Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 15

Fálkinn - 14.12.1964, Blaðsíða 15
parzer upp í hendurnar (hann er á 100 schillinga seðlunum), lét raka mig, steig upp í sporvagn og brunaði rakleiðis niður á Schwedenplatz. Það var steikjandi hiti og þarna hallaði ég mér aftur á bak í vagninum, og barokk-húsarað- irnar flugu hjá. Barokk, barokk, barokk, mér varð ekki um sel og fannst borgin, þ. e. göturnar, sem ég ók um, við fyrstu sýn þyngslalegri en ég hafði gert mér í hugarlund. Maður heldur hálfpartinn — svona í fjarlægðinni — að Strauss, Lehar, Millöcker og þeir piltar hafi einnig smíðað húsin hérna, allt sé einn dunandi vínarvals. Mánudagurinn 22. ágúst. Fyrsta ferð mín í Stefánskirkjuna. Klifraði upp í suður- turninn, en prílið kom ekki að fullu gagni, því vinnu- pallar eru hringinn í kringum turninn þar efra, svo útsýn var engin að heitið gat í vestur og suður, en góð í austur og norður. í sjónaukanum sá ég Dóná blika, en fékk ekki þá yfirsýn yfir legu borgarinnar, sem ég hafði vænzt, og að horfa ofan á kollinn á henni, þ. e. húsþökin, var rétt í meðallagi fallegt. Dvaldi lengi á bekk sunnan við kirkjuna og virti hana fyrir mér. Því miður er byggt svo þröngt að henni, að maður verður að reigja höfuðið aftur á bak til að sjá hana í allri hæð sinni, og standi maður í nokkurri fjarlægð, eru yfirleitt kómin hús í veginn sem skyggja á hana. Undantekning er þó hornið á Graben og Stock im Eisen Platz, þaðan séð er hún mjög falleg. Settist um stund inn í helgidóminn, sem er vissulega hátíð- legur, en barokktöflurnar bæði á veggjum og súlum íþyngja honum, svo stórar og flúraðar sem þær eru, eða öllu heldur: þær draga úr hraða hins gotneska ferðalags til himna, leiða athyglina um of frá súlunum sjálfum sem einmitt er ætlað að hrífa hjarta manns með sér upp til guðs. En fólkið vill hafa sín ölturu, sínar dýrlingatöflur. — Ég varð þannig ekki fyrir sérstakri upphafningu, heldur þótti mér ég hvíla í öruggu, hlýju bóli. Og það er auðvitað gott líka. Miðvikudagurinn 24. ágúst. Skoðaði í morgun svonefnt Fígaró-hús í Domgasse 5. Þar bjó Mozart á árunum 1784—’87 og samdi þá m. a. Brúðkaup Fígárós. Örðugt er að lýsa þeirri tilfinningu, sem bærðist mér í brjósti, þegar ég gekk þar um gólf. Mér þótti ég staddur í einhverjum magískum miðdepli heimsins; að þarna skyldi Mozart hafa setið, að ég skyldi geta hallað mér út um sömu glugga og hann! íbúðin er tvö herbergi, annað langt og mjótt, „kabínett“ með tveimur gluggum; þar er talið, að Mozart hafi unnið; hitt er vítt til veggja með þremur gluggum, og er glerhurð milli herbergjanna. Ekki mikið um sýningarmuni, aðallega myndir af Mozart og skylduliði hans og vinum, einnig nokkur handrit og frum- prentanir tónverka. Beethoven heimsótti Mozart í þessa íbúð 1787, þá nýkominn til Vínar. sautján vetra gamall. Einnig Haydn 1785, og las ég á spjaldi, sem uppi hékk á vegg, að þá hafi verið músíserað af krafti. Þegar ég stóð aft"*- úti á götu, fannst mér ég loksins vera kominn til Vínarborgar að öllu leyti. Föstudagurinn 26. ágúst. í morgun lagði ég leið mína upp á Schwarzenbergplatz og settist um kyrrt á kaffistétt einni; útsýn yfir allt torgið; í baksýn sigurmerki Rauða hersins. Las lauslega í blöðunum um Ólympíuleikana. Og þá allt í einu verður mér litið upp og sé, hvar maður steypist af mótorhjóli, flýgur áfram í löngum boga og skellist í götuna, veltist í hringi þarna á miðju torginu og bílar steðjandi að hvaðanæva. Ég fékk dunandi hjartslátt, hélt að þarna yrði dauðaslys. En sko til, maðurinn, sem var fremur ungur, feitlaginn, í svörtum vinnuslopp, reis þá upp úr götunni og sýndist óslasaður. En mjög var honum brugðið, fór samt að tína upp blýanta og penna, sem höfðu hrokkið upp úr brjóstvasa hans, þegar hann snarhemlaði, og sáldrazt út um allt. Það má hafa verið nöturleg tilfinning að vita sig vera að steypast í götuna, skynja dunandi umferðina á allar hliðar, kastast inn í miðja þvögu ökutækjanna, heyra bílana flauta, sporvagnana ískra. Allt hefur runnið saman í voveiflega hringiðu. Þjónninn var alltaf að koma út á stéttina og gá, hvort nýr viðskiptavinur væri setztur einhvers staðar við borð, óþreyjufullur eins og kónguló, sem bíður þess, að fluga límist föst við vefinn. Mánudagurinn 12. september. Klukkan tvö í gönguferð austur að Prater Stern torginu. Hverfin milli Dónárkanals og fljótsins heldur lífvana. Skemmdust talsvert í stríðinu. Mikið um hundaskít. Þaðan í Augarten. Jóð í vögnum; slæðingur af fólki að Framhald á bls. 75. \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.