Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 11
þarna er byggingavara af öllu tagi, dósir fyrir rækjuverksmiðjuna á
Súðavík og á ísafirði, filmur handa kvikmyndahúsunum vestra, og síðast
en ekki sízt þrjií tonn af brennivíni. Það er Volvo-bíll, sem fær heiður-
inn af að flytja þann síðasttalda farm, og þeir hafa orð á því drengirnir,
að það sé ekki hætta á eldsneytisskorti hjá þeim á leiðinni.
Við förum Hvalfjörð og Borgarfjörð í fölri haustbirtu, kjarrið hefur
misst lit sinn og lyngið í holtum og ásum, jörð er tekin að stirðna. Vetrar-
dvalinn færist yfir byggð, túnin eru ekki lengur haustbleik, þau hafa
dofnað, svo að úr þeim er allur litur, og snjórinn situr í fjallahlíðum og
bíður færis að leita lengra niður í byggðina. Meðfram veginum sjást
stöku rollur á beit og í túninu í Svignaskarði hnipra sig nokkrar kýr,
kuldalegar að sjá.
Það er staldrað við í Olíustöðinni og Hreðavatnsskála stutta stund,
en síðan haldið á, framundan eru heiðarnar tíu og nóttin.
Bílarnir mjakast upp fyrsta fjallveginn, sem á leið okkar verður, það
er Brattabrekka, og þeir klára sig létt af henni. Þegar komið er í Sökk-
ólfsdal, er farið að bregða birtu, og það er ærið nöturlegt að litast um
í þröngum dalnum, þar sem rísa brattar fjallaskriður á báða vegu. Hér
stóð bær endur fyrir löngu undir háu fjalli og þangað kom ferðalangur
að kvöldlagi um vetur og baðst gistingar, langt að kominn í ófærum
snjó. Honum var heimil gisting á þessum litla bæ, lagðist þreyttur til
svefns ásamt heimilisfólkinu, og ekkert þeirra vaknaði framar. , Um
nóttina féll snjóskriða á bæinn, og hinn þreytti ferðalangur fékk eilífa
hvíld. Ef til vill þykir
þetta lítil saga, þótt
henni skjóti upp í hug-
anum, meðan lestin
brunar eftir þjóðveg-
inum, en hún er dæmi
þess að landið krefst
fórna engu síður en
guðirnir forðum.
Og ókunnugum gæti
virzt að vöruflutning-
ar vestur á Firði að
vetrarlagi séu nokkurs
konar storkun við
þetta harðbýla land,
sem að sönnu hefur
fóstrað okkur um ald-
ur, en einnig agað okk-
ur og heft. I flugsýn
fer lítið fyrir einmana
Mercedes Benz, sem
þumlungast eins og ör-
lítil padda eftir mjó-
um þræði, sem hlykkj-
ast upp eftir breiðum
herðum fjallrisanna
vestfirzku. Og það
virðist sem fátt yrði
um varnir, ef þessir
jötnar rumskuðu og
Þykktust við, þeir
þyrftu lítið að bæra á
sér til að leggja
stein í götu þessara
ofdirfskufullu ferða-
langa, sveipað sig hríð-
Framh. á næstu síðu.
Unnið að fermingu bílsins í Borgartúni.
Þótt víða sé öflugt athafnalíf og mikil umsvif á
Vestfjörðum er því ekki að neita að byggðin
liefur dregist saman, fólkinu fækkað og af þeim
sökum kreppt að bjargræðisvegum.
FALKINN
11