Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 37

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 37
óþægilegur, sagði Don Camillo. «— Við komum hingað til þess að leita sannleikans en ekki til þess að þjóna hugarórum. Stjórnarfulltrúinn fylgdist með þessu samtali með hjálp félaga Petrovnu. Peppone sat hljóður og þungbúinn, en til allrar hamingju var matur inn borinn, þegar samtalinu var hér komið, svo að ekki urðu meiri slys af að sinni. Menn sneru sér alls hugar fegnir að matnum. Kálsúpan var að vísu ekki tilreidd alveg eftir ítölskum smekk, en hún var bragðbætt með smábitum af reyktu svína- kjöti. Gestgjafarnir sýndu líka Þá rausn að bera á borð vín, sem hýrgaði skapið og leysti tunguhaftið. Talið beindist að dráttarvélaverksmiðjunni á nýjan leik, og félagi Peretto, Sem vildi bæta fyrir það að hafa mælt Fiat-verksmiðjunum bót, vakti athygli Don Camillos á nokkrum atriðum, sem sýndu ágæti og yfirburði hinna rússn- esku dráttarvéla. — Það er eðlilegt, sagði Don Camillo, — Því að rússneska þjóðin er snjallari og hugvit- samari en aðrar þjóðir. Það hugvit nær ekki aðeins til þess að smíða útvarpsviðtæki og gervitungl, heldur til margvís- legra annarra tækja. Tökum til dæmis þvottaskálarnar í her- bergjunum okkar. í stað þess að hafa einn krana með köldu vatni og annan með heitu, hafa þeir blöndunarkrana, sem gerir mönnum fært að fá sér vatn með hvaða hitastigi, sem þeir óska sér... Þetta virðist ef til vill smámunir í fljótu bragði, en er þetta að finna annars staðar? Þetta gat Rondella ekki látið framhjá sér fara andmælalaust. — Félagi, berðu ekki slíkan þvætting á borð fyrir vitiborna menn. Afi minn kunni meira að segja skil á því, hvernig ætti að gera slíkan blöndunarkrana. Hvaðari ber þig eiginlega að? — Frá því héraði Ítalíu, sem getur hrósað sér af því að eiga fleiri kommúnista en önnur héruð — með öðrum orðum frá mesta framfarahéraði lands- ins. Þar að auki get ég huggað mig við það, ef ég er ekki einn um þessa skoðun. Churchill hefur sagt þetta sama í endur- minningum sínum, og enginn getur sakað Churchill um að draga taum kommúnista. En Rondella var ekki í nein- um vafa um þessa hluti, og hann lá ekki á áliti sínu. — Ég læt mér í léttu rúmi liggja, hvað Churchill hefur sagt. Ég segi það hins vegar að þú leggir vopn í hendur fjandmönnum okkar með þessu tali, félagi. Ef sannleikurinn er ofar öllu, verðum við að sýna, að við virðum hann. Don Camillo tók gleraugun af sér, þerraði af þeim móðuna og setti þau upp aftur, áður en hann svaraði mildum orð- um: — Sannleikurinn á ætíð samleið með hinum vinnandi stéttum, félagi. Þú átt fremur að treysta augum þínum en hugboði. Hugmyndir þínar eru líka um of á reiki, því að það er of mikið af, auðvaldsköngu- lóarvef í heila þínum. — Ég held, að heilinn á þér sé eins og sáld, félagi, sagði Rondella snúðugt. — Þar að auki hefur þú reynt að troða mér um tær alla stund síðan við hittumst. Ég skal hafa auga með þér, þegar við komum heim aftur. — Ég hef ekki eins mikla biðlund og þú, félagi. — Ég ætla að hafa auga með þér nú þegar og hér. Nú gerðist allt með skjótum hætti. Rondella reis hvatlega úr sæti og rak krepptan hnefa í vangann á Don Camillo, og Don Camillo svaraði þegar í sömu mynt með þeim árangri, að Rondella hraut aftur niður í sæti sitt. Stjórnmálafulltrúinn fór þegar að ræða ákaft við túlkinn, og hún túlkaði það fyrir Peppone. Peppone reis úr sæti, gekk til Rondella. Hann tók þéttingsfast í hálsmál hans að aftan, lyfti honum úr sæti og leiddi hann út. — Félagi, sagði Peppone, er Rondella hafði náð sér svolítið. — Stjórnmálafulltrúinn telur þig ekki í húsum hæfan. Lík- lega á loftslagiS hérna ekki vel við þig. Eftir klukkustund fec flugvél héðan til Berlínar, og hann kveðst geta útvegað þér far með henni. Þaðan skaltu síðan halda beina leið heim. — Mér er þaS sönn ánægja, hreytti Rondella út úr sér. — Þú getur várla ímyndaS þér, hve feginn ég er að vera laus við ykkur, þessa fáráðlinga. — Taktu þessu með meiri stillingu. Við ræðum betur um málið, þegar við hinir komum heim. Rondella opnaði veski sitt, tók upp flokksskírteini sitt og reif það umsvifalaust í tætlur. — Já, við hittumst ef til vill síðar, sagði hann. — En þá verð ég ekki í sömu herbúðum og þú. Peppone varð að stilla sig Framhald á 3. kápusíðu. ii I : ríiiö elcrri skrudduna,ef biö viljið losna viö ‘f.l. engingu • FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.