Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 26
Loks kom ég að húsinu, þar sem ég var fædd, það var þarna snyrtilegt og brúnt og virðulegt sem fyrr, gluggar og útidyr voru einföld og í samræmi og gáfu húsinu ásjónu — ásak- andi ásjónu. Garðurinn fyrir framan það var jafnsnyrtileg- ur og vel hirtur sem fyrr. Það voru aðeins gluggarnir sem báru merki hnignunar. Mér stóð stuggur af þessum erfiða fundi, en um leið og ég hafði gengið í gegnum hliðið, var ekki unnt að snúa við. X. Dyrnar voru opnaðar og pabbi stóð fyrir framan mig. hann sýndist mjög hár, því að hann stóð einni tröppu ofar, og andlitið var miklu ellilegra en mig minnti. — Góðan daginn, pabbi, ert þú ekki á skrifstofunni? Ég komst að því, að ég gat varla talað. Hjarta mitt barðist svo ákaft, að hin heimskulegu orð heyrðust varla. — Ég var heima, af því að ég vonaði að þú kæmir, útskýrði hann einfaldlega. Hann tók eitt okref til hliðar og ég gekk inn i forstofuna. Eiginlega hafði ekkert breytzt, en það voru eng- in blóm, spegillinn var rykugur og teppið virtist skítugt. — Ég hefði eiginlega átt að gera hreint, tautaði pabbi, þeg- ar hann sá augnaráð mitt. — Komdu með út í garð, hann er ekki í niðurníðslu. Honum hafði alltaf fundizt garðyrkjustörf skemmtileg og mér hafði dauðleiðst oft að hlusta á hann tala um blaðlús og fleiri plágur, sem herjuðu jurtirnar. Nú, þegar ég hafði ekki haft garð svona lengi, fann ég til heimþrár, þegar pabbi gekk á undan mér niður bakstigann, og ég sá hnapp af narcissum og túlípönum, sem skutu kollinum upp úr gras- sverðinum undir blómstrandi perutrénu. Þegar við gengum niður stigann, braut ég grein af og andaði að mér ilminum. Þegar ég rétti úr mér, sá ég, að pabbi horfði í aðra átt. — Ég hélt að frostið dræpi laukana, sagði hann — en þeir voru bara svolítið seinna á ferð- inni. Horfðu á túlípanana. Ekki eitt blað visið. Það sama á við um hinar plönturnar. — Þær eru fallegar. Ég ætl- aði að beygja mig aftur til að þefa af þeim, en pabbi stöðvaði mig með því að reyta eina. Æ, ekki reyta þær. Það er synd. — Við setjum hana í vatn, við þörfnumst blóma í húsið. Svo sagði hann: — Við fáum okkur sæti, þú lítur út fyrir að vera þreytt. Er ekki of kalt fyr- ir þig? — Nei, þetta er indælt. Við settumst. Ég gat ekki sætt mig við, að hann skyldi ekki hafa farið á skrifstofuna. Það virtist óeðlilegt. — Það er gott að vera búinn að fá þig hingað, sagði hann. — Þakka þér fyrir, sömuleið- is. Við brostum hvort til ann- ars. — Hann hefur verið mér reglulega góður. — Og húseigandinn er ljótt, gamalt skass. Gott, að þú skul- ir ekki hafa orðið fyrir óþæg- indum. — Þeim hef ég orðið fyrir við og við. Hann stóð boginn yfir elda- vélinni og hrærði í pottinum. Þú segir að herbergið þitt sé gott, en svo stórt getur það ekki verið. Ekki nema fyrir einn. Þetta var í fyrsta skiptið, — Líður þér vel? Þú lítur vel út, það verð ég að segja. Þeir hafa svo fallega kjóla núna. Hann rétti fram höndina til að koma við efnið, og ég sá að hönd hans skalf. Við reynd- um örvæntingarfull að halda samtalinu við líði. Við minnt- umst ekki á barnið. — Viltu mat? spurði hann að lokum. — Klukkan er meira en tvö. Þú hlýtur að vera svöng. Nei, ekki svo mjög. En þú? — Ég hefði ekkert á móti matarbita. Sittu hérna útí í hinu tæra lofti, ég skal fara og sækja eitthvað. — Nei, lofaðu mér að vera með og hjálpa til. Við fórum inn aftur. Það var svo margt áríðandi að tala um, að mér fannst að við gætum ekki haldið svona áfram. Ég vissi bara ekki, hvernig ég átti að byrja. — Það er undarlegt hús, sem þú býrð I, sagði hann skyndi- lega. — En þú sást ekki herbergið mitt. Það er ekki eins og hin. — Mér líkar ekki, að þú skul- ir búa í svona húsi. Þessi svarti maður. sem hann minntist á barnið og það óbeint. — NeL Hann rétti úr sér og horfði á mig með þreytulegum aug- um. — Það er bezt, að þú flytjir heim, ekki satt? — Þú hefur ekkert á móti því? — Ég vildi helzt að þú gerð- ir það. — Þú skuldar mér ekki neitt, pabbi. Þvert á móti. — Hver er að tala um að skulda? Ég fór með matinn út í garð. — Ég skal skammta, sagði ég og teygði mig eftir súpuaus- unni. — Nei, sittu kyrr og hvíldu þig, sagði hann. Ég horfði á, meðan hann jós upp súpunni á diskana án þess að sjá að þeir voru rykugir eftir að hafa staðið á hillu mánuðum saman og mér varð ljóst, að eini gallinn á pabba var sá, að hann var einmana. Hann hafði verið einmana ekki einungis eftir að ég flutti, heldur svo lengi sem ég mundi, alveg eins og ég yrði það, einnig eftir að barnið væri fætt. Allir, sem sakna maka, eru í raun og veru einmana. X. Ég fór aftur í leigubíl til hússins í Fulham. Pabbi krafð- ist þess, að ég tæki 1 eigubíl héðan í frá. Hann vildi strax koma með mér og hjálpa mér að flytja, en ég sagðist vilja gera það sjálf. Það var ekki unnt að kveðja L-lagaða herbergið á viðeigandi hátt, ef hann var þar. Einmitt þegar ég byrjaði að ganga upp hinn langa stiga, hrópaði Doris á eftir mér: — Halló Jane — það situr einhver og bíður eftir þér þarna uppi. Ég sagðist ekki vita, hve- nær þú kæmir heim, en hann vildi bíða — hann fékk lykilinn minn, ég hélt að þú hefðir ekkert á móti því. Það var Terry. Hann stóð upp úr hægindastólnum, þegar ég kom inn. — Góðan daginn, Jane, sagði hann og horfði fast á andlit mitt. — Hefurðu beðið lengi? spurði ég og settist á rúmið. — f klukkutíma. Þú verður að fyrirgefa, að ég skuli ekki hafa látið þig vita um leitina að vini þínum. Ég vildi bíða, þangað til ég hefði frá ein- hverju að segja. — Já. Ég setti strax alla af stað, sem ég þekkti. Það er und- arlegt, hvað útgáfuheimurinn er annars lítill. í mánuð kom ekkert fyrir. Svo var það einn hjá Hutchinsons, sem ég þekkti, og hann hringdi — það var í fyrra dag. Hann sagðist hafa fengið handrit af skáldsögu eftir byrjanda, sem héti Cole- man, Tobias að fornafni. Það var dálítið erfitt að fá vin minn til að segja heimilisfangið, en loks tókst mér að sannfæra hann um, að ég ætlaði ekki að stela frá honum hugsanlegri tekjulind. Það getur hinn ungi rithöfundur þinn annars orðið — það er víst eitthvað sérstakt við þetta byrjandaverk. Mér var illt í bakinu. Hend- ur mínar fóru sjálfkrafa að nudda það. Terry gekk um gólf. Svo stanzaði hann og horfði á mig: — Sjáðu nú, Jane — hvaða þýðingu hefur þessi maður ann- ars fyrir þig? Ég veit, að ég hef ekki rétt til að spyrja, en fyrir utan það, að handritið virtist gott, þá leit hann ekki út fyrir að vera.....Ég á við, að það veitir þér ekki neitt ör- yggi. — Haltu áfram. — Hann býr í litlum kjall- 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.