Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 43

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 43
DOIM CAIVIILLO . . Framh. ai bis. 37. til þess að ekki kæmi til þess, að hendur væru látnar skipta. Þegar hann kom aftur inn í borðstofuna, reyndi hann að brosa glaðlega. — Jæja, þessu er ráðið tii lykta, sagði hann. — Félagi Rondella er þakklátur félaga Oregov fyrir hugulsemina. Síöan tók Peppone glas sitl og mælti fyrir skál til heilla hinum sigursælu Sovétríkjum, og félagi Oregov endurgalt með því að mæla fyrir skál friðar og frelsis til handa ítölskum verkamönnum úr klóm auð- valdsins. — Eigum við ekki að drekka skál Nadíu? hvíslaði Scamoggia að Don Camillo. — Stilltu þig, félagi, svar- aði Don Camillo. Kvöldverðurinn endaði í glaðværð. Rúmri klukkustund síðar, er Rondello var á leið til Berlínar, gengu þeir Pepp- one og Don Camillo til her- bergis síns. — Slökktu ljósið, félagi, sagði Don Camillo. Þú getur kveikt það aftur,. ef þú vilt, þegar við erum háttaðir. — Hvað á það að þýða? spurði Peppone háðslega — Prestur getur ekki látið kommúnistaþingmann sjá sig á náttklæðunum, svaraði Don Camillo. Þegar ljósið var kveikt aftur, tók Don Camillo minnisbók sína og skrifaði í hana: Félagi Walter Rondella snýr aftur til síns heima. Upphátt sagði hann: — Þar féll einn rauðliðinn. — Engum nema presti er trúandi til þess að beita slíku þorparabragði, sagði Peppone. — Ég vona, að þú reynir ekki að leika þannig á mig. — Við verðum að ræða við þann, sem ég geymi í pennan- um mínum um það, sagði Don Camillo hægt. Hann skrúfaði hettuna af pennanum og tók úr belg hans smáhlut, sem reyndist vera Kristsmynd á silfurkrossi. — Drottinn minn, sagði Don Camillo og hóf augu sín til himins. — Fyrirgefðu mér, að ég skuli setja handleggi þína á hjarir, svo og arma krossins. En ég gat ekki tekið þig með mér öðrum kosti. — Amen, þrumaði Peppone og stakk höfðinu undir sæng- ina. Framh. í næsta blaði. FIOGFAR STRAX-FAR CREITT SlflAR Loftleiðir bjóða íslenzkum viðskiptavinum sínmn þriggja til tólf mánaða greiðslufrest á allt að helm ngi þeirra gjalcla, sem greidd eru fyrir flugför á áætlun- arflugleiðum félagsins. Skrifstofur Loftleiða í Reykjavík, ferðaskrifstofurn- a; og umboðsmenn félagsins úti á landi veita allar nánari upplýsingar um þcssi kostakjör. TRYGGIÐ FAR MEÐ FYRTRVARA. — Fyrirgefið fröken, eigið þér þennan hund? — Læknirinn segir að ég verði að fá mér gleraugu . ..

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.