Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 24

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 24
Börnin voru um það bil að ljúka við að borða kvöldmat- inn, þegar faðir þeirra, Bragi útgerðarmaður kom inn í borð- stofuna. „Ég held ég ruglist alveg í þessu þvargi,“ sagði hann. „Þeir standa á mér úr öllum áttum þesir vermenn. Þeir heimta þetta og þeir heimta hitt, eins og það sé gert fyrir mig, að þeir vinni.“ Þórdís kona hans leit upp frá því að mata yngsta barnið þeirra. „Þú sérð það Bragi, að þér er sjálfum hagur í því, að fá menn á bátana, annars mynd- urðu varla leggja það á þig að gera þá út ekki minna vafstur en það kostar þig,“ sagði hún. .íÞað má segja,“ sagði Bragi. „En > mér finnst þeir gætu gjarnan tekið það með í reikn- inginn, að hagnaðurinn hlýtur einnig að vera þeirra megin.“ „Jæja góði minn, reyndu þá að miðla þessu svo allir verði ánægðir. Ég veit að sjálfum þér mun einnig líða bezt þannig.“ Þannig eru ævinlega tilsvör 24 Þórdísar, hugsaði Bragi. Það á - að miðla og miðla, gefa og gefa, og láta þá heimta. Og Bragi gekk annars hugar um gólf. Allt í einu stanzaði hann og leit á konu sína. „Hvað segir þú um það, Þór- dís, að nú viU einn fá að liggja inni í kjallaranum hérna yfir vertíðina?" Konan hætti að mata barnið og setti frá sér diskinn. „Við getum ekki tekið mann í matarkjallarann," sagði hún seinlega eins og henni þætti fyrir að þurfa að segja þetta. „Ónei, ekki var það nú held- ur ætlunin,“ sagði Bragi. „Það yrði í fram-kjallaranum, þar sem ég hef hefilbekkinn minn og allt smíðadótið.“ „Já, góði minn, þar gætirðu hæglega lofað manni að vera þér að bagalausu, fyndist mér.“ Og Þórdís leit á mann sinn skærum, dimmbláum augum. „Léti ég þetta eftir í eitt skipti, yrði það bara hefð. Þeir legðu undir sig kjallarann og ekki yrði fyrir séð, nema þeir gætu kveikt í.“ Þórdís stóð upp og þrýsti þarninu upp að sér. Frá hennar hálfu var þetta útrætt mál, þar sem öllum getsökúm var alveg ofaukið. Hún gekk hægt og virðulega inn í svefnherbergið. Bragi hélt áfram að ganga um gólf. Hann mátti vita það fyrirfram, hvernig Þórdís tæki þessu, og líklega váeri bezt hann léti þetta eftir, þó böívað þætti honum það. Þetta samtal hjónanna fór að mestu leyti fram hjá börnun- um. Þau heyrðu svo oft talað um menn og báta og sjóinn, að þau hlustuðu hvergi nærri eftir hverju orði, sem sagt- var. . En hún Þura, unglingurinn, sem leit eftir börnunum, hafði tekið eftir og mundi samtalið næ'sta dag, er hún gekk fram- hjá kjallaradyrunum. Kjallar- inn var lokaður eins og venju- lega og engin merki sjáanleg um, að þar væri neinn inni. Þetta var góður vetur og úr- tök sjaldgæf fyrir sjómennina. En á kvöldin mátti oft heyra á tali Braga, að ekki myndi hann græða nú fremur venju á vertíðinni. Allt væri þetta stórt happdrætti, það væri munur eða fyrir bóndann í sveit- inni, er engu hætti. Hann ætti sínar skepnur, gæti lifað af þeim og okrað á kaupstaðarbúum með af- urðir sínar. „Skiptu bara um,“ sagði Þórdís. „Ég skal koma með þér í sveit, ef þú átt hægara með að framfæra þitt heimili þar. En hefurðu ekki gleymt því, Bragi, þegar þú varst smali á Lambastöðum? Ég man svo langt, að er ég var að aíast upp í , sveitinni, bjargaðist eng- “ - inn, sem ekki lagði síg _í | óskiptán fram til starfs- ins.'“ Bragi þagði. Ekki þýddi honum að fara út í þessi mál við konu sína, það ætti hann að vita. Hún myndi vera til með að segja honum, að mann- leysurnar lifðu hvorki til sjávar né sveita. Hann sneri því máli sínu að öðru. „Kona góð,“ sagði sagði hann. „Ég er hræddur um, að ég losni aldrei við karlinn úr kjallaranum.“ „Ekki skaltu kvíða því,“ sagði Þórdís hæglát- lega. „Þegar vertíðin er úti, fjarlægjast þessir menn, eins og vant er, hann eins og þeir hinir." „Mamma, er ljótur karl í kjallaranum?“ spurði elzti drengurinn, sjö ára snáði. „Nei, ekki í okkar kjall- ara,“ sagði konan snögg- lega og leit á mann sinn. Bragi klóraði sér bak við eyrað. Það var dálítið undarlegt, hvernig Þórdís tók þessu kynlega mann- fólki, einmitt því fólki, sem honum fannst vera sér og öðrum til trafala á einhvern hátt. En þegar vertíðin yrði úti, myndi hann fará að smíða, eins og venjulega, og þá varð þó kjallarinn að verá laus. ,, Nokkrum dögum síðar varð Þórdís snögglega lasin, er hún var að taka saman leifarnar af kvöld- . borðinu. Hún kallaði á Þuru og lét hana bera fyrir sig matinn ofan í kjallarann. Þegar Þura hafði farið tvær ferðir niður, rétti Þórdís henni skál með alls konar mat eins og þeim, er þau Framhald & bls. 26. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.