Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Síða 10

Fálkinn - 14.12.1964, Síða 10
Ný sería: ÍSLENZKAR HÚSHÆDUR I ÖDRUM HEIMSÁLFUM 1. íku fyrir fjórum árum ásamt manni sínum og þremur sonum, og ætlunin var að dveljast þar að minnsta kosti þrjú ár, ef ekki lengur, en eftir eitt ár var heimþráin orðin of óviðráðan- leg. „Runólfur kunni reyndar á- gætlega við sig, nema hvað hann var veikur af fjallaleysi — þarna er allt marflatt, ekki einu sinni þúfa neins staðar, Samtal við frú Nönnu Halldórsdóttur, sem bjó um 1 árs skeið i Argentínu og Uruguay „Jólin í Suður-Ameríku? Æ, elskan mín, hvað ætli ég hafi svo sem um þau að segja — þau eru enginn merkisviðburð- ur, þessi suðrænu jól, þeir gera ekki eins mikið úr þeim og við hér norður frá. Ja, það eru gefnar jólagjafir, svo drekka þeir og skemmta sér líkt og aðra daga. Við fórum í sjóinn á aðfangadag og bökuðum okk- ur í sólinni, sátum síðan öll úti í garði á sundbolum og steikt- um matinn. Það var indælt, en skelfing ójólalegt. En hvernig er líka hægt að komast í jóla- stemmningu, þegar maður er að bráðna úr hita? Þetta er heit- asti tími ársins í Suður-Ame- ríku og allir að fara í sumarbú- staðina sína.“ „Voruð þið í Buenos Aires á jólunum?" „Nei, þá vorum við í Monte- video, höfuðborginni í Uruguay, fórum að finna íslenzka fjöl- skyldu þar, Ebbu Hafstein og Skafta Jónsson, sem er að kenna fiskveiðar á vegum FAO. Auðvitað reyndum við að halda jólin hátíðleg upp á okkar máta, spiluðum íslenzk jólalög af segulbandi allt heila kvöldið og hugsuðum heim með viðeig- andi angurværð. Um jólin lang- ar mann alltaf heim, ef maður er annars staðar.“ Frú Nanna Halldórsdóttir, systir Sigfúsar tónskálds og eiginkona Runólfs Sæmunds- sonar framkvæmdastjóra, er lítil og grannvaxin, dökk á brún og brá og kvik í hreyf- ingum, talar hratt og hispurs- laust með suðrænu handapati og dregur ekki dul á skoðanir sínar, hvort sem hún ræðir um Argentínu eða ísland. Hún flutt- ist búferlum til Suður-Amer- Nanna er himinlifandi að vera komin aftur heim til íslands, þótt stundum sakni hún argentínsku sólarinnar. Hér er hún á svölum íbúðar þeirra í háhýsinu Sólheimum 23, efstu hæð, og Esjan í baksýn. bara endalausar, hálfsviðnar sléttur — en hann kann nú vel við sig hvar sem er, svo að það er ekkert að marka. Logi hélt það ekki út lengur en fimm mánuði, þá var hann rokinn á skip og vann fyrir farinu sínu heim. Daði varð einna mesti Argentínumaðurinn af fjöl- skyldunni, en Posi þreytist ekki á að dásama allt hér á landi eft- ir heimkomuna.“ „Hvað fannst þér sjálfri?“ „O, ekki langaði mig að ílend- ast þar. Ég kunni miklu betur við Uruguay en Argentínu, en þangað fórum við oft til að njóta loftslagsins, sem er un- aðslegt.“ ..TTvernig er að vera húsmóð- -0- ir í Argentínu?“ „Ég hef aldrei verið mikil húsmóðir og sízt þar. Ég bak- aði einu sinni köku og búið." „Hafðirðu ekki þjóna á hverj- um fingri?“ „Nei, ég vildi ekki sjá neitt þjónustufólk. Þá hefði ég hreint ekkert haft að gera sjálf. Þarna er svo ströng stéttaskipting, að þjónustufólkið verður að búa út af fyrir sig og hafa sinn sér- inngang, sérbaðherbergi og svo- leiðis allt, og það þykir stór- hneykslanlegt, ef maður talar við það eins og venjulegar manneskjur. Auðurinn er í höndum fárra ríkra manna, og alþýðan er bláfátæk — engan veginn hollt ástand.“ „Hvernig gekk þér að tala spænskuna?“ „Ég lærði langmest á skipinU þessar þrjár vikur sem við vor- um á leiðinni heim. Jæja, ég gat bjargað mér, en góð varð ég aldréi i málinu, því miður. Ég kunni ekki orð, þegai ég kom til Buenos Aires, og ég

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.