Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 14
MADURINN OG BHIINN..
VEGURINN GGILANDID...
svo er ákveðið að hafa samband seinna. Þegar samtalinu lýkur,
snýr Gunnar sér að mér og segir:
— Þetta er maður sem ætti að verðlauna.
Svo segir hann mér gerla frá séra Stefáni Eggertssyni á
Þingeyri, sem lætur sér ekki nægja að messa yfir fólki,
skíra það, grafa og gifta, heldur stendur í stöðugu sambandi
við það á öldum ljósvakans dag og nótt, skip í hafi, báta á
miðum, bíla á heiðum. Á Þingeyri er ekki starfrækt önnur
loftskeytastöð en sú, sem sóknarpresturinn hefur komið sér
upp af sjálfsdáðum, og Gunnar segir mér, að sú stöð sé alltaf
opin, sé presturinn ekki viðlátinn, verði prestskonan fyrir
svörum. Þau hjónin hafa unnið ómetanlegt starf með sjálf-
boðastarfi sínu og oftar en einu sinni átt þátt í björgun manna
úr lífsháska. Allt starf séra Stefáns er unnið af áhuga einum
saman, laun fær hann engin og ætlast ekki til þeirra. Síðar á
þessu ferðalagi átti ég eftir að sannfærast um, að Gunnar fór
ekki með fleipur. Lítið dæmi sannaði mér, að séra Stefán
rækir þetta prestakall sitt í loftinu af engu minni alúð en það,
sem hann vígðist til.
Á miðjum aftni náum við Svarfhóli, og þar er áð litla
stund, meðan menn gleypa í sig matinn, og síðan er haldið af
stað í skyndi. Enga mínútu má missa. Hjólin snúast áfram,
þótt nú sé vegurinn í fangið og allur þungfærari. Nú er allra
veðra von, og þótt stillt sé þessa stundina, er veðrinu aldrei
að treysta á Vestfjarðarkjálkanum, það getur rokið upp í
stórhríðarbyl þegar minnst varir.
Og enn er löng leið til ísafjarðar, um fjöll og firnindi að
fara, djúpa dali og dimma. Sums staðar glyttir í ljós meðfram
veginum, þar eru bæir og þar býr fólk en sífellt verður
Langþráð stund: — Gunnar kominn heim og fer úr skónum
á tröppunum.
Keðjurnar settar undir áður en haldið er á Breiðadalsheiði.
■ ' ■■
••••
V- ?
■>:•:' v-MW-