Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 42

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 42
Frá heimsmeistarakeppni Óvenjulegt spil. Norður gefur. Sveitakeppni. — Norður—Suður á hættu. * Á-6 ¥ K-7-5 * 10-4 * 9-6-5- A 9-3 ¥ G-8-4 ♦ K-G-9-7 * G-10-8-3 2 1-2 A K-D-G-10-8-7-5-2 y D-10-6-3 ♦ Enginn * 7 A 4 y Á-9 ♦ Á-D-8-6-5-3-2 * Á-K-D Sagnir: Norður Austur Suður pass 4 A 5 4 pass pass pass Vestur dobl Suður er hér sagnhafi í fimm tíglum, sem Vestur doblaði. Eftir fjögurra spaða hindrunarsögn Austurs hlýtur Suður að koma inn á fimm tíglum með sín miklu spil. Þegar maður sér öll spilin er einfalt að vinna spilið og góður spilari á heldur ekki í neinum erfiðleikum með það við græna borðið. Vestur spilaði út spaðaníu — og einhverjum kann að verða á sú villa að spila tígli frá blindum eftir að hafa unnið á spaðaásinn. En það getur ekki verið rétt. Allar líkur eru til, eftir sögnunum að dæma að Vestur eigi alla tíglana fjóra, sem úti eru. Og spilið vinnst einfaldlega þrátt fyrir það, því sagnhafi má gefa tvo slagi á tromp — og hann getur aðeins gefið slagi á tromplitinn. Spaðanían er tekin með ásnum og litlu hjarta spilað sem sagnhafi vinnur á ásinn. Og spilar hann litlum tígli á tíuna 1 blindum. Þessi óvenjulegi spilamáti gerir vörn Vesturs að engu. Ef hann gefur vinnst slagurinn á tíuna í blindum. Taki hann hins vegar á gosann, vinnur sagn- hafi spaðann, sem Vestur spilar, með trompi og spilar aftur litlu trompi. Vestur getur tekið á kónginn nú eða síðar, en hann fær heldur ekki fleiri slagi. Og það er einnig athyglisvert, að sagnhafi getur ekki tapað spilinu á þessum spilamáta þótt Austur eigi upphaf- lega gosann einspil. Hann vinnur þá hins vegar sex ef hann leggur niður ásinn og spilar síðan litlu á tíuna. En yfirslagur skiptir ekki miklu máli — fyrst er að vinna sögnina. Servíettur . . . Framhald af bls. 41. hverja serviettu þannig að sjö mynstur séu á hvern kant, þar með talin hornmynstrin. Allt pressað vel á röngunni og brjót- ið inn af fyrir faldi 2 þráðum fyrir utan oddana á mynstrun- um. Klippið dálítið af hornun- um, svo hægt sé að varpa þau saman á ská og saumið svo niður í innri brún mynstursins, saumurinn pressaður. Og nú er serviettan tilbúin. Gleraugnahulstur ... Framhald af bls. 40. Þynnið bómullina dálítið út til hliðanna, tyllið fóðri ofan á með títuprjónum. Brjótið kant- inn á efninu inn (fóðrið á að vera nokkra mm frá langhlið- unum) og varpið fóðrið þétt við og takið vel í, þá fá hliðar hlutarins þann ávala, sem æski- — Þér eruð ekki mín týpa en reynið eftir viku. legur er. Klippið lítið ávalt pappa- stykki sem botn, hann á að vera IV2 cm breiður um miðju, 9 cm langur og mjókka til beggja enda. Klippið fóður og hörefni eftir botninum hafið 1 cm saumfar allt í kring. Þræð- ið hörefnið eftir miðju á lengd- ina á pappabotninn, látið lang- an enda hanga við hvorn odda. Saumið fóðrið við. Snúið þráð- arendunum um oddana og snyrtið þá til, en látið þó end- ann á þræðingunni hanga áfram, því að þá á að nota seinna við að koma botninum á réttan stað. Varpið hulstrið saman á hlið- unum, skiljið 2 efstu cm eftir opna hvorum megin sem slíður. Dragið svo botninn á sinn stað, á þann hátt að draga þræðing- una með oddana upp gegnum saumana á hliðunum. Varpið botninn við og festið svo snúru úr áróragarni í kringum allt hulstrið. Snúran þarf að vera nál. 60 cm löng og búin til úr 4 óskiptum þráðum. — Af hverju ertu hættur að brosa til mín, Stebbi? — Og ef þér farið ekki undir eins heim, neyðist ég til að kalla á lögregluna. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.