Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 7
Þau eru orðin margvísleg hlutverkin sem Vincent Price
hefur farið með á hinu hvíta tjaldi. Hann er fæddur í
Englandi árið 1911 en árið 1938 lék hann í kvikmynd eftir
að hafa getið sér gott orð sem sviðsleikari. Alls mun hann
hafa leikið í um fimmtíu myndum. Nú seinni árin hefur
hann leikið í myndum sem gerðar hafa verið eftir sögu
Edgar Allan Poe og hafa nokkrar þessara mynda verið
sýndar í Hafnarbíó. Nú í vetur mun áðurnefnt kvikmynda-
hús sýna mynd sem byggð er á hinu þekkta kvæði Poe
Hrafninn. Þar fara þeir með áðalhlutverkin Price og Peter
Lorie.
Þessi mynd af Vincent Price er af honum í kvikmynd-
inni Twice Told Tales
Vincent Price
Eftir einn af hljómleikum Bítl-
anna í London gekk fram einn
| 1 “fý í 'Jýi 4" maður og rétti einum þeirra John
Lemon hendina og sagði:
— Ég er faðir þinn. Það gleður
' f mið að þér skuli ganga vel.
Þegar John var fjögurra ára
" J J skildu foreldrar hans og síðan
hafa feðgarnir ekki sést.
— John hefur hæfileikana frá
mér, sagði hinn skildurækni faðir
við blaðamenn. Ég söng eins og
hann fyrir 25 árum.
Í4‘fZý Eftir að þeir feðgar höfðu ræðst
Í»1ÉÍÉͧÍ1ÍÍ1I1 % :;| { f við nokkra stund kvaddi faðirinn
L ":!! i f 1 og hélt til vinnu sinnar en hann
vinnur á hóteli.
í vor sem leið sýndi Stjörnubíó
kvikmyndina Byssurnar í Navarone.
Þessi mynd hefur orðið geysi vin-
sæl og verið endursýnd tvisvar.
Anthony Quinn leikur eitt aðalhlut-
verkið í þeirri mynd, grískan skæru-
liða sem berst gegn Þjóðverjum.
Leikur hans er sem oftast endranær,
sterkur og sérstæður. Á næsta ári
verður Quinn fimmtugur en það cr
enginn aldur fyrir mann eins og
hann. Hann hefur leikið í fjölmörg-
um kvikmyndum, nú síðast mynd-
unum The Visit þar sem hann lék á
móti Ingrid Bergman og svo Kiss
me stupid. Árið 1952 fékk hann
Oscar-verðlaunin fyrir leik sinn í
myndinni Viva Zapata. Næsta mynd
sem við munum sjá Quinn leika í
verður væntanlega Arabíu Lawrence
sem Háskólabíó mun sýna innan
skamms.