Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 27

Fálkinn - 23.11.1964, Blaðsíða 27
Þórdísi þótti miður, að Þura skyldi láta slík orð falla, og sagðist syrgja það að geta ekki haft hana í þessari trúnaðar- stöðu, en það væri ómögulegt, ef hún bæri ekki hlýhug til þessara vina sinna, sem yrðu að sætta sig við þá afkomu að gera sér að góðu, það sem þeim væri rétt úr hnefa. Þá lofaði Þura því einlæg- ]§ga að reyna að vanda sig og yera gætnari og leggja ekki gjjótfæra dóma á það, sem hún skildi ekki eða þekkti. Uf Fjarri fór þó, að Þura væri ánægð með sjálfa sig. En kvöld- ið eftir kallaði Þórdís í hana pg fékk henni böggul, sem hún átti að færa Sigru. Þeirri bón fagnaði telpan, því hún tók það sem merki um, að hún hefði ekki tapað trausti hús- jpóður sinnar. — Og nú þóttist hún sjá, að Þórdís myndi sjá upi þennan gamla mann í kjall- pjranum af sömu samúð og hjartahlýju og hún sá um Pfiarga aðra. Kvöldið eftir að Þura var send með skálina í fremri Itjallarann, lék henni mikill hugur á að sjá aftur gamla, ókunna manninn. Hún gætti þess því vel að vera nærri, þpgar húsmóðirin tók saman matarleifarnar. Þórdís sendi Þuru tvisvar ofan í geymslu, en sjálf fór hún þriðju ferðina með skálina í fremri kjallarann. , Eftir þetta var Þura oft á v,erði, ef ske kynni, að hús- móðirin bæði hana að fara með skálina til gamla mannsins, en Þprdís bað hana ekki um það, heldur notaði þá nærveru henn- ajr til að snúa henni eitthvað annað. ct ‘Dagarnir voru orðnir langir oé stundum yndislega mildir og hlýir. Undanfarna daga höfðu bátarnir lítið fiskað, og sumir voru hættir að róa. — Aðrir ætluðu að reyna fáa daga enn, og óðum leið að þeim tíma, að Bragi tæki til starfa við heíilbekkinn sinn. Allt sumar- ið hafði hann nóg að smiða. Annars sá hann sjálfur um hey- skapinn handa tveimur kúm og fáeinum kindum. En það var fljótfengið í góðri tíð, því túnið hans var í góðri rækt. Það var vani hjá Braga að kvarta um, að ekkert það, sem hann tæki sér fyrir hendur, þjorgaði sig, og þó vissu allir, að hann komst vel af efnalega og blessun fylgdi hverju starfi hanS. Þórdís kona hans fann mjög að við hann um þetta vol um ástæður þeirra, sem ekki hefði við neitt að styðjast nema óvanann einan. Öllu fremur bæri þeim að lofa Guð fyrir allt það góða, sem hann gæfi þeim. Eitt góðveðurskvöld í maí, kom Bragi inn til konu sinnar, hlaðinn áhyggjum út af karl- inum í kjallaranum. Þórdís tók þessu rólega að vanda, sagði hann hefði engan skaða hlotið af því ennþá, þó hann lánaði Sveini gamla húsa- skjól, og ef hann yrði fluttur fyrir tuttugasta maí, mætti hann vel við una, því aldrei hefði hann byrjað að smíða fyrir þann tíma. „Þetta getur rétt verið,“ sagði Bragi. „En getur þú gefið mér skýringu á því, hvers vegna karlinn hangir hér enn- þá? í allan vetur hefur hann verið hálfgerður aukamaður, þó hann hafi bjargazt við íhlaupavinnu, vegna þess hve vel hefur gengið, og oft hefur verið kallað til hans, þegar ein- hver af landmönnunum hefur forfallazt. En þeir segja, að hann megi varla vatn sjá.“ „Láttu ekki svona, Bragi. Ég held Sveinn sé enginn hugleys- ingi. Gerðu það fyrir mín orð, láttu hann vera afskiptalausan, meðan hann brýtur ekki sjálfur upp á því að fara. Ég er viss um, að hann verður ekki fyrir neinum hér.“ Stundarkorn þagði Bragi og horfði á konu sína. — „Þú sérð alltaf eitthvað gott við þetta fólk, sem þú telur, að tilheyri þér. En hjá þessum gamla Sveini held ég, að ekki sé allt með felldu, eða getur þú sagt mér, eftir hverju hann er að bíða?“ Þórdis hikaði. „Ég held hann hafi hugboð um, að hann eigi ekki að fara strax héðan,“ sagði hún sein- lega. Bragi horfði undrandi á konu sína. — „Þú hlýtur að vita það kona, að laus skrúfa festist ekki f ónýtan skrúfugang." Þórdís leil af Braga á börn- in, sem léku sér í stofunni. „Bragi, við höfum ábyrgð á börnunum, sem eru okkur gefin, og okkur hefur komið saman um, að gefa þeim ekki rangar hugmyndir um aðra menn.“ Samtal þeirra féll niður, en það hafði staðfest þá hugmynd, sem Þura hafði gert sér um Svein gamla. Núna á þessum seinustu sex vikum, hafði hún oft séð hann, er hann kom úr vinnu. Og stundum á helgi- dögum, er engin vinna var eins og hann skynbæri ekki sjálfs síns nálægð. — Og sammála var hún Braga um það, að karlinn myndi ekki fara úr kjallaranum. — í kringum þennan gamla mann, var ein- hver hula, sem vakti forvitní Þuru. Einn sunnudaginn heyrði hún á það, þegar Bjössi gamli og Sigra hittu á karlinn í fjör- unni. Ekki stóð á Sigru með alla ættfræðina að fara strax að yfirheyra Svein gamla. Hann varð hvergi uppnæmur, heldur lét hann sem hann heyrði ekki til hennar. En við Bjössa sagði hann: „Það er undarlegt, að þessi bryggjuræfill skuli ekki vera rifinn. Engum til gagns, en háskalegur fyrir börnin.“ Bjössa þótti þetta ástæðu- laus slettirekuskapur og svar- aði dræmt að bryggjur væru aldrei ætlaðar börnum. Sveinn gamli svaraði þessu engu, og tal þeirra féll niður. Við samtal hjónanna rif jaðist þetta upp fyrir Þuru, og það var nærri allt, sem hún vissi um þennan ókunna mann. Dagarnir liðu án stórtiðinda. Aðra stundina lét Bragi uppi þá ósk sína að vera laus við Svein gamla. Þó kom það ekki sjaldan fyrir, að hann hefði ýmislegt fyrir karlinn að gera. Það má líka halda, að máske hafi það verið verk Þórdísar, að gamli maðurinn fékk þessa vinnu. Átjánda maí var Bragi orð- inn í öngum sínum yfir að losna ekki við kjallarabúann. Nú varð hann að fara að smíða, og þar að auki þurfti ýmislegt að laga þar til og breyta, sem vonlegt var. Hann gerði það því upp á sitt eindæmi og í mestu hógværð, að nefna það við Svein gamla, hvort hann væri nú ekki senn á förum? Gamli maðurinn varð daufur við. Hann horfði út í fjarlægð- ina draumlyndislega og fjar- huga. Eftir litla stund leit hann á Braga draumblíðum augum, sem settu helgisvip á gamalt og hrukkótt andlit hans. „Ég held ég verði að vera hér svolítið lengur,“ sagði hann að lokum. „Það er eitthvað sem hamlar mér.“ Bragi brosti til hans og lét þetta gott heita. Ef til vill myndi kona hans sjá fyrir þessum vanda. Daginn eftir þetta samta] var stillilogn og blíðviðri. Fjörðurinn glitraði og var eins og spegill á að líta í sólarflóð- inu. Sveinn gamli hafði verið úti við naustin og hjá fiskihús- inu hans Braga. Nú rölti hann NÝJUNG frá OLTRfl+LflSH Mascara gerir augnhánn eins löng cg snki- mjúk og frekast verður á kosið. ULTRA-LASH gæö ir augnhárin mjúkr) lengd án þess að bau verði óþjálli. Hinn frábæri Taper-burstt lengir þau og gerir silkimjúk um leið og hann litar hvert hár á hlið og bak ULTRA- LASH storknar ekki, smitai. rákar, óhreinkar eða flagnar. Hann er voð- felldur, vatnsfastui og lyktarlaus ...eng- ar áhyggjur af gljáa. lausum eða hlykkjuð- um hárvm. Þvæst at á svipstundu með tVin^uoiiine Mascara uppleysara. í þrem hríf- andi litbrigðum: Flauelssvörtum, eirbrúnu og myrkbláu. jlfujÆM alltaf hið vandaðasta og bezta til augnfegrunar. eftir fjörunni annars hugar, eins og hans var venja. — Þá hey-ði hann óskapleg hljóð, — hróp um hjálp frá mörgum í senn. — Hann sá Bjössa og Sigru hlaupa og hrópa, — og grát og óp. — Nú jæja, það var þá eitthvað að ske. Sveinn gamli yngdist. Farg- ið sem venjulega hvíldi á ho.i- um hvarf. Þarna kom telpuskinnið hjá henni Þórdisi. Hún kom æpandi og stóð svo á öndinni af gráti. Hún kom varla upp skiljanlegu orði. — Hann Tryggvi, — hann Tryggvi, — beljaði hún og benti út á bryggjuna. Af óskiljanlegum léttleika snaraðist Sveinn fram bryggj- una, hristi af sér vaðmálsúlp- una, og var horfinn í sjóinn í einu hendingskasti. Börnin héldu áfram að gráta og Þura ærðist fram og aftur Framhald á hls 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.