Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 13
ið, gengju fyrir, ef til kæmi
að meiri starfskrafta þyrfti.
Jóhanna var aðeins búin að
vinna þarna stuttan tíma, hún
gerði sér því engar vonir um
að fá að vera áfram, það var
fjarri henni að álíta, að slíkt
kæmi til greina. Nei, hún gerði
sér engar tyllivonir, hún þekkti
lífið og erfiðleikana við fá-
tæktina. Hún mundi baráttuna
ASTVMD
á meðan hún leitaði sér að at-
vinnu, — einhverju vissu
starfi, sem hún mætti treysta
á, — og óttann um það, að
þær myndu ekki hafa nóg fyrir
sig að bera, hún og móðir henn-
ar, á meðan hún var að læra.
Svo fékk hún vinnu á sauma-
stofunni. En hvað hún var sæl
fyrst þegar henni voru borguð
út mánaðarlaunin. Öll framtíð-
in brosti við henni, — móðir
hennar var borgið, hún gat ver-
ið áhyggjulaus.
Jóhanna hristi höfuðið. En
hvað hún var lengi að vaxa
upp úr barnaskapnum upp í
fullþroska manneskju. —
Svona, hafðu þetta, sagði
reynsluleysi hennar. — Skildu
lífið, það gerir þá kröfu til þín.
Já, já hún vissi það. En það
var sársauki í sál hennar yfir
því, hvað starf hennar varð
endasleppt hér, henni fannst
það lamandi fyrir traust sitt
og æsku.
Jóhanna gekk í hægðum sín-
um heimleiðis hálf vansæl og
áhyggjufull.
„Þú ert þó ekki lasin, góða
mín?“ sagði frú Áslaug við
dóttur sína er Þær höfðu setið
inni dálitla stund.
Jóhanna hrökk við, þegar
hún heyrði spurningu móður
sinnar. Hún leit upp stórum,
dökkum augunum og tautaði
svo undarlega yfirbuguð: —
„Lasin, nei, það er ég ekki."
— En henni var býsna þungt
um andardráttinn. En hvað allt
var ömurlegt, og hvers vegna
datt móður hennar í hug að
vera að spyrja hana að þessu?
Jóhanna ýtti saumadótinu
sínu frá sér. Hún hafði verið
ákveðin í að segja móður sinni
ekki frá, hvernig komið væri,
fyrr en eftir jólin, en var hún þá svo
veikgeðja, að hún gæti ekki leynt hugar-
angri sínu fyrir árvökrum augum hennar?
Frú Áslaug þagði. Hún hálf sá eftir að
hafa vakið máls á þessu við dóttur sína,
víst myndi hún tjá henni áhyggjuefni sín
nú ekki síður en endranær, aðeins þegar
hún hefði hugsað þau nægilega sjálf. —
En síðan Jóhanna fékk þessa vinnú, hafði
hún alltaf verið vonglöð og’ örúgg,' það
var orðið nýtt að sjá áhyggjur á svip
hennar. Frú Áslaug dró þáð heldur ekki
í efa, að dóttir hennar mundi nu sém fyrr,
treysta þeim, er ávallt hafði gefið henni
kjark og kraft í margs kónar erfiðleikum,
og vissulega mundi gleðin og jafnvægið
ná til þeirra; fyrir blessaða jólahátí^iná
eins og svo oft áður, þegar vonin lifði og
yfirgaf þær ekki, þrátf fyrir.þéttari skugga
en nú voru á vegi þeirra.
Aðfangadagurinn rann upp. Veðrið var
svo stillt, að ekki blakti hár á höfði. Snjór
huldi göturnar, hann sat jafnfallinn á hús-
þökum, girðingum og greinum trjánna.
Lognið hafði gefið honum næði til að
dreifa alls staðar jafnt sinni hvítu ábreiðu.
— Hreinleikinn og hátíðarblærinn var svo
auðsær, að jafnvel hver skepna myndi á
sinn hátt skynja það, að hátíð væri í
nánd.
Fólkið, sem gekk um göturnar, varð
ósjálfrátt hljóðlátara en venjulega og á
saumastofunni, þar sem Jóhanna vann,
var lítið talað. Flestir voru þöglir og venju
fremur kappsamir við að leggja síðustu
hönd á það, sem lofað hafði verið fyrir
jólin.
Jóhanna kepptist við. Hún var þakklát
fyrir þögnina, og henni var óvenju rótt
í huga. Það var líklega nálægð jólahátíðar-
innar, sem gerði skap hennar svo rólegt
og hjartaslögin svo jöfn og hæg. Hún ósk-
aði þess þó í huga sínum, að lífsbarátta
hennar væri ekki eins erfið og raun var á
svo að stöðugar áhyggjur gagnvart móður
hennar sviptu hana ekki jafn oft sálarró.
Hún vissi, að ’tækist henni ekki að vinna
fyrir henni og sér, áttu þær engan að, sem
myndi hjálpa.
Jóhanna reyndi að hugsa ekki, reyndi að
fá tímann til að líða, verkið til að vinnast
og huga sinn til að fljóta með í áhyggju-
leysi, — og þó var hún ekki of góð, frekar en
aðrar manneskjur, til að horfast í augu við
kjör sín og aðstöðu til lífsins, — berjast, —
sigra, — eða hníga 1 valinn.
En móðir hennar gat ekki lengur barizt.
Hún var búin að heyja sína baráttu, og ekk-
ert yrði sárari raun fyrir Jóhönnu en það,
ef hún, — eins og margar mæður máttu
reyna á efri árum sínum, yrði verra en ein,
þrátt fyrir börn sín. Einstæðingsmanneskjan
hafði ekki eftir neinu að vonast, — en
móðir, sem hafði annazt með kærleika og
fórrifýsi um börnin sín, hún átti að geta
verið örugg’*um umönnun þeirra á efri ár-
um. — Jóhanna fékk sting í hjartað. Hún
marnma hennar mátti ekki verða ein af öll-
um konunum. sem rsatu einar og snauðar
þrátt fyrir börnin ög allar hyllingarnar og
vonirnar, á meðan þær héldu þeim í örmum
sínum.
Það kvaddi hver af öðrum á saumastof-
unni og bauð gleðileg jól. Jóhanna var við-
utan, henni fannst því líkast, að hún sæi
starfssystkini sín sem í draumi, hverfa hvert
af öðru út í snjóinn og hátíðablæinn. Nú var
hún sjálf alveg að enda við sína flík, hendur
hennar unnu af kappi en hugur hennar var
fjarrænn og undarlega stemmdur. — Þarna
kom umsjónarmaðurinn' og tók við jakkan-
um, sem hún hafði verið að leggja síðustu
hönd á. Þá var starfinu lokið fyrir hátíðina,
henni var frjálst að fara.
Jóhanna hristi af sér deyfðina. — Æ, bara
að hún hefði mátt sitja og sauma og hugsa
ekki um annað en verkið, sem varð að vinna.
Gleyma umhverfinu og hvað hennar beið á
nýja árinu, að sækja vonandi og biðjandi
til vinnuveitendanna, leitandi að atvinnu.
hún þekkti minnimáttarkenndina, sem það
vakti og kannaðist við áhrif vonbrigðanna,
þegar málaleitunin bar engan árangur.
Jóhanna tók ekki eftir helgiblænum, sem
hvíldi yfir snjóbreiðunni eða hljóðleikanum,
sem einkenndi fólkið. Eftirvænting spyrj-
andi barnsaugnanna fór einnig framhjá henni,
Framhald á bls. 48.
13
FALKINN