Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 40

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 40
Efni: Ólitað hörléreft með 12 þráðum á hvern cm, 2 stk. 11X17 og eitt (botn) 11X3 cm. Jafnmikið af þéttu en þó þunnu bómullarefni í fóður, bómullarlengja og stífur. góður pappi. Áróragarn til að sauma með og snúra í kring. Sníðið 2 stykki úr pappanum 7X14 og gerið hornin ávöl. Leggið annað á miðju efnisins og teiknið útlínurnar, þræðið í línuna. Finnið miðj- una og byrjið að sauma þar litla krossinn, sem Fallegt, handhægt gleraugnahulstur merktur er með örvum á skýringarmynd- inni, en örvarnar tákna miðlínur beggja hliðanna. Hver reitur = 2 þræðir í efninu. Saumið með tvíþættu áróragarni og haldið áfram eftir skýringamyndinni, þar til reiturinn innan þræðingarinnar er út- fylltur. Klippið svo kantinn nál. 1 cm frá þræðingu. Dragið pappann léttilega yf- ir borðbrún, svo að dálítil sveigja komi á hann á langhliðina og tyllið svo út- saumnum þráðrétt á pappann. Athugið að það falli þétt að pappanum. Farið eins að með bakhlið hulstursins. Leggið svo hálft lag af bómullarplötu á innri hlið pappans. Framhald á bls. 42. Púði með austurlenzku mynstrí Apamynstur þetta á rætur sínar að rekja til Makusi á brezku Guayana. Örunum er raðað í reglubundnar raðir og standa til skiptis rétt eða á haus. Mynstrið er saumað í gróft hvítt hörléreft með rauðu bómullargarni eða í ólitaðan ullarjava og þá með ullargarni. Saumað er með krosssaum, gert er ráð fyrir 8 þráðum á hvern 1 cm á báða vegu í efninu. Hvert spor á skýringar- rnyndinni er yfir 2 þræði í efninu. Púðinn fulltilbúinn er nál. 28X33 cm. Klippt eru 2 stykki af efni hvert 35X40 cm og það þarf um 8 dokkur af garni. Saumað er yfir 2 þræði og 3 þráðum í nálinni. Það er aðeins saumað á aðra hlið púðans. Varpið fyrst í kringum efnið og byrjið efst í vinstra horni á mynstrinu nál. 5% cm frá báðum köntum. Þegar allt mynstrið hefur verið saumað, eru taldir 14 þræð- ir frá krosssaumsröndinni og brotið eftir þræði allt í kring, ætlið 14 þræði í faldinn, klippið aukaefni í burtu. Bakstykkið á að vera jafnstórt, faldið bæði stykkin, ath. að klippa hornin á ská, svo að þau verði ekki of þykk. Leggið réttu stykkjanna saman og varpið þau þétt saman, eins ósýnilega og hægt er. Munið eftir opi fyrir púðann. Pressað á röngunni. Púðinn látinn í og Iokað ósýnilega fyrir opið. Hver reitur tveir þræðir. 40 FALKINIM

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.