Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Page 24

Fálkinn - 16.11.1964, Page 24
ÞRJÚ ÞÚSIIND HAIMDTÖK VEGIMA ÞRIGGJA MÍMJTIMA FALKINN VIÐSTADDIJR HLJÓMPLÖTIIIJPPTÖKI) DJÁ SVAVARI GESTS í óskilagaþáttum Ríkisútvarpsins eru íslenzk- ar hljómplötur vinsælastar. Grammófónar eru mjög víða orðnir til á heimilum, nú heita þeir reyndar plötuspilarar og eru tengdir við útvarp. En á hverju heimili þar sem grammófónn er, tá er hlustaó á íslenzkar plötur jafnt hinum erlendu og sums staðar meir. Þess vegna langaði okkur á Fálkanum að komast að því, hvernig íslenzk hljómplata verður til. Við hringdum í Svavar Gests og báðum hánn að hnyppa í okkur næst þegar hann léki inn á plötu, hvað hann gerði í miðjum októbermánuði. Hann stefndi okkur niður í Ríkisútvarp og meðan magnaravörður útvarps- ins var að koma fyrir hljóð- nemum hingað og þangað um salinn, þá sagði Svavar okkur frá því, sem skeður, áður en til þess kemur að hljóðrita lögin. Fyrst er að velja lögin, sagði Svavar, í þetta skipti erum við að leika inn á plötu fjögur jóla- lög. Tvö þeirra hafði ég þegar valið, en til að fá hin tvö, hlust- aði ég á 40—50 jólalög á ei> lendum plötum, valdi þá loks önnur tvö. Ræddi svo viðc Magnús Ingimarsson, píanóleik- ara og útsetjara hljómsveitar- innar um útsetningar, hljóð- færaskipan, hvernig skipta ætti lögunum á milli okkar nýju söngvara. Þá tók Magnús við, það tók hann um viku að út- setja lögin. Síðan var ein æfing, aðallega til að kenna söngv- urunum lögin, því hljómsveit- aræfing var ekki nauðsynleg, því stundum þarf að spila hvert lag inn á segulband 6—8 sinn- um áður en hinn rétti hljómur' hefur fengizt, þetta æfist þá' um leið. Síðan var að panta tíma hjá Ríkisútvarpinu, en þar fer hljóðritun á lögunum fram. Lögin eru leikin inn á segul- band, og segulbandsspólan síðan send út. En áður en skýrt verður frá því, skulum við segja frá því, sem gerðist, þegar við komum í útvarpssalinn. Hljómsveitin var dreifð um

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.