Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 22
Auðséð var nú, að komu
þessa hóps var veitt sérstök
athygli, og stúlka gekk til móts
vlð hann. Á eftir henni kom
maður í upplituðum regn-
frakka.
— Velkomnir, félagar, sagði
stúlkan glaðlega. — Ég er
Nadía Petrova, túlkur ykkar,
og þetta er Yenka Oregov full-
trúi ferðaskrifstofu stjórnar-
innar.
Stúlkan talaði ágæta ítölsku,
og augnaráð hennar og sér-
kennilegur klæðnaður var hið
eina, sem í fljótu bragði virtist
frábrugðið stúlkum í okkar
heimshluta.
Eftir GIOVANNI GLARESCHI
Roitdella
sciidnr hciiii
Flugvélin, sem þeir félagarn-
ir stigu upp i á flugvellinum
í Austur-Þýzkalandi, var svo
hávær, að enginn gat hafið
rödd sína yfir þann dyn. Félagi
Don Camillo neyddist til að
halda sér saman, og Peppone
fagnaði stundarfriði. Hann var
þó vel á verði því hann vissi,
að Don Camillo var hættuleg-
ur maður, jafnvel líka þegar
hann þagði. Þessa stundina virt-
ist hann þó byrgja vel inn and-
kommúnistahneigð sína með
því að lesa bók, þá, sem lét
svo, að hún hefði að geyma
úrval úr ritum Lenins, og
Peppone var að kalla óttalaus,
þangað til presturinn lokaði
bókinni og strauk hendi yfir
enni, eins og honum hefði allt
í einu komið eitthvað merki-
legt í hug. En Don Camillo
strauk næst yfir hár sitt og
sópaði að því loknu ryki af
j akkaboðungnum.
— Amen, tautaði Peppone
og andvarpaði lágt, og það and-
varp endaði I ræskingu. Flug-
vélin var líka farin að lækka
flugið, og ekki leið á löngu,
þangað til hún drap hjólum á
sovézka jörð.
— Drottinn minn, litla kirkj-
an mín er nú langt undan,
hugsaði Don Camillo, er hann
gekk niður stiga flugvélarinn-
ar.
— En himinninn er þó jafn-
nærri og áður, svaraði Drott-
inn.
Don Camillo hristi þessar
hugsanir af sér og smeygði sér
betur inn í gervi félaga Tar-
occi.
— Félagi, sagði hann alvöru-
gefinn við Peppone. Finnur þú
ekki löngun hjá þér til þess
að taka mold í lófa þér og
kyssa hana?
— Jú, og troða henni síðan
niður um kokið á þér, tautaði
Peppone milli samanbitinna
tanna.
Peppone kynnti sig og félaga
sína, og þegar menn höfðu tek-
izt innilega í hendur, bauð
stjórnarfulltrúinn gestina vel-
komna með ræðustúf fyrir
hönd sovétbræðra og kallaði þá
félaga í baráttunni fyrir frelsi,
félagslegu réttlæti og friði.
Þetta var lágur og gildvaxinn
maður um fertugt, sköllótt-
ur, kjálkabreiður, varaþunnur,
svíradigur og skoteygur. Hann
bar töluverðan svip lögreglu-
manns þar sem hann stóð þarna
með regnkápufaldinn niðri á
mjóalegg. Vöðvarnir í andliti
hans hreyfðust ekkert, þegar
hann talaði, og hefði ræða hans
ekki verið þýdd, mundi gest-
unum hafa fundizt, að hún
væri fremur saksókn en vin-
áttukveðja. Sami embættissvip-
urinn var á félaga Nadíu
Petrovnu, en þó var miklu
grynnra á mýktinni.
Félagi Nanni Scamoggia
horfði heillaður á hana, þó að
hún væri fráleitt fyrsta fallega
stúlkan, sem hann hafði aug-
um litið í sigursælli herför
gegn kvennahjörtum. Hann var
tuttugu og átta ára að aldri
og rómverskur í húð og hár.
Herðar hans voru breiðar,
surtarljómi á bylgjum hársins,
varirnar sveigðar í léttan háð-
boga, þverúðarglampi í skær-
um augum undir löngum
augnhárum, lendarnar grannar
og fætur smágerðir eins og á
listdansara. Hann var klæddur
aðskornum buxum, rauðri
skyrtu og svörtum stuttjakka
úr leðri. Sígaretta hékk úr
öðru munnviki hans. Hann var
í senn sterklegur og spjátr-
ungslegur og líklegur til þess
að koma vilja sínum fram við
kvenfólkið.
Meðan hópurinn gekk spöl-
inn frá flugvélinni að flug-
stöðvarbyggingunni með félaga
Oregov, Peppone og félaga
Nadíu í fararbroddi, endur-
heimti Scamoggia mæli sitt.
— Félagi, sagði hann við
22 FÁLKINN