Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 8

Fálkinn - 16.11.1964, Page 8
Saul bað anda forfeðra sinna að hjálpa sér að velja réttu leiðina. Og síðan hélt hann áfram. Eftir nokkra stund heyrði hann bílhljóð og gleði hans var takmarkalaus, þegar hann sá að bróðir Inyangas sat við stýrið og Nimrod við hlið hans. Rusty stöðvaði bílinn þegar hann kom auga á gamla og þreytta negrann. — Saul, hvað ertu að gera hér? — einn. Hvar er bróðir minn? — Nkosi, bróðir þinn bíður þín undir stóra trénu. Hann varð fyrir skoti, en hann er lifandi. — Varð hann fyrir skoti! Ó guð minn góður! Stígðu upp í bílinn og segðu mér allt af létta á leiðinni. Meðan þeir héldu áfram lýsti Saul hvað fyrir hafði komið ... og hann hefur misst mikið blóð, Nkosi. Hann er mjög sjúkur. Þeir sáu Andrew hvar hann lá endilangur við tréð. Rusty snaraðist út úr bílnum og beygði sig yfir bróður sinn. Hann lagði höndina á brjóst hans og sagði: — Hjartað slær. Saul kinkaði kolli. — Við björgum honum. Hægt opnaði Andrew augun. Hann sá sem í þoku og þarna var Rusty kominn. Hann hlaut að hverfa aftur. Hann var að dreyma... — Taktu þessu með ró, Andrew. Við verðum bráðlega komin til Lager II. — Þú ... Rusty? Ert þetta virkilega þú? — Já, það er ég. Nú skulum við bera þig inn í bílinn. — Fyrst verð... verð ég að fá að vita eitt... Er hún þarna ... í Láger II? Rusty leit á bróður sinn og meðaumkun og kærleikur speglaðist á andliti hans. Hann sagði rólega: — Já, Andrew. Alice Lang er þar. Hún bíður eftir þér. — Guði sé lof. Gefðu mér sígarettu, Rusty. Rusty hló. — Það er heilla- tákn. Ég skal meira að segja kveikja í henni fyrir þig. En síðan verður þú að bíta á jaxl- inn. Það verður sjálfsagt mjög sárt meðan við berum þig upp í bílinn. / Þegar sólin fór að skina bar Philemon út stól fyrir Alice. — Á ég að setja hann hér, Nkosikasi? Alice kinkaði kolli. Hún vildi fá að vera í ró. Hún hafði verið fegin, þegar Rusty kvaðst þurfa í FÁLKINN að bregða sér frá. — Ég verð að fara í rann- sóknarleiðangur eftir rigning- una. Vilt þú koma með? hafði hann sagt. — Nei, Rusty. Ég vil gjarna vera ein nokkra stund. — Ég verð sjálfsagt í burtu nokkra klukkutíma, sagði hann. Hann hafði viljað taka hana í faðm sér en hún hafði ýtt honum frá sér og undarlegur svipur var á andliti hennar. — Ég þekki þig ekki lengur, Við komum með hann hingað, hann er lifandi... Rödd Rusty titraði og hann sneri sér undan. — Hann hefur fengið morfín. Andrew hér? Alice reikaði í spori og fölnaði. Viðbrögð henn- ar virtust hleypa nýjum kjarki í Rusty og hann greip um hönd hennar. — Nú verður þú að hjálpa okkur. Við getum ekki flutt hann til beknis. Þú verður að vera sterk. Nú ert þú Alice hjúkrunarkona — skilurðu það! Hann sagði hvað Saul hafði tjáð sér meðan þau hjálpuðust að við að binda um sárin og hlúa að Andrew. Stundum heyrðu þau lágar kvalastunur. Hann var sér með- vitandi um mjúkar hendur og fagra rödd, hann fann að ein- hver hellti koníaki ofan í hann. i Hvað var það sem hann hafði viljað. Rusty — hvar var Rusty? — Reyndu að liggja kyrr, Andrew. Reyndu að sofa. Þér er óhætt núna. Rusty og ég SJÖTTI HLDTI Likwezi. Þú ert orðin mér ókunnug. Eina stundina finnst mér ég þekkja þig betur en nokkra aðra manneskju í öllum heiminum og hina stundina ertu mér fjarlæg og framandi. Þegar ég snerti þig veit ég um allt sem gerist innra með þér, en síðan dregur þú þig snögg- lega í hlé og þá finnst mér þú vera óravegu frá mér. Klukkutímar höfðu liðið. Alice hafði setið í þungum þönkum úti í stólnum og henni fannst engin stund síðan Rusty hafði lagt af stað. En nú heyrði hún í bílnum og hún hrökk við. Hann nam staðar fyrir utan hús Andrews. En hún fór ekki þangað til að taka á móti Rusty. Hann skyldi koma til hennar. Hún heyrði fótatak hans, en en það var hratt og mjög ólíkt honum. Hún sneri sér að hon- um og þegar hún sá svipinn á andliti hans, herptist hjarta hennar saman af hræðslu. Hann var náfölur og augna- ráð hans lýsti skelfingu. — Rusty, hvað hefur komið fyrir? Hann tók um framrétta hönd hennar. — Alice — ég er með voða- legar fréttir... Við fundum Andrew — hann hafði orðið fyrir skoti og er mikið særður. Henni óx kjarkur við ein- beitni hans. — Komdu, við skulum sjá, sagði hún. Þau gengu saman inn í húsið. Rusty leiddi hana inn í her- bergi sitt. Hún leit á manninn, sem lá hreyfingarlaus á rúm- inu. Hún horfði á hann — sterklegan vöxtinn, svart hár- ið, sem eilítið var tekið að grána, dökkar augabrýnnar og nábleikt andlitið. Hún féll á kné við rúmið og lagði eyrað að brjósti hans og heyrði öran hjartslátt hans. Tárin komu fram í augu henn- ar er hún minntist áranna liðnu, þegar þau höfðu þarfn- azt hvors annars. — Þetta ert þú, hvíslaði hún. — Og svona verða þá fyrstu fundir okkar. Rusty sagði hvasst. — Við verðum að gera hvað við getum áður en áhrifin af morfíninu minnka. Þegar Alice reis upp tók hjúkrunarkonan við stjórninni. Rusty dáðist að ró hennar og stillingu og dugnaði hennar. Skipanir hennar voru hiklaus- ar og gagnorðar og handtök hennar örugg og þó mjúk. Nú er hún aftur hörð, hugsaði hann. Hörð sem steinn. — Hvað kom fyrir, Rusty. Veiztu um það? erum hjá þér ... Sofðu nú ... sofðu... Þrátt fyrir það að röddin var eins og bezta vögguvísa var hann að komast til meðvitund- ar aftur. — Alice ... — Já, Andrew. — Að hittast svo hérna ... Beiskjubros færðist yfir and- lit hans. — Það er ekki eins og við höfðum hugsað okkur. — Ekkert er nú eins og við höfðum hugsað okkur. En hvað hún var döpur á svip. — Það gerir ekkert til, Alice.... elskan ... Rödd hans var skýrari núna. — Hann virðist hressari, sagði Rusty. En Andrew heyrði varla til bróður síns. Hann reyndi ekki að snúa höfðinu. Hann horfði aðeins á stúlkuna, sem hélt um hönd hans, stúlkuna frá bréf- um og myndinni, stúlkuna sem var ennþá fallegri en í draum- um hans. — Þú ert... þú ert svo falleg. Þegar hún hló horfði hann á varir hennar, — hann elskaði þennan munn. Hún muldraði. — Vertu rólegur og reyndu að sofa, við getum talað saman seinna. — Það var dálítið, sem ég þurfti að segja þér ... — Þú mátt ekki reyna á þig.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.