Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 21

Fálkinn - 16.11.1964, Page 21
Beki var áður búsílag sem bragð var að, en nú orðið hefur reki minnkað að miklum mun. Þennan dag var brim með minna móti í Selvogi en oft heyrist ekki mannsins mái í húsum inni fyrir gnýnum. varizt áföllum. Þá gerði for- maðurinn það heit, að þeir skyldu byggja kirkju úr far- viðnum, ef þeim auðnaðist að ná landi. Og leið nú ekki á löngu, áður en þeir fengu landkenning af Selvogi, en þar var foráttubrim með allri ströndinni. Þá sjá þeir veru alskínandi bera yfir brimgarðinn og sigldu þang- að. Þar var sund og sjólaust að kalla, og lentu þeir skipi sínu heilu og höldnu. For- maðurinn og hásetar hans létu ekki sitja við orðin tóm, heldur reistu kirkju á staðn- um, en víkina kölluðu þeir Engilsvík, og heitir hún svo enn' í dag. Rekamark Strandakirkju er A eða Á og hafa því ýmsir leitt að því getum, að formaðurinn hafi heitið Árni og sumir jafnvel haldið því fram, að hér hafi verið á ferð Árni biskup Þorláksson, ■ Staða- Árni, En allt er á huldu um menn þessa og þjóðsagan ein til frásagnar. Hins vegar er heitið á Strandakirkju enn í dag, ef mikið liggur við, enda er þessi fátæklega kirkja á Framhald á bls. 34. Rafn Bjarnason í kirkju- dyrum Strandakirkju.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.