Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 36

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 36
REYKJALUNDAR LEIKFÖIMG ERU LÖNGL LAN DSÞEKKT Ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af plast- og tréleikföngum. Gleðjiö börnin með góSum leikföngum. VINNUHEIMILID AD REYKJALUNDI Aðalskrifstofa Reykialundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 9, sími 22150. vissi, að hann átti að deila þvi við annan mann, og hugleiddi, hver það mundi vera. En hann þurfti ekki að bíða lengi í vafa um það, því að Peppone birtist von bráðar. — Heyrðu faðir — félagi ætlaði ég að segja, sagði Pepp- one. — Þú ættir að hætta að erta Rondella. Láttu hann af- skiptalausan, þó að þér geðjist ekki vel að honum. — Mér gezt einmitt mjög vel að honum, sagði Don Ca- millo. — En þegar flokkurinn er annars vegar, held ég mig á línunni. Þessi maður er ekki á réttri línu. Hann er haldinn úreltum, borgaralegum hug- myndum, og það er einmitt skylda okkar að reyna að leiða hann á betri veg. Peppone fleygði hatti sínum út að vegg. — Ég er hræddur um, að ég kyrki þig einhvern daginn, sagði hann með þjósti í eyra prestsins. Félagarnir söfnuðust saman í borðstofu gistihússins. Félagi Oregov sat fyrir háborði með Peppone á hægri hönd en félaga Nadíu á vinstri Don Camillo skákaði sér niður við mitt borðið gegnt Rondella, og þá þótti Peppone nóg um. Ekki bætti það úr skák, er hann sá Don Camillo bera hönd að enni og gera fyrir sér krossmark, er hann var setztur. — Félagar, sagði Peppone hárri röddu. — Verður ykkur ekki hugsað til þess eins og mér, hve gaman væri nú að hafa hérna hjá okkur auðvalds- seggi núna og lofa þeim að sjá með eigin augum Sovétríkin, sem þeir rógbera sýknt og heil- agt. — Það kæmi ekki að neinu haldi, félagi, sagði Don Camillo rólega. Hann lét sem hann væri að strjúka hár sitt og bursta fis af jakkaboðungnum, en á þann hátt tókst honum að krossa sig svo að lítið bæri á. — Þeir mundu ekki trúa sín- um eigin augum. Þeir mundu halda áfram göngu sinni með bjálkann í auganu. Félagi Petrovan túlkaði þessi orðaskipti fyrir stjórnarfulltrú- anum, og hann kinkaði kolli og tautaði eitthvað í barminn. — Félagi Oregov segir, að þú hafir einmitt hitt naglann á höfuðið með þessum orðum, sagði hún við Don Camillo, sem laut höfði hógvær til þakka fyrir stuðninginn. Scamoggia, sem ávallt var reiðubúinn til þess að taka undir það, sem félagi Tarocci sagði, bætti við frá eigin brjósti: — Okkar land er heilli öld á eftir tímanum. Þessir vesælu iðnkóngar okkar halda, að þeir séu almáttugir, af því að þeir framleiða einhver skrapatól, sem þeir kalla vélar. En ef þeir fengju að sjá vélaverk- smiðju eins og þá, sem við höf- um nú skoðað í dag, held ég að þeir mundu fá hjartaslag. Og þó er þetta líklega ekki bezta verksmiðjan, sem þið eigið í þessari grein, félagi? — Nei, síður en svo. Þessi verksmiðja er í öðrum flokki, sagði Nadía. — Að vísu er vélakosturinn góður, en fram- leiðslan er hlutfallslega lítil. Don Camillo hristi höfuðið dapur á svip. — Við ítalir ættum sannar- lega að minnkast okkar, þegar við sjáum svona verksmiðju og berum hana saman við Fiat- verksmiðjurnar, sem eru stærstu vélaverksmiðjur okkar og framleiða bifreiðar. En nú brá svo við, að félagi Peretto frá Turin, sem fátt hafði sagt til þessa, fannst heimabyggð sinni misboðið. — Ég get fallizt á, að þessi dómur sé við hæfi að því er snertir dráttarvélaframleiðslu, en þegar bifreiðar eru annars vegar, gegnir öðru máli. Það er rangt af okkur að gera lítið úr verkum ítalskra verka- manna. — Það er hverju orði sann- ara, sagði Don Camillo. — En sannleikann á samt að setja ofar öllu. Sannleikurinn getur ekki tekið tillit til metnað- ar Fiat-verksmiðjanna. Meðan þjóðernismetnaður rekur okkur til þess að réttlæta félags- og efnahagskerfi okkar, er ekki von að vel fari, eða okkur tak- ist að tileinka okkur það, sem Sovétríkin geta kennt okkur. Maður nokkur, sem átti ein- fætta unnustu, hélt því fram, að tvífættar konur væru henni síðri. Slík röksemdafærsla leið- ir ekki til neins góðs. Hér í Rússlandi stendur iðnaðurinn á tveimur sterkum fótum. — Já, hvílíkir fætur, sagði Scamoggia með áherzlu og horfði innilega á félaga Pet- rovu. — Ég veit satt að segja ekki, hvað þú ert að fara, sagði félagi Rondella við Don Camillo. — Kommúnisti verður að viðurkenna sannleikann, jafn- vel þótt honum finnist hann

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.