Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 38
meira í garði liaiii. Við Rudy ræddum um þetta og komumst að þeirri niðurstöðu, að við yrð- um að spyrja Fred um skotið. Við töldum víst, að hefði hann s'.cotið Coru inni í húsinu, hlytu að sjást einhver ummerki. Fred var alveg eins önugur og venjulega. Það eina, sem ann vildi segja, var það, að okkur kæmi ekkert við, hvað hann hefði grafið í garðinum sínum. Hann sagðist hafa skot- ið rottu í svefnherberginu sínu, og það væri það, sem fólk hefði heyrt. Rudy bað um að mega líta inn í svefnherbergið, og Fred leyfði honum það. Öll rúmföt höfðu verið tekin úr rúminu, og Rudy spurði Fred, hvað hefði orðið af þeim. Fred brosti dálítið, þegar hann svaraði Rudy: — í fyrsta lagi held ég, að þér komi það ekkert við. f öðru lagi hélt ég, að þú vissir orðið, hversu dýrt það er fyrir lögfræðing að vera of forvitinn. Rudy varð eldrauður af vonzku og sagði: — Fred, ég skal vera hreinskilinn við þig. Ég hef grun um, að þegar þú grófst í fyrra skiptið, hafir þú verið að undirbúa verknaðinn. Ég held, að þú hafir reiknað með, að við gengjum í gildru þína og við myndum halda okk- ur í hæfilegri fjarlægð næst og ekki rannsaka málið. En ég skal segja þér dálítið, Fred Beasly. Ég er opinber ákærandi á þess- um stað, og ég hefi í hyggju að gera skyldu mína til hins ýtr- asta. Fi-ed horfði beint í augu hans og sagði: — Þú getur alveg sleppt því að halda kosninga- ræðu í mínu húsi. Ég kýs þig ekki að heldur. Mér sýndist Rudy geta sprungið 1 loft upp á hverri stundu. Hann sagði; — Fred, ég læt þig ekki leika aftur á mig. Ég vil fá að vita, hvað þú hefur gert við rúmfötin úr þessu rúmi. Ég óska skýringar á því, sem líkist kúlufari í dýn- unni, og ég vil fá þessa skýr- ingu núna. Mjög rólega svaraði Fred: — Ég skal segja þér það, herra opinberi ákærandi. Það er eins og ég sagði. Ég skaut rotttu hérna inni, og eftir það litu rúmfötin ekki sérlega vel út, Þess vegna brenndi ég þeim. Heldurðu ekki að þú ættir held- ur að fara aftur á skrifstofuna þína og fara að ákæra fólk fyrir að hafa lagt bílnum sín- um of lengi? Það er víst í því, sem hæfileikar þínir njóta sín bezt. Rudy snerist á hæli og gekk út úr herberginu. Hann sagði víst nokkur orð til viðbótar á meðan hann þaut niður stigann og tók tvö þrep í hverju spori, og flýtti sér út úr húsinu. Ég elti hann og heyrði hlátur Freds að baki mér. Rudy arkaði upp götuna, miklu hraðar en ég var vanur, og það leið dálítil stund, unz ég komst að hlið hans. Þegar ég náði honum, var hann enn svo æstur og reiður, að mér gekk illa að fylgjast með því, sem hann sagði. En innihaldið var það, að nú var hann viss um, að Fred hafði einhverju að leyna. Honum fannst það ekki líta mjög sennilegá út, að hann hefði skotið rottuna í rúminu, og hann var viss um, að þar byggi eitthvað meira undir. Ég reyndi að róa hann, en hann var allt of æstur. Hann var viss um að Fred væri að gera gys að honum, og það féll honum hvergi nærri vel. Rudy leit inn í keiluspils- klúbbinn hvern morgun, til þess að forvitnast um, hvort ég hefði frétt nokkuð nýtt. Það hafði ég ekki, enda reyndi ég ekki mik- ið til þess. Á hverjum degi sá ég Molly fara á skrifstofu Ru- dys og þar dvaldi hún í klukku- stund í hvert skipti. Ég geri ráð fyrir að hún hafi talað um Beasly-málið, eins og þau köll- uðu það. Hvert skipti, sem Molly sá mig, sagði hún mér, hvaða álit hún hefði á lögreglu- stjóra, sem léti „bandóðan morðingja“ leika lausum hala í bænum. Það liðu tvær vikur, án þess að Cora Beasly léti sjá sig. Molly var búin að rausa út um allan bæ, og fólk var farið að fá áhuga fyrir málinu. Það var lagt hart að mér að gera eitt- hvað, en ég sagði alltaf, að ég hefði enga sönnun fyrir því, að glæpur hefði verið framinn. Þrem vikum eftir að skotið hafði heyrzt, gröfin verið tekin og Cora Beasly horfið, ákvað Rudy að hefjast handa. Hann dró mig út úr keilsuspilsklúbbn- Um og sýndi mér nýjan dóms- úrskurð. Ég reyndi að fá hann ofan af þessu, því að ég hafði grun um, að maðkur væri í mysunni. En Rudy vildi ekki hlusta á mig. Hann var mjög æstur og krafðist þess að við opnuðum nýju gröfina strax. Ég náði í vitnin og við geng- um heim til Freds síðdegis þann sama dag. Molly hafði breitt fréttina út um allan bæ, og margt fólk hafði safnazt sam- an. Flestum búðum í bænum var lokað, svo allir gætu verið við. Molly hafði boðið nokkr- um konum í te, svo þær hefðu gott útsýni yfir uppgröftinn úr stofuglugganum hennar. Ég hefi aldrei séð svona margt fólk samankomið, síðan haldið var upp á hundrað ára afmæli bæj- arins árið 1938. Ég lét karlana byrja að grafa, og við fundum dálítið, þegar við vorum komnir tvö fet niður. Það var lík, sem þegar var byrjað að rotna. En það var lík af rottu, með kúlufari í gegn.. Mig grunaði að þetta yrði allt, sem við fyndum, en karlarnir héldu áfram að grafa. Seinna um daginn var gryfjan orðin sjö fet á dýpt. Þá kom- um við niður á leirlag, sem var grjóthart. Það var bersýnilegt, að dýpra hafði Fred ekki getað grafið. Rudy var náhvítur, þegar hann sagði okkur að hætta. Við fylltum gröfina, og þegar við ætluðum að fara að koma okk- ur af stað, kom hinn orðhvassi, ungi lögfræðingur Freds gang- andi að húsinu. Þá var ég viss um, hvað myndi gerast næst í málinu. Það getið þið ábyggileega reiknað út líka. Fred höfðaði mál á nýjan leik. í þetta skipti var dómarinn hvítglóandi. Hann leyfði Rudy næstum ekki að verja sig neitt. Allir bæjarbúar voru mjög æstir út í Rudy. Þeim fannst hann ofsækja Fred. Kviðdómendurnir voru fjórar mínútur að komast að niður- stöðu. Eins og allir voru raun- ar vissir um fyrirfram, fékk Fred gífurlegar skaðabætur. Rudy var dæmdur til að borgai honum 5000 dollara og hið opin- bera 20.000 dollara. Fred kom göfugmannlega fram. Hann sagði að þar sem aðeins væru 7000 dollarar í bæjarsjóðnum, þá myndi hann aðeins taka þá, og fá afgang-: inn greiddan á næstu árum. Hann lét Rudy skilja, að ef hann vildi segja starfi sínu lausu og fara burt úr bænum, skyldi hann gleyma þessum 5000 dollurum. Tveim dögum síðar fór Rudy, og það síðasta, sem við fréttum af honum, var, að hann ynni fyrir ríkisstjórn- ina í Washington. Coru Beasly skaut upp, viku eftir réttarhöldin. Umtalið um málið tók að hljóðna, og þegar uppvíst varð um hneyksli þar sem kórstúlka og leikprédikari áttu í hlut nokkrum mánuðum síðar, féll Fred Beasly málið í gleymsku. Allt var með ró og spekt I bænum í fimm mánuði, þá byrj- aði fólk að pískra aftur. Ná- grannakona Freds, hún Molly, hvarf, og ný gröf sást í garði Freds. Það var heilmikið talað, en auðvitað þorði enginn að að- hafast neitt. Ég ætlaði alls ekki að hafa nein afskipti af hinni’ Framhald á bls. 40. ' 'I . f; 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.