Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 16

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 16
HVÍT ÞRÆLA Ungar stúlkur hurfu í León í Mexífcó. Lögreglunni bárust bréf frá kvióafuHum foreldrum. Höfðu stúlk- urnar strokið, voru þær myrtar eða var hvít þrælasala á ferðinni? Frá Plaza de Constitución verzlunarstöðinni í León í Mexíkó sjást ekki hrörleg hreysin sem eru fátækrahverfi borgarinnar, beggja megin við járnbrautarlínuna. Þessar ömurlegu húsnefnur eru út um hvippinn og hvappinn í útjaðri bæjarins en verða strjálli þar sem járnbrautin liggur út á eyðimörkina. Svo heldur • einmanaleg brautin áfram unz hún nær E1 Paso í Texas, í 1226 km fjarlægð. •León de los Aldamos heitir bærinn fullu nafni og hefur íbúa- töluna 122,726. Á laugardögum mætti halda að flestir þeirra væru samankomnir á markaðstorginu, æpandi, sveittir og ragn- andi. Þefurinn tekur af öll tvímæli — sveittir líkamar, reykur og sterkt krydd. Á kvöldin er Plaza de Constitución upplýst og tónlistin berst frá veitingahúsum og kaffihúsum. Leitarljós gælir við súlur hallar einnar og í skuggsælunni og í skemmtigörðunum reika senjórítur og leiðast. Þær brosa tælandi til karlmannanna sem á vegi þeirra verða. Hér er hinn forni spánski siður með dúenn- una aflagður fyrir löngu. Hverri stúlku er mest í mun að næla sér í eiginmann og síðan má sannreyna hvort tekjur hans eru jafn miklar og vonir stóðu til. Aðalatriðið er að giftast. Þetta desemberkvöld árið 1963 eigraði stúlka um torgið. Hún nam staðar hvað eftir annað og horfði svöng og græðgislega í búðargluggana. Það var ekki fyrir mexíkana, það var aðeins fyrir ameríkana, sem stöldruðu hér stundarkorn áður en lestin flutti þá síðasta áfangann til Mexíkó City. Jósefína Montesi var 17 ára, grönn, gljáandi augu og hrafn- svart hár. Hún vingsaði til mjöðmunum eins- og siður var utan- bæjarstúlkna sem komnar voru í bæinn að freista gæfunnar. Skórnir hennar voru útjaskaðir og hælalausir og það voru olnbogagöt á peysunni sem hún hafði brugðið yfir treyjuna sína. En hún virtist ekki hafa áhyggjur af því. Hún horfði áfergjulega á fallegu leðurvinnuna, silfurslegna söðlana sem León hafði getið sér orð fyrir. Á myndinni sjáum við enn eina stúlku sem slapp lifandi. Hún fannst á dauðabýlinu. í herbergjunum hjá henni fundust aðrar stúlkur bundnar naktar við rúmið og grátt leiknar. Tvær stúlknanna sem sluppu lifandi eftir að lögreglan hafði komið upp um þrælasöluna. Sú til vinstri er 14 óra ög' vár neydd í væridishús 12 ára að aldri. 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.