Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 15
lengra milli ljósanna, byggð- in strjálli, mannlífið fátæk- legra. Vegurinn er nú örð- ugri, víða hefur vatnsflaum- ur rutt skörð í hann og stór- grýti borizt úr fjallshlíðun- um og hafnað á miðjum vegi, sums staðar hverfur hann með öllu: þar hafa fallið skriður, og þótt ýta hafi rutt hann á ný, er engu líkara en ekið sé vegleysur. Úr Breiðafirði norðanverð- um skerast ótal firðir og inn af liggja ótal dalir og milli dalanna rísa ótal fjöll og hálsar og heiðar, sem vegur- inn hlykkjast um í ótal bugð- um og sveigum. Það mundi æra óstöðugan að nafngreina þessar þvergirðingar allar. í þetta sinn ætlar Klettháls milli Djúpafjarðar og Gufu- fjarðar að reynast okkur erf- iður í skauti. Gunnar er kominn í miðjar hlíðar, er .hann hægir ferðina og lítur upp yfir sig út um gluggann, brátt sé ég hvers kyns er: á næsta klettastalli fyrir ofan okkur hefur Scania Vabis látið í minni pokann fyrir hálkunni og brattan- um, við heyrum þrjóskufullt vélarhljóðið, þegar fullhlað- inn bíllinn reynir að klóra sig upp. En árangurslaust, hann verður að láta undan síga, við sjáum bílinn aka aftur á bak eftir þröngum sneiðingnum niður að næstu beygju, þar kastar hann mæðinni örskamma stund og tekur síðan tilhlaup. En allt fer á sömu lund, hálkan sigraði, áður en komizt er upp hjallann, og enn á ný sígur bíllinn niður á við. Þegar þannig hefur gengið nokkra stund og rönd af tungli er komin upp yfir fjöllin í austri, þá gefst bíllinn upp í bráð og bakkar upp í brekkuna við beygjuna og dokar við. — Merkilegt að tryllitækið skuli hafa farið þetta, tautar Gunnar og setur nú í gír, og Benzinn mjakast af stað upp. En ' tryllitækið er gælunafn, sem þeir hafa gefið Vólvónum, þess- um sem flytur allt brennivínið. Þeir hafa tekið hann á leigu í þessa ferð, þetta er yfirbyggður venjulegur vörubíll og ekki til stórræða á Vestfjarðaleið. En Volvóinn hafði farið fremstur og sést nú hvergi. Benzinn klárar sig af hverjum stallinum á fætur öðrum, þokast með þungum skrið upp eftir hlíðinni, unz beygt er fyrir klettariðið, og þar verður hindrun á veginum, því nú kemur Volvóinn í ljós, hann situr þar sem fastast, að niður- lotum kominn og hrærir sig hvergi. — Hann hefur ekkert að gera þarna, heyri ég Gunnar segja, í því hann stöðvar Benzinn og snarast út og nú hefjast vegabætur í Barðastrandasýslu, skóflur teknar fram og lausri möl dreift á veginn. Og þá tók Volvóinn rögg á sig og hengsl- aðist að lokum upp á brún með miklum erfiðismunum. Gunn- ar bíður átekta, en leggur síðan af stað á ný, Benzinn mjak- ast með jöfnum skriði upp eftir hálli fjallshlíðinni keðjulaus. Gunnar segir mér hann sé útbúinn þannig, að hægt sé að læsa mismunadrifinu og þá snúast bæði afturhjólin jafnt, hvað sem undir verður og því síður hætta á, að bíllinn spóli. — Annars er ég ekki með það á núna, segir hann og þreifar eftir tóbaksdósinni á vélhlífinni milli okkar, mokar lítilsháttar upp í dósarlokið og ber að nösum sér, báðum nösum og lætur um að skjótast á vespum um fjallvegi. svo lokið á aftur. Innan skamms hefur öll lestin borizt upp á Ódrjúgsháls, en þar með er ekki vandinn leystur. Það þarf sem sé að komast niður af hinum megin. Bílunum er ekki síður og jafnvel meiri hætta búin að komast klakklaust niður glerhálar götur. Þeir fara einn í einu, svo einn rekist ekki á annan, en þar kem- ur að lestin öll er komin á jafnsléttu á ný. En það varir skamma stund, áður en líður á löngu er komið að nýrri fjallshlíð... Þingmannaheiði. Hvort getur auðnarlegra landflæmi á fs- landi? Ef til vill er ofrausn að kalla þessa grjóthrúgu land. Hér er stórgrýtisbjörgum hrúgað upp í hæðir og ása og hóla og vegurinn þræðir milli þeirra og eftir hryggjunum. Hér eru engin tök á að leggja veg nema með ærnum tilkostnaði, allt efni í hann þyrfti að flytja langa leið. Snjórinn nær ekki einu sinni að þekja þetta mikla samsafn af grjóti nema að litlu leyti, á milli glotta dimmar glufur og grjót. Tunglið er nú á lofti og sáldrar bleiku ljósi á þessa auðn, og öðru hverju dreg- ur ský fyrir. Þetta landsvæði er ekki ætlað mönnum, þetta er leikvangur trölla. Hér þrífst enginn gróður og hingað á ekkert dýr erindi nema til að deyja. Á Þingmannaheiði verða árnar enginn farartálmi í auga ferðamannsins, heldur kær- komin tilbreyting í hrikalegri auðninni, rennandi vatnið svalrr auganu eftir langa för um gróðurvana grjóthrjóstur. Þó geta árnar bólgnað upp í leysingum og velta þá kolmórauðar fran. í sumar var þó gerð gangskör að því að brúa þær stærstu. Loks tekur að halla undan vestur af Þingmannaheiði, og þar er komið ofan í Vatnsfjörð, eina fegurstu sveit á öllu íslandi. Þar er allt skógivaxið milli fjalls og fjöru, blómskrýddar lautir og ilmandi brekkur, silungsár og grænar flatir. Og það Framhald á bls. 30. Vestfirðinagar láta sig ekki muna FALKiNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.