Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 18
HVIT
ÞRÆLASALA
f/rir valinu sakir þess hve vel yður tókst að upplýsa málið
í Monterrey.
Jósefína Montesíó var trúlofuð Guerra leynilögreglumanni
eg þegar hann og yfirmaður hans leituðu að stúlku sem tál-
beitu í þessari hættulegu rannsókn, — án þess að finna nokkra,
þá bauð Jósefína sig fram til að leika verksmiðjustúlku og
jafnframt að verða seld mansali — ef hvít þrælasala tíðk-
aðist þá á annað borð í León.
Guerra var á móti skapi að tefla tilvonandi eiginkonu sinni
í þessa hættu en Jósefína lét engan bilbug á sér finna; — Ef
ég á að giftast lögreglumanni verð ég að venjast hættunni.
Auk þess verður þú ekki víðs fjarri. Ég er ekki hrædd.
En hefði þau órað fyrir því hvílíkri ógn og skelfingu þau
yrðu vitni að, þá er hætt við að stúlkan hefði hugsað sig
tvisvar um og Guerra hefði aldrei fallist á þátttöku hennar.
Stúlkan hafði verið tvo daga í León þegar hún hitti frú Delsó.
Þá stóð Guerra aðeins í fárra faðma fjarlægð, falinn í myrku
dyraskoti. Meðan konurnar gengu niður götuna fylgdist hann
í humátt á eftir. Jósefína fluttist í gistivistina til senjóru
Delsó — Guerra var á sveimi í hæfilegri fjarlægð.
Tveim kvöldum seinna stóð hann á götuhorni og beið eftir
að hún kæmi á hið venjulega stefnumót þeirra, en hún kom
ekki.
Ef til vill hafði eitthvað tafið hana hugsaði hann með sér
en þegar klukkustund leið án þess bólaði á henni greip hann
ótti. Eftir tvo tíma var honum öllum lokið og hann ákvað
Þarna er verið að grafa
upp fjöldagröf á búgarð-
inum sem vikið er að i
greininni.
FALKINN