Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 20

Fálkinn - 14.12.1964, Qupperneq 20
svo fróður og andríkur í við- ræðum, að allir helztu menn í héraðinu vildu engan frekar hafa í návist sinni. Og þar eð hann var ekki þess sinnis, að hann vildi grafa þetta pund sitt í jörðu, var hann tíðari og þaul- sætnari gestur á heimilum þeirra en gott var fyrir skóla- nemendur hans. Naut skóla- meistarinn þess í hvívetna að herra Allworthy haf ði mikið álit á honum sökum þekkingar hans og andríkis og studdi skóla hans, bæði með fjárframlögum og á annan hátt. Stóð heimili skólameistarans og í nánari tengslum við óðalssetrið fyrir það, að hann hafði á sínum tíma kvænzt stúlku, er vann í eldhúsi herra Allworthy. Stúlka þessi var talsvert eldri en skólameistarinn, þegar þau gengu í hjónaband. en aft- ur á móti var hún dável efn- um búin, því að vel hafði henni haldizt á launum sínum. Ekki verður með sanni sagt að hún reyndist manni sínum bein- línis ljúf og ástrík eiginkona, að minnsta kosti ekki, þegar frá leið, en sjaldan veldur einn, þegar tveir deila; einhverra hluta vegna tókst skólameistar- anum ekki að uppfylla þá mik- ilvægu skyldu eiginmannsins að geta barn við konu sinni. Hafði hann þar þó ekki neina sýnilega afsökun, tæplega þrít- ugur og stálhraustur maðurinn. Og þó að ekki væri vitað, að eig- inkonan hefði nokkra ástæðu Eftir HEMY FIELDING FJÓRÐI KAFLI. Merkileg uppgötvun jómlrú Debóru Wilkins. Átta mánuðum eftir brúð- kaupið ól frú Bridget eigin- manni sínum frítt og föngu- legt sveinbarn, sem reyndist löglega getið í hjónabandi, þar sem ljósmóðirin úrskurðaði það fætt mánuði fyrir timann, og þá einnig lögmætur erfingi að ættaróðalinu, hvað var þeim hjónum — og herra Allworthy einnig — hið mesta fagnaðar- efni. Ekki dró það þó að neinu leyti úr þeirri ástúð, sem herra Allworthy sýndi jafnan litla munaðarleysingjanum, er hann hafði gefið sitt eigið nafn og látið heita Thomas, og leið aldrei svo dagur, að hann ekki kæmi við í fóstruherberginu til að líta á hann. Bauð nú herra Allworthy systur sinni, að son- ur þeirra hjóna fengi fóstur með Thomas litla; tók hún því boði, en með nokkurri tregðu, og hafði hún þó alltaf auðsýnt munaðarleysingjanum litla meiri góðvild en títt er um dyggðugar og stranghreinlífar konur þegar slíkur syndarinn- ar ávöxtur er annars vegar. Höfuðsmaðurinn gat aftur á móti ekki litið jafn mildum augum á þá tryggð, sem herra Allworthy hafði tekið við mun- aðarleysingjann og taldi höfuðs- maðurinn það syndsamlegan veikleika, er herra Allworthy kom þannig fram og vék hvað eftir annað að því við hann. Hélt hann því fram, að þó að lögin leyfðu ekki að slíkum lausaleikskróum væri tortímt, bæri að ala þá upp í þar til- ætluðum stofnunum, og einnig liti kirkjan svo á, að þeir mættu hvorki njóta réttinda né atlætis til jafns við skilgetin hjóna- bandsbörn. Öllum þessum rökum og ótal öðrum svaraði herra Allworthy með einum og sömu gagnrök- um — að hversu sek og syndug sem foreldrarnir kynnu að vera, hefði saklaust barnið ekkert af sér brotið. En þó að höfuðsmaðurinn beitti þannig öllum rökum og ráðum í þeim tilgangi að Thom- as litli yrði sendur á brott af óðalssetrinu, varð þó sú merki- lega uppgötvun, sem jómfrú Debóra Wilkins gerði, þar hálfu þyngri á metunum. Þess er áður getið, að Jenny Jones hefði um hríð verið vinnustúlka hjá skólameistara nokkrum, sem hreifst af ó- venjulegum gáfum hennar og tók að veita henni tilsögn í latínu af barnslegri góðvild sinni, með þeim árangri, að ekki mundu margir standa henni þar á sporði. Skólameistari þessi var að mörgu leyti undarlegur maður. Hann var öllum góðgjarnari, og til að bera brigður á trúfesti hans, þótti henni eigi að síður vissara að velja jafnan þá einu vinnukonu, sem þau höfðu, með tilliti til þess að ekki freistaði hún hans með fríðleik sínum. Ef Jenny Jones hefði verið fríðari sýnum, mundi hún því aldrei hafa fengið vist á heimili skólameistarans, og þar sem hún var einnig ákaflega hlé- dræg í framkomu og hógvær, dvaldist hún þar í full fjögur ár, án þess að valda húsmóður sinni minnstu grunsemd. En eins er um afbrýðisem- ina og gallið, hvorttveggja ligg- ur í blóðinu og getur valdið meini þegar sízt varir, oftast- nær af litlu eða engu tilefni. í full fjögur ár hafði kona skólameistarans verið vitni að því er hann tók hverja hand- bæra stund til að kenna vinnu- stúlkunni þau fræði, sem ekki þekktist þá að konur næmu; hún hafði jafnvel látið það gott heita, þó að vinnustúlkan tefð- ist oft illilega frá skyldustörf- unum af þeim sökum. En svo gerðist það dag nokkurn, er 20 FALKINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.