Fálkinn


Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 18.11.1963, Blaðsíða 18
§>másaga cftir Arthúr Gordon HELGARFRÍ Auðvitað hafði hún ferðast með flugvél fyrr, en samt var hún dálítið taugaóstyrk í dag, þegar hin stóra flugvél þaut áfram undir heiðskírum hausthimninum. Vertu sæl New York, sagði hún við sjálfa sig, gættu þín þangað til ég kem aftur. Hún fékk sem snöggvast talsvert samvizkubit, svo hún hnyklaði brýrnar. Var hún ekki á leið til Erics? Hún kom bókstaflega sagt fljúgandi í faðm manns síns í London. Þetta var svo sannar- lega ekki til þess að hafa samvizkubit út af né sjá eftir. Og svo hafði hún alls ekki misst starf sitt. Það myndi bíða eftir henni, þegar hún kæmi aftur til New York. Hún náði í púðurdósina sína og opnaði hana. Hún vissi að hún leit vel út, en hún vildi sjá það með eigin augum. Spegillinn í lokinu fullvissaði hana: Falleg augu, snoturt nef, óaðfinnanlegur litarháttur, kastaníubrúna hárið var slétt greitt aftur, enginn lokkur lafði út úr. Hún leit nákvæmlega út fyrir að vera það sem hún var, falleg kona, sem hafði vegnað vel á lífsleiðinni, var í góðri stöðu og þar að auki gift kona — trú og undirgefin kona Eric Maxson ráðunauts hjá NATO. Hún brosti og mundi nákvæmlega, hvernig hann hafði litið út, síðast þegar þau sáust, elsku góði Eric, traustur og vandaður. Hann hafði sagt henni, að hann hefði aftur verið fluttur til Lundúna: — Ég veit, að Það er ómögulegt fyrir þig að yfirgefa móður þína nú, ástin mín. En ef aðstæðurnar breytast — mundu þá að ég þarfnast þín enn þá meira en fyrirtækið, sem þú vinn- ur hjá. Kringumstæðurnar höfðu breytzt fyrir fjórum mánuðum, þegar móðir hennar dó. En á þessu tímabili hafði starf hennar orðið svo spennandi og tekið svo mikinn hluta huga hennar, að hún hafði dregið uppsögn sína á langinn. Hún hafði skrifað hana, en hún hafði aldrei afhent hana. Og nú var hálft ár síðan Eric fór. Auðvitað hafði hann beðið hana að koma. Hann myndi ábyggilega skamma hana eitthvað fyrir það að hafa ekki komið fyrr. En þegar hún hefði sannfært hann um það, hve ómissandi hún væri fyrir Reybine og Capes og hversu óskaplega heppin hún hafði verið þessa síðustu mánuði. .. Ó, þetta var dásamlegt starf. Til dæmis þessi ferð. Fjórum tímum fyrir hana hafði hún ekki haft neina hugmynd um hana. Þá hafði Chuck Reybine allt í einu stungið sínu fallega höfði inn í skrifstofu hennar. — Norma, hafði hann sagt, Maggie Randall átti að fljúga til London eftir Sopperto-skýrslunni, en þessi litli bjálfi er lögzt í inflúenzu. Svo þú verður að fara. Þú færð þrjá tíma til þess að útbúa þig. — Þrjá tíma! hafði hún hrópað upp. — En það get ég ekki! — Auðvitað geturðu það, hafði hann sagt. Farðu og komdu manní þínum á óvart, fáðu þér helgarfrí og komdu aftur ár- degis á mánudag. Og nú sat hún sem sagt hérna í flugvélinni. Þannig var starf- ið hjá Reybine og Capes. Henni varð litið í augu ungs manns, er sat hinum megin við ganginn og mændi á hana. Hann leit út fyrir að vera Englend- ingur. Hún horfði fast á móti, unz hann leit undan. Henni féll vel við, að menn dáðust að henni, en hún vildi að aðdáendur hennar héldu sig á mottunni. Þá mundi hún allt í einu eftir því, að hún hafði séð hann áður. Og þess vegna frysti hún hann ekki með augnatilliti sínu, næst þegar augu þeirra mættust. Andartaki síðar sat hann í stólnum við hlið hennar. 18 FALKINN llann hafði ekki kjsst liana og aldrei íyrr hafði liún |ir»ð svo að vera kysst. Ilann liafði ekki snert liana. en innra með henni var eitthvað, sem œpti á snertingu ltans Hann hét Bill Truslow, og hann var einnig á leið til Lundúna. Sem starfsmaður NATO varð hann að vera á einlægum hendingi milli Bandaríkjanna, Lundúna og Par- ísar. — Þetta er alls ekki svo slæmt starf, sagði hann. Ég er lengst af í Lundúnum. — Þekkið þér ef til vill Eric Maxson? spurði hún. — Hann starfar líka hjá NATO. — Eric? Auðvitað. Ég hitti hann mjög oft, hann er góður vinur minn. Þekkið þér hann líka? — Dálítið. Henni var skemmt. — Hann er maðurinn minn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.