Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 23

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 23
Don Camillo. — Þetta er atóm- bomba. Gengur hún eins vel i augun á þér og mér? — Já, það held ég, svaraði Don Camillo og bað herrann um fyrirgefningu í huganum, — Ég er ekki viss um, að stúlk- ur séu fallegrí annars staðar. Hann sagði þetta hátt til þess að félagi Rondella mætti heyra, og hann beit auðvitað þegar á agnið. — Já, hún er ekki ósnotur, viðurkenndi hann, — en við höfum nú alveg eins fallegar stúlkur heima. — Já, og heima vita þær, hvernig þær eiga að klæðast, sagði Don Camillo. — Ef við létum fegurðardísir okkar í fötin hennar Nínu Petrovnu, mundu þær ekki verða álitleg- ar. Þessi stúlka býr yfir klass- ískri fegurð. Hún er ekki eins og brúðurnar, sem við sjáum í borgum okkar, til dæmis í Mílanó. — Þvættingur, félagi, mót- mælti Rondella. — Maður sér hvergi fallegri stúlkur en í Mílanó. — Láttu þér þetta í léttu rúmi liggja, félagi, sagði Sca- moggia. — Við eigum snotrar stelpur, það er alveg satt, en þessi stúlka býr yfir sérstæðri fegurð. Ég get ekki áttað mig á því þegar í stað, í hverju hún er fólgin, en ég finn þetta. — Þetta stafar af uppeldis- umhverfi hennar. Umhverfið skapar manninn — og líka kon- una. Þetta er grundvallarsann- leikur, en margt fólk virðist ekki gera sér hann ljósan. Félagi Rondella ætlaði ekki að láta hjá líða að segja álit sitt á þessu, en snöggur stanz kom í veg fyrir það. — Tollskoðun, tilkynnti Pep- pone og kom aftur í miðjan hópinn. Svo bætti hann við í eyra Don Camillos: — Ég vona, að þú hafir ekkert það með- ferðis, sem kemur okkur í bölv- un. — Félagi, sagði Don Camillo með þunga. — Ég þekki vegi heimsins. Skoðunin stóð ekki lengi, því að Peppone hafði búið svo vel í haginn. Allir höfðu þeir félag- arnir sams konar ferðatöskur og farangur þeirra var jafn- þungur. Hið eina, sem olli ofurlitlum vandræðum, var lítil flaska, sem fannst i tösku Scamoggia. Tollvörður- inn skrúfaði af henni hettuna og þefaði af innihaldinu. Síðan rétti hann félaga Petrovnu grip- inn. Hún sneri sér að Sca- moggia og sagði: — Hann langar til þess að vita, hvers vegna þú hefur með þér ilmvatn, sem konur nota. — Þetta er ekki ilmvatn handa konum, sagði Scamoggia hressilega. — Þetta er eau-de- Cologne, sem ég nota eftir rakstur. Hvaða tegund nota þeir eftir rakstur hér í Sovét? Ef til vill benzín. Hún hóf máls að nýju en sá þegar, að svona vasklegum manni yrði ekki þokað um set. Hún lét sér nægja að þýða að- eins fyrstu setningu Scamoggia fyrir tollvörðinn, sem tautaði eitthvað óskiljanlegt í barminn og stakk flöskunni aftur ofan Verði þér að góðu. Félagi Petrovna reyndi að horfa embættisaugum á hann, en ekki tókst betur til en svo, að hún ljómaði og roðnaði eins og auðvaldssinni. Hún tók til fótanna til þess að ná aðalhópn- um, sem kominn var spölkorn á undan, en Scamoggia tafðist enn litla stund við að loka tösku sinni. Síðan kveikti hann sér í sígarettu, hengdi hana í annað munnvikið og blés frá sér reyknum með velþóknun á sjálfum sér. Hópferðabíll beið þeirra við flugstöðina, og menn stigu þar inn. Þegar Peppone var að í töskuna. — Hér nota menn hreinan vínanda, sagði Nadía við Sca- moggia. — Hann segir að þú megir halda þessu til eigin notkunar, en þú mátt ekki selja það. — Scamoggia lokaði tösk- unni og bjóst til þess að ganga brott ásamt félögum sínum en staðnæmdist eftir tvö skref. — Bíðið annars andartak, sagði hann. — Ef það er venja hér að nota hreinan vínanda eftir rakstur, þá vil ég líka gera það. Og þar sem þið teljið þetta ilm- vatn handa konum, er bezt að kona fái það. Hann opnaði töskuna, greip flöskuna og ætlaði að rétta Nadíu hana, en hún ýtti henni frá sér. — Ertu ekki kona? spurði Scamoggia. — Jú — jú, að vísu, stam- aði hún. — Hérna, eigðu þetta þá. Ég ætla ekki að selja það. Þetta er gjöf. Hún virtist ráðvillt, en loks afréð hún að taka við flösk- unni og stakk henni handfljót í töskuna sem hékk í bandi á öxl hennar. — Þakka þér fyrir, félagi, sagði hún. — Ekkert að þakka, félagi. lyfta tösku sinni upp í netið ofan við sætið, drap Don Ca- millo hendi á öxl hans. — Foringi, sagði hann. — Nú hafa orðið einhver enda- skipti á hlutunum. Ég er með þína ferðatösku. Peppone leit á töskuna og sá, að þetta var rétt. Hann tók töskuna niður úr netinu og sá, að á merkimiða hennar var nafnið Camillo Tarocci. — Þetta gerir annars ekkert til, sagði Don Camillo. — Að- eins meinlaus mistök. Peppone settist gegnt Don Camillo. Þegar vagninn var kominn af stað, bætti hann við: — Ég hef þá farið með þína tösku í tollskoðunina? — Já, svo vildi til. — Jæja, og svo hefur líka viljað til, að þar hefur verið einhver bannvara? — Ekki svo teljandi sé. Að- eins helgimyndir, til dæmis af páfanum, og nokkrar oflátur. Hrollur fór um Peppone. Leið vagnsins lá um enda- lausa flatneskju, þar sem skjöldóttar kýr bitu gráfölt haustgras. Félagi Petrovna sagði, að þeir ættu að heim- sækja dráttarvélaverksmiðju, en síðan yrði farið til gisti- hússins, þar sem kvöldverður biði, og að honum loknum gætu menn tekið á sig náðir. Dráttarvélaverksmiðjan var í útjaðri borgarinnar. Verk- smiðjan var þyrping grárra steinkumbalda. — Þessi óskapnaður er af- sprengi þess, sem menn kalla iðnvæðingu, og hann er eirs hvar sem er í heiminum hugs- aði Don Camillo og setti að honum heimþrá eftir fallega þorpinu, þar sem mannshönd hafði lagt hvern einasta stein í leg sitt með vandvirkni, og allt tengdist í laðandi samræmi. Verkainennirnir voru sínu merki brenndir. í sumum verk- smiðjuhúsunum unnu aðeins konur — lágar og gildvaxnar konur, sem ekkert svipaði til félaga Petrovnu. Þar kom, að félagi Rondella gat ekki stillt sig um að koma að hlið Don Camillos og segja: — Félagi, þessar konur virð- ast ekki hafa notið sams kon- ar blessunar umhverfisins í uppvextinum og hinn snotri túlkur okkar. Don Camillo svaraði hiklaust og með nokkrum þunga: — Félagi, maður má ekki líta verkakonur í verksmiðj- um sömu augum og stúlkur á fegurðarsýningu. Það veit hver ábyrgur kommúnisti. Enginn tími gafst til um- ræðna um þetta þarna, enda leit Peppone á þá hvössum aug- um. Heimsóknin í verksmiðjuna varð löng, enda dró ungur framkvæmdastjóri ekki af lýs- ingunum á hverju smáatriði framleiðslunnar, og hann lét fylgja margvíslegar tölur um aukningu og afköst, og félagi Petrovna átti fullt í fangi með að koma því til skila. Loks var píslarganga þessi þó á enda, 03 hópurinn kom þar, sem dráttar- vélarnar birtust fullgerðar. Don Camillo virtist hugumhrifinn af þessu töfratæki, benti á eina dráttarvélina og sagði hátt við Peppone: — Félagi þingmaður, þessi dráttarvél er nákvæmlega ein* og sú, sem sovétstjórnin gaf ræktunarsambandinu okkar. Peppone hefði feginn viljað komast hjá því að minnast á þetta. Þessi dráttarvél hafði sem sé neitað með öllu að ganga, þótt ný væri, og öll sveitin hafði hlegið að gjafa- gripnum. Nú varð hann nauð- ugur viljugur að brosa með velþóknun og láta í ljós hrifn- ingu yfir því, hvílíkt afbragð sú dráttarvél hefði verið. En þegar hann hafði lokið þeirri Framh. á bls. 35 FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.