Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 38
NÝJAR BÆKUR Karlotta Lövenskjöld Selma Lagerlöf er óefað ein- hver allra vimælasti rithöfund- ur á Norðurlöndum, frægð hennar stóð með mestum blóma á öndverðri þessari öld, og hún hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1909. Verk Selmu er óþarfi að kynna fyrir ís- lenzkum lesendum af eldri kyn- slóðinni, þar sem fjölmörg verk hennar hafa verið þýdd og þeim tekið með miklum fögn- uði, þar á meðal höfuðverk hennar Gösta Berlings saga og Jerúsalem. Karlotta Lövenskjöld er hluti af sagnabálki um verm- lenzka aðalsætt, og hefur fyrsti hluti þessarar „þrísögu" komið áður í ísl. þýðingu undir nafninu Reimleikinn á Heiðar- bæ, en sagan um Karlottu er önnur í röðinni. Þýðandi bók- arinnar, Arnheiður Sigurðar- dóttir, segir í formála, að sagan sé „lofsöngur til hversdagslífs- ins — vitnisburður um sigur skynsemi og raunhyggju yfir öfgum og draumórum.“ Þriðja sagan í þessum sagnaflokki nefnist Anna Svard. Flestar sögur Selmu Lagerlöf f jalla um það, hvernig góðsemi, raunsýni og dugnaður bera sigurorð af eigingirni, þröng- F.ýni og trúaröfgum — og þar er Karlotta Lövenskjöld engin undantekning. Þykir kannski gamaldags yrkisefni á atómöld, en skáldtök Selmu Lagerlöf eru slík, að gömul hugtök öðl- ast nýtt gildi, og henni tekst jafnan að sneiða hjá væmni. Sögur hennar eru ekki reyfar- ar, heldur "káldskapur. Karlotta Lövenskjöld er 259 blaðsíður að stærð, gefin út af Setbergi og kostar kr. 274,30. Misvindi Á síðasta ári gaf Almenna bókafélagið út greinasafn eftir Snæbjörn Jónsson, og nefndist það Vörður og vinarkveðjur. Nú kemur út annað greinasafn Snæbjarnar, að þessu sinni undir titlinum Misvindi, um það segir Snæbjörn: „Safn það, sem hér birtist, er að nokkru leyti ólíkt hinu fyrra, því hér koma nú nokkur dæmi ádeilu- greina minna.“ 38 FÁLK.INN Snæbjörn Jónsson er afkasta- mikill greinahöfundur, enda hafa greinar eftir hann birzt í Snæbjörn Jónsson. íslenzkum blöðum og tímarit- um í nærfellt hálfa öld, og ber þetta safn þess ærin merki, að víða er komið við. Hér eru greinar um kristindóm, spírit- isma, bókagerð, blaðamennsku, en sennilega verða samt mann- lýsingar Snæbjarnar, sem eru ófáar í þessu safni, eftirminni- legastar lesendum. Misvindi er gefið út af ísa- foldarprentsmiðju, er 240 bls. að stærð og kostar kr. 295,40. Endurminningar Bernharðs Fyrir þremur árum komu út hjá Kvöldvökuútgáfunni á Ak- ureyri Endurminningar Bern- harðs Stefánssonar alþingis- manns, myndarlegt rit og á ýmsan hátt skorinort. Náðu þær endurminningar fram til ársins 1944. Nú hefur Bernharð bætt við síðara bindi minninga sinna, og nær það frá 1944, þar til er hann varð sjötugur. Bernharð leggur á það áherzlu í formála sínum fyrir þessu bindi, að bókinni sé ekki ætlað hlutverk stjórnmálasögu, hér sé á ferðinni persónulegar end- urminningar, þótt að sjálfsögðu verði ekki hjá því komizt hjá stjórnmálamanni að víkja tölu- vert að þeirri refskák. Hann segist og setja sér það mark „skrifa það eitt, sem ég vissi sannast og réttast.“ Bókin er forvitnileg, einkum vegna þess er um stjórnmálin er ritað.. Hér er mikill skortur rita um ís- lenzk stjórnmál, og enda þótt hér verði varla krafizt hlut- lausrar frásagnar, er engu að síður girnilegt að kynnazt vett- vangi stjórnmálanna innan frá, Bernharð Stefánsson. frá bardagamönnunum sjálfum. Bókin er 252 blaðsíður að stærð, gefin út af Kvöldvöku- útgáfunni og kostar kr. 284,85. Steingrímur Thorsteinsson Hannes skáld Pétursson hef- ur sent frá sér bókina Stein- grímur Thorsteinsson, líf hans og list, og fyllir hún skarð, sem lengi hefur staðið autt. Við höfum hvergi nærri kannað menningararf okkar frá síðari öldum sem skyldi, og fyrir þá sök eina er mikill fengur að bók Hannesar. Hún er ekki vísindarit í ströngum skilningi, brýtur ekki einstaka þætti í list Steingríms til mergjar, heldur sinnir hún skáldinu og manninum í heild, rekur ævi hans, skýrir viðhorf hans til Hannes Pétursson. listar og lífs og fjallar víða rækilega um skáldskap hans. En umfram allt færir bókin Steingrím nær nútíma íslend- ingnum um leið og eykur skiln- ing ökkar á íslénzkri menri- ingu á 19. öld. Gildi bókarinnar er fyrst og fremst fólgið í þeirri heildarmynd, sem hún birtir af Steingrími Thorsteinssyni og samtíð hans. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Odda, gefin út af Menningarsjóði, en Hörður Ágústsson hefur annazt útlit hennar. Bókin kostar kr. 369,25. Heildarútgáfa á verkum Steins Steinars Kvæðasafn og greinar er nafn á nýrri heildarútgáfu á verkum Steins Steinars í um- sjá Kristjáns Karlssonar, og er þetta í fyrsta sinn, sem verk Steins birtast öll saman, bæði í bundnu og óbundnu máli. hins vegar er skammt síðan Hannes Pétursson safnaði rit- gerðum Steins saman í snotra bók, er bar titilinn Við opinn glugga. Urðu þessar ritgerðir, sem margar hverjar höfðu ekki birzt á prenti fyrr, mörgum fagnaðarefni, og þá fyrst mátti sjá, hversu mikill stílisti Steinn var á óbundið mál. Engu að síður er skemmtilegt að fá nú verk Steins öll á einn stað, ásamt mjög snoturri rit- gerð um skáldskap hans eftir Kristján Karlsson, en þar segir hann m. a.: „Fáir menn horf- ast jafn-staðfastlega og sjálfs-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.