Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 22
Sigurður Norðfjörð „Ég liciti Sigiirður HVorðíjörð” Næst þegar ég fór að heimsækja Ragnhildi gerði ég lykkju á leið mína niður á innri bæjarbryggjuna, þar sem Dröfnin lá við hausinn, grá að lit og orðin dálítið þreytuleg. Dröfnin tilheyrir gamla bátaflotanum, þeim, sem ekki telst leng- ur þess verðugur að veiða síld, og var gerð út á snurvoð í sumar. Upp úr lúkarn- um kom allhrikalegur maður í heiðblárri kápu úr einhverskonar segldúk. Kápan hnepptist ekki til hægri, heldur vinstri, eins og tíðkast um kvenkápur, og var þetta þó svo gríðarleg flík að hún náði manninum langleiðina niður að ökkla. — Nei, gúmmorin, sagði hann. Þú ert þá loksins kominn austur til að skrifa ævisögu mína, helvízkur rokkurinn. — Hvað heldurðu sé hægt að skrifa eftir mönnum sem aldrei geta setið kyrr- ir á rassinum, sagði ég. Ertu ekki að fara út í kvöld? — Jú, þú kemur bara með. Ég er stjú- art hér um borð og ég skal láta þig fá eins elegant fæði hvunndags eins og étið var á sunnudögum á lystijoddinni sem ég var á í nítján hundruð tuttugu og fjögur, Morgan átti hana, milljónerinn. Fínn mað- ur. Flott. Hann átti líka járnbrautina frá Kaliforníu til New York. Það var nokkuð lengri járnbraut en sú, sem Jakob á Strönd fékk til að setja fram í bryggjuna hjá sér þegar Norðmennirnir fóru úr Hellisfirði í nítján hundruð og þrettán. Hveldurðu. — Nei, þú fyrirgefur Sigurður minn, en ég treysti mér ekki út á sjó með þér. Ég er hræddur um að ég hafi ekki nógu sterkan maga til þess. Mér er sagt þú sért andskotans eiturbrasari. — Hver segir það? — Þeir sem voru með þér á Þorsteini í vetur. — Siggi Jóns? Selfölgelig. Sá gamli banditt ætti nú bara að passa_____ — Það fylgdi sögunni að í einn túrinn þá hefðir þú ekkert tekið með nema tvo tunnupoka af tvíbökum. — Það er lygimál, sagði Sigurður og hló nú þessum sérkennilega ískrandi hlátri sínum, sem er í senn ofsafenginn og nið- urbældur eins og hlátur stráka sem hafa eitthvert afskaplega frumlegt prakkara- strik á prjónunum eða eru nýbúnir að ljúka því samkvæmt áætlun. Síðan bætti hann við: — Það var skonrok í öðrum pokanum! Við vorum komnir upp að mjólkur- stöðvarhúsi kaupfélagsins, þar sem tveir ungir menn voru að afgreiða mjólk í bát- ana. — Brúsana mína, sagði Sigurður. — Þeir eru ekki tilbúnir, sögðu pilt- arnir. — Ég heiti Sigurður Norðfjörð og heimta brúsana mína strax, sagði Sigurð- ur. — Þú heitir Siggi Nobb og færð ekki brúsana þína fyrr en röðin kemur að þér, sögðu þeir. — Ég kem eftir hálftíma, sagði Sig- urður, og ef þið verðið þá með svona kjaft og óforskömmugheit og ekki klárir með brúsana, þá tek ég bara versogúð út úr mér góminn og geri mig ljótan. Eftir þessa hótun lofuðu piltarnir að athuga málið. En við Sigurður gengum niður á götuna og fórum að rölta fram og aftur fyrir framan kaupfélagsbúðina. — Er þetta ekki sami gómurinn og þú varst með þegar við vorum saman á Goða- nesinu fyrir níu árum? spurði ég. Mér finnst ég kannast eitthvað við skarðið í honum. — Jú, sagði Sigurður. Maður hefur aldrei ráð á að láta klassa almennilega upp á sér kjaftinn. For exempel hef ég ekki ennþá getað fengið mér nýjan neðrigóm í staðinn fyrir þann sem hrökk út úr mér og á bólakaf vestur á Hala þegar við Dáni vorum að streða við að koma pokanum útfyrir. Ég frétti reyndar að þeir hefðu fengið hann í trollið hjá sér á Mánanum eða Fylki, einhverntímann rétt á eftir en fundizt hann svo Ijótur, að þeir létu hann strax vaða í sjóinn aftur. Það hefðu UNDIR FÖNN Bókarkaflar eftir Jónas Arnason • Næstu daga kemur á markaðinÆ ný bók eftir Jónas Árnason, er ber nafnið „Undir Fönn“. Megidefni bókarinnar er frásagnir Ragnhildar Jónasdóttur af lífiiiu á afskekktum, austfirzkum sveita- bæ, Fannardal, þar sem hún. bjó um skeið ein með dýrum sín- um. Hún lýsir þeim af fádæma næmum skilningi og skemmtilegri hugkvæmni, svo þau verða ekki síður lifandi persónur en það fólk, sem hún hefur kynnzt á langri lífsleið. En inn á milli frá- sagna Ragnhildar koma hressilegar lýsingar Jónasar Árnasonar á ýmsum mönnum austur á Nórðfirði, þar sem hann bjó um skeið og dvaldist í sumar við samningu bpkarinnar. Fálkinn hefur ver- ið svo heppinn að hafa fengið til Birtingar kafla úr tveimur síð- ustu metsölubókum Jónasar,i„Tekið í blökkina“ og „Syndin er lævís og lipur“, áður en þær komu út, og nú hefur Ægisútgáfan góðfúslega orðið við beiðni blaðsins um að fá að birta kafla úr þessari nýju bók Jónasar, sem eflaust mun ekki vekja minni athygli en hinar. Við birtum hér tvo kafla, annan framarlega úr bókinni, hinn úr síðasta hluta hennar. þeir auðvitað ekki gert ef ég hefði haft vit á að gera eins og Dáni ráð- lagði mér og auglýst eftir gómnum í útvarpinu. — En hvar fékkstu annars þessa kápu? Ljómandi er þetta falleg kápa, og hvað hún fer þér vel. — Já, sagði Sigurður, og nú ískr- aði aftur í honum prakkarahlátur- inn, svo að hann ætlaði varla að koma upp nokkru orði. Ég keypti hana á fornsölu í Hull. Hún er af gamalli enskri hertogafrú. En ég keypti hana þó först og fremmest af ættjarðarást — Ættjarðarást? — Já, fánalitirnir, forstár du. — Fánalitirnir? — Já, þessi bláa kápa, og svo hár- ið á hausnum á mér orðið næstum alveg hvítt, og þar á milli fésið á mér sem hefur verið svona eldrautt, síðan þessi sex ár sem ég var með norska hvalveiðiflotanum í Suður- ísnum. íslenzku fánalitirnir! Hveld- urðu. — Þú ert óborganlegur, Sigurð- ur Norðfjörð. — Já, af hverju skrifarðu þá ekki Framhald á bls. 42. Hinir væiigjuðu prúfcssorar — Er annars nokkuð eftir handa okkur að tala um? sagði Ragnhildur. — Já, sagði ég. Hrafnar. — Hrafnar, já auðvitað, sagði Ragnhildur. Hvernig getur staðið á því að ég er eiginlega ekkert farin að segja þér frá sjálfum speking- unum, sjálfum hinum vængjuðu prófessorum í ríki Fannardals? Þar er nú heilabúið heldur betur í lagi. Enda vissi Óðinn gamli hvað hann söng þegar hann valdi þá Hugin og Munin til að veita fréttastofu sinni forstöðu. En það er ekki aðeins djúphyglin og spádómsgáfan sem gerir hrafna frásagnarverða, heldur einnig og ekki síður uppátektarsemi þeirra og hvað þeir geta verið dæmalaust skemmtilegir. Þú manst eftir hon- um krumma litla sem ég sagði þér eitt sinn að þeir hefðu tekið úr laupnum sínum í Fannardal, og svo lenti hann til Reykjavíkur þar sem hann varð frægur á verzlunarmanna- hátíðinni í Tívolí þegar hann tók að sér fáein skemmtiatriði ásamt Brynjólfi Jóhannessyni. Það var Björn kaupmaður yngri Björnsson á Bakka sem ól upp þann hrafn, en þeir voru tveir bræðurnir sem þeir tóku úr laupnum í þetta sama sinn, og Reynir Zoega eignaðist hinn og hafði hann heima hjá sér úti á Nesi, og einnig og oftar við sumarbústað sinn í svo- nefndum Melhvammi skammt fyrir utan bæinn í Fannardal. Reynir og hans ágæta kona Sigríður Jóhannsdóttir ólu krumma auðvitað eins og kóngsbarn. Sigríður segir að á máltíð- um hafi Reynir oft haft hann á hné sér og matað hann með gaffli — gott ef ekki silfurgaffli. Krummi sýndi snemma mikinn tónlistaráhuga, og þegar Reynir var að spila á harmonikkuna sína, settist krummi á öxl honum, lygndi aftur augunum og hallaði undir flatt og opnaði gogginn upp á gátt eins og söngvari sem er að taka erfiðasta tóninn sinn í óperu. En það kom samt ekkert hljóð úr krumma. Hann opn- aði gogginn auðvitað til þess eins að heyra betur, svona álíka eins og ég ef ég þurfti að finna kindur eða eitthvað annað kvikt í myrkri. Þá gekk ég alltaf með opinn munninn, enda líki ég því ekki saman hvað heyrn mín var þá næmari en ef ég hafði munninn lokaðan. Og svona held ég það sé með alla fugla, menn og dýr. Sigríður segir líka að þessir konsertar hjá Reyni hafi verið einu stundirnar sem hún gat treyst því að krummi þegði, að minnsta kosti fyrstu vikurnar meðan hann var að stálpast. Endranær hafi hann verið krunkandi í tíma og ótíma, og var þetta málæði, að sögn Sigríðar, sá ljóðurinn á ráði krumma sem veldur því að hún treyst- ir sér ekki til að mæla skilyrðislaust með hröfnum sem heppilegum stofufuglum. Svo varð krummi alveg fleygur og fór að skoða sig um í heiminum eins og lög gera ráð fyrir, og þá fyrst byrjuðu nú vandræðin fyrir alvöru. Hann þurfti að koma á alla bæi í sveitinni, en þótti hvergi neinn aufúsugestur. því að margir urðu hræddir við hann, einkum kvenfólk og börn, og kom þá upp í honum krumma- eðlið sem lýsir sér í því að þeir geta aldrei stillt sig um að stríða þeim sem sýna ótta í návist þeirra og eru þá venjulega þeim mun ótuktarlegri sem við- komandi persóna er hræddari. Kaupakon- ur á engjum hér og þar út um sveitina munu oft hafa brugðið við eihs og kom- inn væri sólmyrkvi eða halastjarna þegar krummi sveif allt í einu inn á meðal þeirra, Eitt sinn er Zoega-fólkið hafði dvalið daglangt í Melhvammi, en krummi notað tímann á meðan til að bregða sér í vísitasíuferð, fékk Reynir fjórar hring- ingar við heimkomuna út á Nes um kvöld- ið, og voru þær allar út af þessu og hinu sem krummi hafði gert af sér á tiltekn- um bæjum. Ekki held ég að þar hafi verið um nein meiriháttar sakamál að ræða, en víst er að þeir sem hringdu, frábáðu sér allir frekari heimsóknir af hálfu krumma. Hér á Nesi þóttust víst ýmsir líka eiga 22 FÁLKINN Ragnhildur Jónasdóttir og Jónas Árnason inni í Fannardal. „Lítt’ á! — rjúpnalauf.“ í baksýn er bær- inn í Fannardal, og síðan sér alla leið inn á jökulinn Fönn, sem bókin dregur nafn sitt af. um sárt að binda af völdum hans, eink- um blómaræktendur, því að hin ættlæga skrautgirni krumma fékk oft útrás með þeim hætti að hann sleit upp fegurstu blómin úr görðum og var þetta auðvitað kallað skemmdarfýsn, þó að það hafi að sjálfsögðu ekki stafað af neinu nema list- rænni þörf. Annars segir Reynir, sem er gamansamur eins og hann á kyn til, að krummi hafi stundum verið kærður fyrir Framhald á bls. 43. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.