Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 13

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 13
un, og slík skaplyndi er aðal íþróttamanns. I fjallaskála kippkorn frá kaupstaðnum hafa ísfirðingar rekið skíða- 1 skóla, og kennsluna annast Gunnar Pétursson, og víst er Um það að ekki er völ á betri kennara. Skólinn starfaði síðastliðinn vetur og hefst að nýju í febrúarmánuði næst- komandi, þá má búast við að fjallvegir séu lokaðir vegna Snjóa og Gunnar geti gefið sig óskiptan að kennslunni. Lestin brunar áfram eftir þjóðveginum um sælar sveitir Ðalasýslu, þar sem ribbaldarnir slógu upp partyi á Sauða- jfelli á Sturlungaöld og Snorri var fæddur í Hvammi, en lAuður lét grafa sig í flæðarmálinu, því ekki vildi hún hvíla í óvígðri mold. Tungustapa sjáum við nú ekki fyrir náttmyrkri, þar sem Arnór bóndasonur í Tungu gerði skurk að álfuni og lét því líf sitt. f skini bílljósanna á hrímg- uðum veginum og þungan dyninn af dísilmótornum heyr- um við þjóðvísuna: Ríðum og ríðum, það rökkvar í hlíðum, ærum og færum hinn arma af vegi. Benzinn brunar nú samt eftir þjóðbrautinni framhjá Tungustapa og er ekki færður af vegi, kannski kunna álfar engin ráð við sexhjólaskrímslum tæknialdar. En hvorugur okkar Gunnars hefur gert skimpi að álfum og því andskotalaust af þeirra hálfu, þó við fáum að halda áfram óáreittir. Hins vegar verður nokkur töf á vegamótunum hjá Tungu, því nú þarf að skipta um hjól á D-24, Jói fær lánað varahjól hjá Gunnari og þeir hjálpast að við að tjakka upp ferlíkið, og mér er ekki undrunarlaust að sjá hversu snöggir þeir eru að kippa undan báðum afturhjólunum öðrum megin og láta nýtt innra hjól undir. Síðan er haldið á; enn eru framundan fjallvegirnir allir og svo nóttin. Prestakall loftsins Nú hefur lestin dreifzt nokkuð, en áfangastaður er Svarf- hóll í Geiradal. Og þótt fátt sé einmanalegra en þessir þungu stóru bílar sem paufast hver í sínu lagi um strjálbýlið, þá ber þess að gæta, að þeir hafa samband sín á milli, geta talazt við í nóttinni. Gunnar hefur gjarnan tök á talstöðinni, spyrzt fyrir um félaga sína, fylgist með þeim hvert fótmál og veit, hvar þeir eru staddir hverja stund. Að þessu er ómetanlegt hagræði og öryggi. Hann snýr takka og ber hljóðnemann að vörum sér án Þess að hægja ferðina: — í-248 kallar Þingeyrar Radíó . . . í-248 kallar Þingeyrar Radíó. í-248 kallar ... Skipti. Og hann hefur varla sleppt orðinu, er rödd sóknarprestsins á Þingeyri hljómar þarna inni hjá okkur í myrkrinu upp á miðjum Svínadal. Þeir talast við presturinn og bílstjórinn nokkra stund, það er spurt um færðina á heiðunum, veginn, Framhald á næstu síðu. Bíllinn, vegurinn og landið ,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.