Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 20
Nú á þessu hausti kemur ut fjórða skáldsagan éftir Ingibjörgu Jónsdóttur. Ingibjörg er sex barna móðir en þó segist hún alltaf hafa tíma til að skrifa. Og hún skrifar fleira en skáldsögur því um þessar mundir fer Þjóðleikhúsið að hefja œfingar á barnaleikriti hennar: Ferðin til Limbó. ÉG KALLA MiG E Það mun óþarfi að kynna Ingibjörgu Jónsdóttur fyrir lesendum Fálkans. Hún hefur skrifað nokkrar smásögur í blað- ið og eina framhaldssögu, sem vakti töluverða athygli, svo ekki sé meira sagt. Sú saga hét Búið í blokk. Sjálf býr Ingibjörg í blokk og er sex barna móðir. En þrátt fyrir sinn stóra barna- hóp gefur Ingibjörg sér tíma til rit- starfa, og nú fyrir jólin kemur út fjórða skáldsaga hennar, Systurnar. Þá mun Þjóðleikhúsið væntanlega hefja bráð- lega æfingar á nýju barnaleikriti eftir Ingibjörgu, Ferðin til Limbó. Okkur datt í hug, að lesendur hefðu gaman aí að kynnast Ingibjörgu ögn nánar, hvernig hún gefur sér tíma til ritstarfa og hvað hún hefur nýtt á prjónunum. Og svo heimsækjum við hana einn daginn, og fyrsta spurningin, sem við leggjum fyrir Ingibjörgu, er: — Hvers vegna fórst þú að skrifa Ingibjörg? — Ég hef oft verið spurð á þessa leið, svarar Ingibjörg, og venjulega hef ég svarað því til, að ég hafi verið blönk og verið að byggja. En þetta er ekki nema hálft svar. Um tíma þýddi ég framhaldssögur fyrir Alþýðublaðið, og þessar sögur voru eins og framhalds- sögur oft eru 5. flokks skáldsögur. Mér þótti þetta heldur leiðinlegt, þegar fram í sótti, og persónur þessara framhalds- sagna fóru að ásækja mig í svefni og vöku. Þetta var leiðinlegt fólk. Ég hafði orð á þessu við manninn minn, og hann sagði þá við mig, að ég skyldi þá bara skrifa sjálf Og einn daginn hóf ég svo að skrifa sögu. Það tók mig ekki langan tíma, og þegar sagan var búin, fór ég með hana til Gunnars í Leiftri. Sagan kom svo út sama árið — Það var 1961 — og hét Máttur ástarinnar. — Og nú er fjórða sagan að koma út? — Já, ég hélt mig við ástina í þrjú ár. Ást í myrkri kom út 1962 og Ást til sölu 1963. Sú, sem kemur núna, heitir Systurnar. — Fjallar hún ekki um ástina eins og þær fyrri? 20 FÁLKINN — Jú, hún gerir það. Sagan segir frá tveimur systrum. Sú eldri er þrjátíu og sjö ára, en sú yngri átján ára. Sú eldri á sér vin og yngri systirin verður hrifin af honum, og sagan fjallar um samband þeirra þriggja. — í öllum fyrri bókum þínum eru aðalsögupersónurnar ungar stúlkur. — Já, ég hef heyrt sagt, að þar segðl ég frá eigin reynslu, þótt það sé alls ekki rétt. Ég skrifa aldrei um eigin reynslu né heldur um fólk, sem ég þekki. Ég hef einu sinni reynt það, en mér þótti það erfiðara, og mér var sagt, að allir mundu þekkja persónurnar. En ef fólk vill heldur trúa því, að ég skrifi um sjálfa mig og fólk, sem ég þekki, þá má það lifa í sinni trú. — Sumir segja, að sögur þínar séu klúrar. — Já, mikil ósköp, ég hef oft heyrt það sagt. Sjálfri finnst mér það ekki. En það eru alltaf til menn, sem eru á hnotskó eftir klúrheitum, og með því líku hugarfari er víst lítill vandi að finna slíkt í bókum og hvar sem er. — Þú ert mjög fljót að skrifa bækur? — Já, það tekur mig sjaldan meir en þrjár vikur. Ég geng að þessu af miklum krafti, og þegar sagan er búin, fer ég með hana til útgefandans. Síðan hugsa ég sjaldnast meira um hana. Og ef ég á að vera hreinskilin, þá held ég að ég gæti ekki skrifað bók, sem ég þyrfti að vinna lengi. Þar sem ég þyrfti að liggja yfir hverri setningu eins og sumir rithöfundar gera. Ég kalla mig ekki rithöfund. — Hvað ertu þá? — Ég veit það ekki, en ég er ekki rithöfundur. Rithöfundar skrifa góðar bækur, sem þeir ganga með tímunum saman, en það geri ég ekki. Ég skrifa heldur ekki góðar bækur. Ég skrifa bækur sem fólkið styttir sér stundir við að lesa, og það kaupir þær. Hvers vegna veit ég ekki, en það er ekki vegna þess. að þær séu vel skrifaðar. Og mér er sama hvernig bækur fólkið les. Það er þess mál, en ekki mitt. Og ég er ekki pólitísk eins og margir rit- höfundar eru. Ég er hins vegar á móti kjarnorkusprengjum og það eru víst flestar mæður. — Þú sagðir áðan, að þú skrifaðir ekki um fólk, sem þú þekkir. Margir vildu þó halda öðru fram um sögu þína Búið í blokk. — Já, ég hef mikið heyrt um þá sögu. Mér er sagt, að hún hafi vakið tölu- verða athygli, og margir hafa talað um hana við mig. Einn morguninn þegar ég kom hér fram á ganginn, hitti ég póstinn. Hann fór að tala um þessa sögu og sagði að hún væri góð, svona væri fólkið. Þó held ég ekki, að ég hafi haft neinar ákveðnar persónur til fyrir* myndar, en sjálfsagt finnast margar hliðstæður. — Þú átt sex börn. Hvernig ferðu að því að gefa þér tíma til ritstarfa? — Það er ekki mikill vandi. Ég hef oft verið að hugsa um, hvað þær kon- ur gerðu, sem ættu ekki nema eitt eða tvö börn. Meðan ég átti þau bara fjögur vann ég úti. Nú eru þau orðin það mörg, að ég get það ekki, en alltaf gefst mér tími aflögu, og hvað á ég að gera við hann? Því ekki að skrifa? Ég er á fótum klukkan sjö á morgnana, og klukkan hálfátta borðum við öll morgunmat. Síðan koma venjuleg hús- verk, tiltekt, dytta að fötum og þess háttar. En þetta tekur ekki allan dag- inn. Og þann tíma, sem ég hef aflögu nota ég vel. Þetta er allt og sumt. — En börnin, gefa þau þér frið til að skrifa? — Þau eru nú eins og flest heilbrigð börn eru, dálítið uppivöðslusöm. Þau elztu hafa gaman af því, að ég sé að skrifa, sérstaklega þegar ég er að skrifa barnasögur. Það er líka gaman að skrifa barnasögur. og því miður er gert allt of lítið að því hér á landi. Þær bækur, sem þýddar eru fyrir börnin, eru heldur ekki allar heppilegar. Það þarf að vanda vel til barnabóka. En ég er ekki á því eins og sumir að banna börnum að lesa nema um einhver tiltekin efni. Ég man, að þegar ég var ung, lás ég allt, sem ég kom höndum yfir. Elzta dóttir mín,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.