Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 6
Predikarinn og púkinn Svo sem þér sáið, munuð þér uppskera. Svo bezt að gæsin t mist ekki í spilið. Mandy Rice Einu sinni var þessi stúlka og vin- kona hennar Christine Keeler mikið umtalaðar ekki aðeins í sínu heima- landi heldur og víða um lönd. Mönn- um er þetta mál enn svo minnisstætt að óþarfi er að rifja það upp nánar. Þessi stúlka heitir Mandy Rice Davis. Það síðasta sem við fréttum af henni var að hún var að hefja kvikmyndaleik en hvernig það hef- ur gengið vitum við því miður ekki. það er baksvipur þeirra sem er myndað- ur og þarna sjáum við hluta af öllum þeim skara af ljósmyndurum sem venjulega fylgir þeim. Mikið er búið að skrifa um þessa drengi frá Liver- pool og mikilli skriðu hafa þeir komið af stað. Enn halda þeir vinsæld- um sínum þótt eitt- hvað sé þær farnar að réna. Og það er mikið búið aðskrifa um þessa drengi og birta af þeim mynd- ir. Þeir hafa leikið í sinni fyrstu kvik- mynd og hér gekk hún vikum saman enda ekki nema von þar sem menn fóru allt að þrjátíu sinn- um að sjá goðin. Og hér birtum við enn eina myndina af drengjunum frá Liver- pool. Hún er að því leyti óvenjuleg að The Beatels sá bezti Þessi orðaskipti áttu sér nýlega stað í landajrœðitíma hér í einum skólanum. — Hvar er Brasilía? spurði kennarinn. — í Asíu, svaraði nemandinn. — Veiztu ekki hvaðan kafjið kemur? — Jú, frú Kaaber. Frá Söru Churchill Sara dóttir Winston Churc- hill hefur fengið það orð á sig að skvetta duglega í sig endr- um og eins og á þá til að vera all athafnasöm. Nýlega var hún í Róm og datt þá duglega í það eins og sagt er. Hún var að drekkja sorgum sínum vegna þess að hinn ítalski vinur hennar Mauro del Vecchio hafði stung- ið hana af. Vecchio hefur um þriggja ára skeið verið trúfast- ur vinur Söru og að sögn verið henni nokkurs konar antabus. En þetta fór allt vel því nokkr- um dögum seinna kom Vecchio í dagsljósið aftur og allt féll í ljúfa löð. Hér fylgja tvær myndir, sú til vinstri er tekin fyrir utan einn næturklúbb í Róm meðan Vecchio var í felum en hin er tekin eftir að hann kom í dags- ljósið. Anna Magnani Það er orðið nokkuð langt síðan við höfum séð Önnu Magnani á hvíta tjaldinu. 1955 fékk hún Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni The Rose Tatto, þar sem hún lék á móti Burt Lancaster. Síðasta myndin sem hún lék í var Herrenpartie, en ekki getum við upplýst hvenær hún verður á ferðinni hér. Þessi mynd er tekin af leikkonunni þegar hún var í Róm að heimsækja tvítugan son sinn Luca en hann hefur verið lamaður frá barnæsku. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.