Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Page 34

Fálkinn - 23.11.1964, Page 34
 Ef þér viljiB veita yður og gestum yðar úrvals máltíðir, fullkomna þjónustu og hlýlegt umhverfi þá veljið þér örugglega NAUSTIÐ Þegar lögreglan pusti inn spratt maðurinn á fætur og varpaði flöskunni að einum lögreglumannanna. Þá kvað við skothvellur og rauður flekkur breiddi úr sér á brjósti manns- ins. Guerra kraup á kné við rúmið og varð ekki vitni að handtöku fimm annarra manna í húsinu. Hann heyrði ekki heldur skotið úti fyrir þegar einn hinna handteknu reyndi að flýja. Hann féll með skot í hryggnum. Inni í húsinu fann lögreglan fjórar stúlkur auk Jósefínu. Tvær þeirra höfðu rænu en voru fjötraðar við rúm í gluggalausum kytrum. Ein þeirra var nakin og hafði sýni- lega verið nauðgað litlu fyrr. Hin var örend. Hún hafði verið kyrkt. Yfirheyrslan stóð alla nótt- ina. Hinir handteknu voru systurn^r Maria de Jesus Val- encuela 52 ára og Delfina Gonzales 55 ára, tveir karlar, Salvador Estrada 45 ára og Francisco Varela 49 ára og enn fleiri. Mexíkanska lögreglan neytir ekki jafn harðneskjulegra bragða við yfirheyrslu og sú bandariska og evrópska og þriðja eráða tiðkast þar ekki 34 iieidur. bamt sem áður voru systurnar orðnar málgleiðar í morgunsárið og töluðu ca 200 orð á mínútu. Þær vísuðu allri ábyrgð á hendur þeim Estrada og Varela. — Við útveguðum bara lag- legar stúlkur þeim sem óskuðu, útskýrði senjóra Valencuela. við systurnar höfum aldrei stuðlað að morði en þessir menn drápu þær stúlkur sem þrjóskuðust við ellegar urðu óléttar. Meðan morgunbirtan fikraði sig um himininn yfir León kom hinn hryllilegi sannleikur í Ijós. Eftir því sem fleiri kurl komu til grafar gaf lögreglan skipun um rannsókn og leit í fleiri húsum í León og nágrenni en leitin náði alla leið til Mon- terrey. Áður en dagur var ris- inn hafði verið komið upp um víðtækustu hvítu þrælasölu er um getur í sögu Norður-Ame- ríku og það kom í ljós að morð var aðeins einn liður í viðskipt- unum. Meðan konurnar leystu frá skjóðunni gróf lögreglan upp í húsagarðinum. Á aðeins þriggja feta dýpi komu í ljós jarðneskar leifar fjölmargra ungra stúlkna. Um hádegisbil höfðu þeir fundið tíu lík og um dagsetur voru þau orðin tutt- ugu. Konurnar drógu nú ekkert undan og héldu að með Því móti yrði refsing þeirra vægari. Sífellt fjölgaði þeim sem dróg- ust inn í þetta ógeðslega mál. Meðal þeirra var háttsettur for- ingi í hernum, Hermenglido, maður sem einnig þá mútur. Systurnar vísuðu á tvo bú- garða aðra þar sem lík fundust. Nokkur þeirra höfðu verið brennd og læknisrannsókn leiddi í Ijós að í sumum tilfell- um voru tíu ár umliðin. Á tveim búgörðum fundust lík 30 kvenna en systurnar höfðu enn ýmislegt í pokahorninu. Þær héldu að þær gætu sloppið undan dauðarefsingu með því að segja frá öllu afdráttarlaust. Þrælasöluhringurinn hafði starfað síðan 1 september 1953. Þá voru búgarðarnir þrír keypt- ir og voru tveir hinna stærri notaðir sem fangelsi fyrir stúlk- urnar eftir að þeim var rænt eða þær voru tældar frá ýms- um gistivistum í León, Tamp- ico, Monterrey og fleiri bæjum og þorpum. Stúlkurnar fengu sakleysislegan drykk sem leit út eins og sítrónvatn en var svefnlyf. Þegar þær rönkuðu við sér voru þær fangar og voru síðan sendar á hóruhús jafnvel norður til Texas og suður til Panama. Systurnar ráku hóruhús í öllum meiri háttar borgum í Mexíkó. Ef stúlkurnar urðu óléttar eða fengu kynsjúkdóm voru þær sendar á heilsuhæli eins og systurnar nefndu bú- garðana og þar var þeim komið fyrir kattarnef. Það fram- kvæmdu þeir Estrad og Varela samkvæmt fyrirsögn systranna. Ef stúlkan var óvenju fögúr fékk hún að halda lífi þótt hún yrði ófrísk, hins vegar var barnið tekið frá henni og það grafið lifandi ellegar drekkt í poka. Síðan var móðirin send á annað hóruhús. Fáar stúlkurnar kembdu hærurnar í þjónustu systranna og þá er átt við 22—24 ára aldur. Systurnar höfðu ekki not af þeim eldri. Þá voru þær drepnar og grafnar í þessum einkakirkjugarði. Það þótti of hættulegt að sleppa þeim laus- um. Þær höfðu marga karla og konur í þjónustu sinni en gengi tregt að fá stúlkur til starfa var þeim einfaldlega rænt á næturþeli í hraðskreiðum bíl- um. Þess var vandlega gætt að ekkert læki út og Ayala lög- FALK.INN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.