Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 28
KÍNVERSKIR MYNDOFNIR HANDSAUMAÐIR PÚÐAR OG VÍROFNIR HVAÐ GERIST ÞESSA VIKU GÆSADÚNN — SÆNGUR ENDURNÝJUN SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREŒJSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- OG FIDURHREINSUN I VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) sími 18740. Bmíu og ódvrusín fiíanlegar liillui* ■ geymslur vörulagera o. fl. Leitið upplýsinga. LANDSSMIÐJAN Sími 20680. Hrúturinn, 21. marz—20. avril: Nú er tækifæri til að endurnýja gamlan og góðan kunningsskap. Þú ættir einnig að leggja drög að skynsamlegum áætlunum fyrir framtíðina. Eiginmenn, bjóðið þið kon- unum út á skemmtun um helgina, þið mun- ið njóta þess líka. Nautiö, 21 avríl—21. maí: Það er mjög líklegt, að þú sjáir árang- ur samvizkusemi þinnar á vinnustað i þess- ari viku. Þú skalt umfram allt reyna að komast hjá deilum við maka þinn. Nýjar hugmyndir um tekjuaukningu munu koma fram. Tvíburarnir, 22. maí—21. iúní: Nokkurrar öfundar yfir velgengni þinni gætir meðal samstarfsmanna þinna, láttu það ekki á Þig fá, en haltu þinu striki. Þú munt þurfa að vera nokkuð mikið á ferð- inni í vikunni, en farðu gætilega. Krabbmn, 22. júní—28. júlí: Þér hættir til að hafa of mörg járn í eldinum þessa dagana. Þú ættir að reyna að komast að einhverri niðurstöðu. Forðastu að blanda þér inn í málefni nágrannanna, því þú gætir dregizt inn í harðvítugar deilur. Vertu sem mest heima við. Ljóniö, 2i. júli—23. áaúst: Þú ættir ekki að eyða of miklum tima í verzlunum núna, því þér hættir til að eyða um efni fram og kaupa jafnvel það, sem þú hefur ekkert með að gera. Ferða- iag eða skemmtun um helgina gæti leitt af sér smá ævintýri. Meyjan. 2í. áaúst—23. sevt.: Peningarnir einir leysa ekki úr þeim vandamálum, sem þú hefur við að glíma. Sýndu samstarfsvilja þinn bæði heima og á vinnustað. Þú ættir að gæta heilsunnar betur en að undanförnu. Voain, 2h. sevt.—23. okt.: Nokkurs misskilnings kann að gæta i sameiginlegum fjármálum. Gerðu þitt til, að það lagist. Þú hefur tækifæri til að koma einkamálum þínum vel fyrir. Hugs- aðu þig um tvisvar, áður en þú skrifar undir samninga eða skuldbindingar. Drekinn. 2U. okt.—22. nóv.: Fjölskylda þín þarf á allri þinni um- hyggju að halda. Þú ættir að taka Það _ró- lega og styrkja fjölskylduböndin og sýna góðgirni þína í verki. Bjóddu vinum þinum heim um helgina. Boaamaöurinn, 23. nóv.—21. des.: Þú ættir að skipuleggja dagleg störf þín betur. Þetta getur orðið nokkuð skemmti- leg vika. Þú munt kynnast nýju fólki, og sýndu nú félagslyndi þitt til að vel rætist úr þeim vinskap. Steinaeitin, 22. des.—20. janúar: Þessi vika mun verða full af skemmti- legum málefnum, og mun ýmislegt nýtt verða uppi á teningnum, en gleymdu þér samt ekki í draumum þínum um auð og metorð. Notaðu heldur þessar góðu afstöð- ur til að ná einhverjum árangri. Vatnsberinn, 21. janúar—19. fébrúar: Þér bjóðast ný tækifæri og sum þeirra fyrir atbeina vina þinna, en þú ættir að vera mjög varkár í þeim málefnum, sem snerta fjármálin. Láttu vini þína vita um sum áform þín, en ekki öll. Fiskamerlciö, 20. febrúar—20. marz: Komdu hugmyndum þinum á framfæri, þær gætu gert þér kleift að komast betur áfram. Forðastu deilur við maka þinn eða félaga. Hann getur orðið þér hjálplegur til að koma fram áformum um auknar tekjur. 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.