Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Side 11

Fálkinn - 14.12.1964, Side 11
man alltaf, hvað það fór í taug- arnar á mér að hafa símann þarna á borðinu, en engan sem ég gat hringt til. Og þá sjaldan hringt var, brást ekki, að það væri skakkt númer. Runólfur hafði lært spænsku áður, en þegar við komum til Buenos Aires, fórum við öll í Berlitz skólann til að byrja með og fengum seinna kennara til að gefa okkur tíma heima. Og hugsaðu þér bara, hún — það var kona — átti heima í næst- næstu blokk við okkur, en það var ekki um að tala, að hún þyrði heim til sín fylgdar- laust á kvöldin klukkan hálf- átta.“ „Hvað var hún svona hrædd við?“ „Nú, bófa og ræningja eða morðingja. Það er fullt af þeim þarna og göturnar illa lýstar. Okkur var sagt, að við mætt- um aldrei opna útidyrnar nema kíkja fyrst gegnum gægjugatið, því að annars ættum við á hættu að verða rænd eða myrt eða hvort tveggja. Þetta var alltaf að koma fyrir. Gömul kona, sem bjó skammt frá okk- ur, lenti í því að opna dyrnar fyrir manni, sem kom til henn- ar með blómvönd í fanginu og þóttist vera sendur frá ein- hverri búð — um leið og hurð- in opnaðist, sló hann hana nið- ur og rændi svo öllu verðmætu úr íbúðinni. Þannig fóru þess- ir þorparar að.“ „Hamingjan góða, mig skal ekki undra þótt ykkur fyndist ekki mjög heimilislegt þarna. Voruð þið ekki alltaf með líf- ið í lúkunum?" „Nei, við gleymdum oftast allri varfærni, og aldrei kom neitt fyrir okkur, kannski ein- mitt vegna þess. Þeir vissu líka sínu viti, bófarnir — þeir þef- uðu uppi staðina, þar sem verð- mæti var að finna, en það var ekkert svo dýrmætt í íbúðinni okkar, að það borgaði sig að brjótast inn.“ ..TTvernig líkaði þér við lands- J l menn?“ „Þetta eru allra þjóða kvik- indi nema negrar; þeir fá ekki Framhald á bls. 47. Nanna og Runólfur í argentínska eldhúsinu sínu í Buenos Aires. Jólin eru heitasti tími ársins í Suður-Ameríku, og alltaf er gott að kæla sig í sjón- um, aðfangadag sem aðra daga. Frá vinstri: frú Ebba Hafstein, Nanna, Elín, dóttir Ebbu og Skafta, Runólfur og Skafti Jónsson, sem fæst við að kenna fiskveiðar í Uru- guay á vegum FAO. Eftir sjóbaðið var setzt að snæðingi £ garðinum og náttúrlega skálað fyrir íslandi. Frá vinstri: Ebba, Pétur, sonur Ebbu og Skafta, Elín, Nanna og Skafti. (Myndimar frá Argentínu og Uruguay tók Daði, sonur Nönnu og Runólfs).

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.