkist apa. Hvað sagði hann fleira? Tal- aði hann nokkuð um hvað þú værir feitur? — Nei, laug ég. Ég gat ekki fengið mig til að játa, að hann hafði líka ymprað á því að ég væri tuttugu kg. of þungur. Og ég vildi ekki held- ur minnast á, að hann hefði sagt, að ég væri með innfallinn brjóstkassa. En það var nú ekk- ert. En þetta, að ég væri með of langar hendur, angraði mig óskaplega. — Heyrðu mig, sagði ég, ef ég hefði ekki sjálfur spurt þig að því, hvort ég líktist apa, hefðir þú aldrei byrjað að hugsa um, að ég... nú já, sem sagt að ég líktist apa. Sem sagt, að þetta er tóm vitleysa. Auðvit- að líkist ég ekki górilluapa. — Þetta var líkt þér, þegar:.. — Vitleysa! Hefur þú aldrei séð apa? Svona ganga górillu- apar......Ég beygði mig fram, lagði höfuðið eilítið aftur, beygði hendurnar inn, gerði mig vel hjólbeinóttan og hopp- aði yfir gólfið, en varð þá var við óskýrt hljóð. í sömu andrá var hurðinni lokið upp. Þetta var Benni. — Pabbi, sagði hann, viltu poka af möndlum? Ég hlykkjaðist upp. — Hvað meinar þú með því, strákur? — Já, ertu ekki að leika? — Ég veit bara að hún mamma þín, hvernig .... Nú tók Marianna fram í. — Pabbi þinn er utan við sig í dag. Hann var nú líka að fá að vita, að hann væri með hryggskekkju, of stutta fætur, of langar hendur — og full- vissu um að hann væri allvega 20 kg. of þungur! — Sagði læknirinn þetta? — Nei, klæðskerinn hans! Hann var var einmitt að koma frá því að láta taka mál af sér .... og þetta var hræðilegur klæðskeri, hann sér aldrei nema verstu gallana hjá fólkinu með- an hann er að sauma á það föt- in. Sem sagt farið alltaf til fag- mannsins! Fötin skapa mann- inn. Marianna brosti uppörfandi til mín. — Svona upp með brosið .... konungur kónga! sagði hún og hló. — Grrrrrr! urraði ég og snéri mér að henni og sýndi tennurn- ar á ekta górillaapa, þar á eftir gekk ég út til að hringja í klæð- skerann til að vita, hvort fötin væru ekki bráðum búin. dO FÁLKINN ' \ • Willy Breinholst*

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.