Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 5
því hann hefði oft farið með
drasl á haugana á kvöldin.
Vel má það vera að þessi
ráðstöfun hafi verið gerð vegna
þess að þau mannvirki sem
þarna standa hafi orðið fyrir
einhverjum spjöllum á kvöldin
og því verið tekið til þess ráðs
að loka veginum. En það er
orðið nokkuð hart ef ekki er
hægt að losa sig við rusl á
öskuhaugana nema á ákveðn-
um tíma dagsins. Að málin
standi þannig að maður verði
að taka sér frí í vinnunni til
að koma frá sér ruslinu. Ef
spellvirki eru unnin þama þá
má hafa vörð til ákveðins tíma
ltvöldsins t. d. miðnættis og
Ioka síðan. Og það þarf endi-
arnir eru lokaðir. Þetta sem
hér um ræðir þurftum við að
aka suður á öskuhauga Hafn-
arfjarðarbæjar og losa okkur
við ruslið þar. Þeir haugar
stóðu öllum opnir.
Ég vona að þið hendið ekki
þessu bréfi mínu í bréfakörf-
una fyrr en það hefur birzt
í blaðinu. Og með þeirri von
kveð ég.
R.
Svar:
OJckur er ókunnugt um ástæö-
una fyrir þessari lokun er aö ofan
rœöir en sjálfsagt mcetti hafa
þarna vörö á kvöldin eins og bréf-
ritari minnist á.
Svar til V.:
Líklega vceri bezt fyrir þig aö
láta til skarar skriöa þegar i staö
því ðvíst er aö þér gefist betra
tœkifæri til þessara stórrceöa. En
gœttu þess aö fara varlega. Mörg-
um manninum hefur oröiö hált á
þessu.
Svar til Villa:
Þú biöur um ráö, rétt eins og
f þessu gildi einliverjar sérstakar
reglur eöa uyyskriftir sem liggja
á lausu eins og prjónamynstur
eöa því um likt. Ef satt er sem þú
segir í bréfinu er þetta eitt af
þeim málum þar sem annarra ráö
munu koma aö litlu lialdi. Þú
aegir söguna aöeins frá þinni
hálfu sem vonlegt er en þaö eru
á henni fleiri hliöar en þín. Þarna
koma tvœr aörar persónur viö
sögu, vinur þinn og vinkona. Þaö
er ekki líklegt aö þau vilji sam-
þykkja allt sem þú segir tceplega
Vinkonan. Þaö má ráöa af bréfi
þínu aö þú hafir komiö heldur
illa fram viö þau bœöi og hafir
meö þeim hætti kallaö þetta yfir
þig. Og nú viltu fá l hendurnar
eitthvaö þaö ráö sem koma megi
þér aö lialdi til þess að heimta
stööu þína aftur. Eins og málum
er nú komiö er líklega ekkert
þaö ráö sem gefi þér hvorttveggja,
kon-una aftur og vináttu mannsins.
En meö þokkalegri framkomu
getur þú háldiö kunningsskap viö
þau bæöi en missir konuna á
þann hátt sem þú haföir hugsaö
þér. En þótt þú kunnir aö vera
töluvert sár og jafnvel vondur
þá skáltu ekki grípa til neinna
örþrifaráöa.
Litli ferðaklúbburinn.
Kæri Fálki!
Við erum hér tvær vinkonur
sem langar dálítið til að vita
hvar við getum látið innrita
okkur í Litla ferðaklúbbinn.
Við lásum um daginn grein um
klúbbinn í Fálkanum svo okkur
datt í hug að vita hvort þú
gætir ekki gefið okkur þessar
upplýsingar.
Svo þökkum við fyrir margt
gott í blaðinu.
Tvær vinkonur.
Svar:
Eftirleiöis mun Litli feröaklubb-
urinn hafa opna skrifstofu tvö
kvöld l viku aö Fríkirkjuvegi 11.
Þetta veröur þriöjudags og föstu-
dagskvöld og þar getiö þiö fengiö
állar upplýsingar sem þiö þurfiö
varöandi starfsemi klúbbsins.
Eldspýtur.
Háttvirta vikublað,
Reykjavík.
Einkennilegt er að jafn sjálf-
sagður hlutur og eldspýtur
skuli ekki geta verið í þokka-
legu lagi hjá því fyrirtæki sem
hefur einkaleyfi varðandi sölu
hans.. Þær eldspýtur sem hér
eru í umferð eru í luralegum
umbúðum. Steinninn á þeim er
laus í sér og getur flogið log-
andi burt þegar kveikt er og
skilið síðan eftir blett í gólf-
teppum, fötum eða hverju því
sem fyrir verður. Þá er efni-
viðurinn í spýtunum þannig að
þær brotna yfirleitt þótt þeim
sé strokið lauslega eftir stokkn-
um. Þannig er það algengt að
nokkrar spýtur eyðist bara við
það eitt að reyna að kveikja
á þeim. Ef það fyrirtæki sem
hefur einkaleyfi á innflutningi
og sölu eldspýtna getur ekki
haft á boðstólum þokkalegar
eldspýtur þá eiga forráðamenn
þess að hlutast til um að inn-
flutningur verði frjáls. Það er
oft búið að ræða þetta mál í
blöðum og iðulega hefur verið
sagt að þetta stæði til bóta en
á því virðist ekki bóla.
Pípumaður.
Svar:
Til er sú lausn aö fá sér kveikj-
ara þótt þaö sé auövitað fyrir
neöan állar hellur aö hafa ekki
á boöstólum sæmttegar eldspýtur,
UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJONASILKI
CERES, REYKJAVIK
JJit jóla- oý tœhlpc
æn
'aja
KORNELÍUS JÓNSSON
ÚRA- OG SKARTGRIPAVERZLUN,
Skólavörðustíg. — Sími 18588.
UR OG KLUKKUR
Skartgripir úr gulli og silfri.
Borðsilfur. — Listmunir. —
Einnig:
Kventízkuvörur ávallt i
fjölbreyttu úrvali hjá
okkur.
FALKINN
5