Fálkinn


Fálkinn - 16.11.1964, Side 42

Fálkinn - 16.11.1964, Side 42
HALLUR SÍMONARSON A skrifar um BRIDGE • 1 Frá heimsmeistarakeppni. Fyrir um áratug spiluðu sveitir frá Ítalíu og Bandaríkj- unum um heimsmeistaratitilinn í bridge í fyrsta skipti inn- byrðis og unnu Bandaríkjamenn með nokkrum yfirburðum, en það var líka áður en „bláa sveitin" ítalska fór að láta til sín taka á alþjóðavettvangi. Hér er eitt spil frá þessari keppni: Austur gefur. Norður og Suður í hættu. A K-D-5-2 ¥ G-2 ♦ G-8-7-5 * 7-4-3 A G-6-4-3 * 10-9-7 ¥ 10-8-6 ¥ D-9-4-3 ♦ K ♦ 10-6 ♦ K-D-9-8-2 * Á-G-6-5 * Á-8 ¥ Á-K-7-5 ♦ Á-D-9-4-3-2 10 Austur Suður Sagnir: Vestur Norður pass 1 * 2 * pass 2 ¥ 3 ♦ pass 4 ♦ pass 4 gr. pass 5 * dobl 6 ♦ pass pass pass — — — Þetta var spil nr. 185 í keppninni af 320 og höfðu Banda- ríkjamenn mikið yfir. Baroni var í Suður en Franco í Norð- ur og þeir lentu í sex tíglum, eftir að Bandaríkjamennirn- ir höfðu reynt að gera þeim erfitt fyrir með því að segja í A. — V. Vestur spilaði út laufa kóng og síðan öðru laufi, sem Baroni trompaði. Spilið stóð nú eða féll á því, hvernig hann spilaði tíglinum. Baroni spilaði litlum spaða og vann á drottningu í blindum og spilaði tígul gosa. Austur sýndi skemmtileg tilþrif með að láta tíuna, en Baroni hætti við svíningu og stakk upp ásnum. Kóngurinn féll og spilið vanst. Þeir voru mai’gir. sem eftir spilið spurðu Baroni að því hversvegná hann hefði ekki svínað tígul gosa. Hann svar- aði, að Bandaríkjamennirnir við hitt borðið myndu áreið- anlega spila sex tígla. Sagnhafi myndi sennilega svína. Þar sem sveit hans væri mikið undir vildi hann reyna að spila upp á sveiflur — reyna að vinna upp muninn, því sama væri hvort tapað væri með litlum mun eða miklum. Og Baroni hafði rétt fyrir sér. Hann fékk 1370 fyrir spil- ið, en við hitt borðið tapaðist slemman, þar sem sagnhafi svínaði tígli. Beeker skrifaði um þetta spil og það var ein- rnitt hann, sem spilaði sex tígla fyrir bandarísku sveitina. * nota POLAR rafgeyma CONSUL UORTIJVA bílaleíga magnnsar skipholti 21 síinar: 2II90-2II8J Haukur (judwndMch HEIMASÍMl 21037 FJELAGSPRENTShlÐJUNHAR SPÍTALASTlG 10 - (VIB ÓÐINSTORG) ERl) AFGREIDDIR MEÐ D AGSFYRIR V AR A FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.